Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 16

Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 16
ANDVARI ÁRMANN SNÆVARR 15 Árið 1933 hóf Ármann nám í Menntaskólanum á Akureyri. Þegar hann átti tvö ár eftir nyrðra höfðu armar kreppunnar rústað samfélagið svo að enga vinnu var að fá. Dag eftir dag og viku eftir viku fór Ármann á fætur og stóð klukkutímum saman í biðröð eftir uppskipunarvinnu, en án árangurs. Þar sem hann beið kaldur og útskúfaður dagaði á hann, að hann yrði aldrei stúdent eins og bræður hans. Hann yrði að sætta sig við stöðu sína og vonbrigðin. Hann ákvað að menntast hið innra þótt hann fengi ekki húfu og hákólamenntun. Hann settist niður með skruddurnar í verkleysinu og lærði eins og hann ætti líf að leysa. Ármann fékk óvænt að taka utanskólapróf. Hann glansaði ekki aðeins heldur fékk líka að vera á heimavist upp á krít síðasta veturinn í MA. Á þessum æskudögum lærði Ármann að láta aldrei einangraðan vanda stöðva sig. Vandi er verkefni til lausnar. Þetta er eina rétta kreppuviðbragðið. Í lífi Ármanns var ljóst að markmið voru mikilvægari en hindranir. Ármann varð afar stefnufastur. Og mikilvægur þáttur í habitus hans varð áræðni og andlegt þrek [...]. Nám reyndist Ármanni sem leikur. Móðurbróðir minn deildi heima- vistarherbergi með honum síðasta ár í skóla fyrir norðan. Hann var sjálfur mikill námsmaður en sagði mér, að Ármann hefði verið öllum fremri hvað varðar vinnuskipulag og öguð vinnubrögð. Á undan öllum var hann kominn á fætur og hafði unnið gott dagsverk, þegar aðrir vöknuðu. Ármann var árrisull og borinn til stórvirkja. Hann varð dúx á stúdentsprófi og hæstur í landinu. Ármann hélt alltaf tryggð við Menntaskólann á Akureyri og naut þess ævinlega að koma til Akureyrar í stuttar heimsóknir. Í maímánuði 1947 var Ármann staddur í Reykjavík, þótt enn stundaði hann framhalds- nám erlendis, en hugðist bregða sér til Akureyrar. 6 Þar hitti hann þá á götu gamlan vin sinn og sveitunga, Bjarna Vilhjálmsson, síðar þjóð- skjalavörð. Kom í ljós í tali þeirra, að Bjarni hafði pantað sér flugfar til Akureyrar næsta dag, en Ármann vildi endilega að þeir yrðu heldur samferða í rútu þann dag og brugðu þeir á það ráð. Svo fóru leikar, að vélin, sem átti að fara til Akureyrar þennan dag, fórst í Héðinsfirði og með henni 25 manns, eða allir sem voru í vélinni. Er það mesta flug- slys, sem orðið hefur á Íslandi. Ármann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1938 með afar góðum árangri eins og fyrr segir. Þá um haustið settist hann síðan í Lagadeild Háskóla Íslands – eða Laga- og hagfræðideild eins og hún nefndist þá. Embættisprófi í lögfræði þaðan lauk hann með mjög góðum vitnisburði vorið 1944. Hann sagði sjálfur í gamni, að hann væri „síðasti konunglegi lögfræðingurinn á Íslandi“ því að landið var enn undir konungsstjórn þegar hann og félagar hans út- skrifuðust. Ármanni fórust svo orð fimmtíu árum síðar:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.