Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 54

Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 54
ANDVARI LÍFHYGGJUMAÐUR EÐA RÓMANTÍKER? 53 Bókmenntafræðingarnir þrír gera Einar því nokkuð veraldlega sinnaðan í skáldskap sínum með tengingunum við Nietzsche þó með einhverjum fyrir- vörum sé. Því verður ekki neitað að í fyrstu kvæðum sínum (frá því fyrir og í kringum 1890), sem Dagný og Matthías Viðar líta einkum til, virðist það sjálfsögð niðurstaða. Hann glímir við tilvistina og eygir ekki fast land en þegar líður á áratuginn fer leit hans að nýjum grundvelli undir fram- tíð lífsins að setja sterkari svip á skáldskapinn og þá oft á trúarlegri for- sendum. Í bókmenntasögu sinni skilgreindi Stefán Einarsson (1897–1972) prófessor Einar sem sambland af franskri hnignunarstefnu og symbólisma. Á grunni þess síðarnefnda hafi hann leitað hins guðlega innan náttúrunnar í kvæðum sínum og haft sannfæringu fyrir einingu anda og efnis.8 Þegar litið er yfir ljóðasafn hans og önnur skrif er það einmitt ekki tilgangsleysi mannsins í guðlausum heimi eða ósk um upprætingu guðshugmyndarinnar í anda Nietzsche sem vekur eftirtekt heldur þessi leit. Í hverju hún er fólgin, og hvort endilega sé rétt hjá Stefáni að tala um hið guðlega, liggur ekki í augum uppi en hún virðist beinast að því sem er fyrir handan, því sem býr í sál mannsins en stendur utan efnisins og verður ekki höndlað með beinum hætti. Árið 1926 orti Einar í „Elivogum“: – Síðan kafa eg knattasund, kalla í bæn um týndan lund. […],9 og vísaði þannig í langvinna leit að skýringum á gangi alheimsins. Svo virðist sem Sigurður Nordal (1886–1974) prófessor hafi hallast á sveif með Stefáni um að hún beindist að hinu guðlega en í grein í Skírni benti hann á að í smásögunni Gullskýi frá 1897 gerði Einar tilraun til að lýsa djúpri per- sónulegri trúarreynslu sem hefði haft mótandi áhrif á efnistök hans. Sagan bæri með sér dulrænt eðli Einars og ef til vill mætti finna þar lykil að dýpri merkingu kvæða hans og hugsun í mörgum þeirra um að lífið væri heildstæð eining sem stýrðist af óljósum undirliggjandi krafti.10 Gullský fjallar um einstakling sem liggur einsamall úti við þegar hann verður skyndilega fyrir uppljómun og finnst sem hann sameinist náttúrunni og öðlist þekkingu á tilverunni innan frá. Gullskýið sem hann sér gnæfa yfir fjallinu fyrir ofan sig virkar sem tákn hins æðsta, það sem nær út fyrir hinn efnislega heim og honum er ókleift að ná til nema í anda. Í lok sögunnar birtist síendurtekið minni í kveðskap Einars, hugmynd um heildarsamhengi lífsins og veruleikans, „alveruna“, sem sé til og skynjuð af æðri sál utan tíma og rúms:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.