Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 56

Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 56
ANDVARI LÍFHYGGJUMAÐUR EÐA RÓMANTÍKER? 55 taldi hugmyndina um að afl fossins yrði beislað með hugviti mannsins vísa til æðra takmarks sem væri sameiginlegt með mannkyninu. Innra með því byggi áðurnefndur kraftur, enn máttugri en fossins, sem væri tilkominn frá frumuppsprettu andans. Að virkja afl fljótsins var aðeins hluti stærra og háleitara markmiðs sem beindist að því að fanga þann hluta hins „guðdóm- lega“ krafts sem leyndist innra með manninum og með honum renna stoðum undir nýjan lífvænlegan heim:16 Ég þykist skynja hér sem djúpt í draum, við dagsbrún tímans, nýja magnsins straum, þá aflið, sem í heilans þráðum þýtur, af þekking æðri verður lagt í taum. – Er hugarvaldsins voldug öld oss nær, þá veröld deyr ei, er hún guð sinn lítur, þá auga manns sér allri fjarlægð fjær, þá framsýn andans ljósi á eilífð slær og mustarðskorn af vilja björgin brýtur?17 Sé litið á Einar sem nietzscheískan efnishyggjumann sem að auki hafi trúað á einingu anda og efnis getur reynst örðugt að skýra hugmyndir í Gullskýi um æðri sál utan efnisheimsins og aðgreininguna sem sumir hafa greint í „Dettifossi“ á krafti fljótsins annars vegar og andans hins vegar (sjá nánar síðar). Fullyrðing Stefáns Einarssonar um trú hans á einingu anda og efnis virðist geta farið saman við meinta veraldarhyggju og sannfæringu um trú- lausan heim í ljóðum hans, þó að Stefán hafi ekki verið þeirrar skoðunar. Sigurður Nordal var því samt ósammála og áleit Einar hafa verið tvíhyggju- mann og vísaði í orðalag í Gullskýi því til stuðnings þar sem talað er um „tvíbrotið“ eðli náttúrunnar.18 Kristján Karlsson tók síðar undir með Sigurði. Þrátt fyrir að telja ljóð Einars standa „einangruð og utanhefðar“ nefnir hann Björn Gunnlaugsson (1788–1876) yfirkennara og kvæðabálkinn Njólu sem helstu fyrirmynd að hugarheimi þeirra og myndmáli. Báðir hafi gert eðlisfræðilegar forsendur að grundvelli sínum undir því yfirskini að vilja samræma guðstrú og vísindi í eina samhangandi heimsmynd.19 Sé fallist á þetta hjá Kristjáni verður erfitt að gangast við að Einar hafi boðað guðleysi í anda Nietzsche í þeim nýja heimi andans sem hann sá fyrir sér í „Dettifossi“ („hugarvaldsins voldug öld“). Þvert á móti gerir túlkun hans því skóna að leitin hafi falist í að skapa nýtt pláss eftir nýjum skilyrðum fyrir hið andlega (eða trúarlega) í guðlausri veröld nútímans. Kristján er samdóma Sigurði um tvíhyggju Einars og hafn- ar því að guðshugmynd hans eða Bjarnar sé túlkuð sem algyðistrú eða hug- mynd um „alveldissál“:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.