Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 46

Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 46
ANDVARI ÁRMANN SNÆVARR 45 Ármann var gistiprófessor við Uppsalaháskóla 1969-1970, við Ohio Northern University 1971 og 1972 og við McGeorge School of Law í Sacramento í Kaliforníu 1976. Fyrirlestra flutti hann, auk norrænna háskóla, í Kanada, Þýskalandi og Rússlandi. Hann lét sig mjög varða norrænu lögfræðingaþingin, sem haldin eru á nokkurra ára fresti og var þar helsti fulltrúi Íslands um árabil og hélt hvað eftir annað fram- söguerindi á þeim vettvangi sem og á mótum norrænna laganema (þar sem hann flutti að minnsta kosti níu framsöguerindi). Samveran við hina ungu laganema á þessum þingum þeirra var Ármanni einkar kær enda naut hann sín hvergi betur en innan um ungt og fjörugt fólk. Í stjórn Íslandsdeildar norrænu lögfræðingaþinganna var hann í meira en fjóra áratugi, þar af formaður í 21 ár. Hann átti sæti í dómnefndum um doktorsritgerðir (þar sem hann var stundum andmælandi) og pró- fessorsembætti, þar á meðal við Árósaháskóla, Óslóarháskóla og há- skólann í Cambridge (þar sem hann var einnig andmælandi). Hann var um langt skeið fulltrúi Íslands í ýmsum nefndum, er varða norræna lagasamvinnu, allt frá 1962, og lengi sat hann í norrænu hegningar- laganefndinni. Þá var hann í fyrstu stjórn samtaka háskólarektora í Evrópulöndum, og átti sæti í stjórn Árnastofnunar í Kaupmannahöfn 1969-1973. Alveg sérstaklega lét Ármann sig varða samskiptin og tengslin við lagadeild Ohio Northern University, sem hann kom á haustið 1960. Á vormisseri það ár hafði prófessor Eugene N. Hanson, forseti laga- deildar þess háskóla, dvalist hér á landi sem gistiprófessor á vegum Fulbright-stofnunarinnar. Munu þeir Ármann hafa stofnað til vináttu og samvinnu á þeim tíma og fylgdu síðan í kjölfarið nær árlegar og gagnkvæmar heimsóknir laganema frá þessum tveimur háskólum, sem enn standa, fjölda íslenskra laganema til gagns og ánægju. Kennarar frá Ohio Northern University hafa einnig hvað eftir annað heimsótt Lagadeild Háskóla Íslands. Í Sögu Orators segir um þetta: Prófessor Hanson og kona hans hafa sýnt íslensku laganemunum mikla gest- risni með því að bjóða þeim að búa á heimili þeirra þann tíma, sem heim- sóknin hefur varað. Með þessu sambandi hafa tugir íslenskra laganema átt þess kost að kynnast bandarískri lögfræði og öðlast nokkra innsýn í banda- rískt þjóðfélag. Hefir þetta verið stórkostlegt tækifæri til að víkka sjóndeildar- hringinn. [Þessi löngu samskipti eru] fágæt að því er varðar tengsl bandarískra lagadeilda við evrópska háskóla og einstæð að því er tekur til skipta þeirra við norræna laganema. 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.