Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 19

Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 19
18 PÁLL SIGURÐSSON ANDVARI Meðan á framhaldsnámi Ármanns stóð – þessi þrjú mótunarár hans á Norðurlöndum – þroskuðust skoðanir hans á eðli laga og réttar í samfélaginu og um leið á mikilvægi lögfræðinnar til úrlausnar á sam- félagsvandamálum. Í fyrrnefndu viðtali við hann í Úlfljóti 1994 segir hann um þetta: Ég hefi heillast mest af hinni félagslegu hlið lögfræðinnar ef svo má að orði komast og meir en af hinum tiltölulega hörðu viðskiptareglum, sem þó eru harla nauðsynlegar í þjóðfélagi nútímans. Áhugi minn hefur mjög beinst að hinum mannlegu félagstengslum, samskiptum manna, mótun þeirra, efnis- þáttum og rofum og könnun á því, hvernig réttarreglur mótast sem andsvar við þörfum mannlegs samfélags á skipulegu ríkisvaldi og á umgerð um samskipti einstaklinga, sem henti aðstæðum og horfi til félagslegs þroska. Ég hef verið nefndur húmanisti og uni vel þeirri nafngift. Ég tel að réttarreglur eigi að vera eins konar bjargvættur í skiptum manna – og raunar félagsleg slysavörn – sem ávallt hafi að leiðarljósi að skipa málum á réttsýnan, manneskjulegan hátt. Frá þessu sjónarmiði er lögfræðin – eða á að vera – ars aequi et boni – list hins góða og réttláta eins og Rómverjar hinir fornu mæltu.10 Á yngri árum Ármanns voru það einungis tiltölulega fáir mennta- menn, sem höfðu tök á því að fara til framhaldsnáms erlendis að loknu háskólanámi hér á landi, en Ármann var vissulega í þeim hópi. Um gagnsemi slíkrar framhaldsmenntunar segir hann í grein, er hann nefnir „Hugleiðingar um framhaldsnám kandídata“ og birtist í Stúdentablaðinu 1. desember 1952: Námsdvöl kandídata erlendis hefir margvíslegt gildi, bæði fyrir einstaklinga og þjóðfélagið. Sjóndeildarhringur manna víkkar. Þekking þeirra á mönnum og málefnum eykst. Þeir öðlast traustari aðstöðu en ella til að bera saman erlenda þjóðfélagsháttu og innlenda og verða yfirleitt skyggnari á íslenskt þjóðfélag og þjóðlíf, kosti og galla. Kandídatarnir fá færi á að kynnast erlendum stéttarbræðrum, viðfangsefnum þeirra og vinnubrögðum. Slík kynni eru ómetanleg. Þá er og ekki lítils virði sú leikni og þekking, er kandídat- arnir öðlast í erlendum tungumálum, sérstaklega þegar menn hafa alllanga útivist. [...] Hættan á menningarlegri einangrun hér er ekki ástæðulaus með öllu. Því verður heldur ekki hafnað í þessu sambandi, að ærinn aðstöðumunur er á því tvennu að stunda háskólanám hér heima eða erlendis. Það er ólíkt meira ævintýri – og þroskaraun – fyrir ungan stúdent að halda til náms til Kaupmannahafnar, Cambridge eða Parísar en að færa sig um set frá Akureyri til Reykjavíkur eða frá Lækjargötu að Melaveg. Í raun réttri má segja, að þeir stúdentar, sem stunda háskólanám erlendis, njóti með vissum hætti fríðinda umfram heimastúdentana. Ef freista ætti að jafna þau met að nokkru, kæmu til greina fleiri úrræði en eitt, en meðal þeirra væri það að búa kandídötum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.