Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 75

Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 75
74 JÓN YNGVI JÓHANNSSON ANDVARI Hér kemur líka fyrst við sögu saltsoðningin, sú matartegund sem oftast er á borðum í Sumarhúsum. Hún er kannski, þegar allt kemur til alls, lykillinn að hagkerfi Bjarts og göllum þess og það sem heldur gangandi hringrás manns og sauðkindar. Þegar Bjartur kemur í fyrsta sinn á landskikann sem nú er orðinn hans eign, þótt hann sé ennþá í skuld, hefst hann handa við að (endur)móta landið, um- breyta því úr eyðibýli í bújörð. Landsvæðið sem um hríð hefur verið beitiland þarf að umbreytast og sú umbreyting felst í því að Bjartur byggir landið, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Búskapur Bjarts hefst með því að hann gefur staðnum merkingu, með því að dvelja á staðnum og með því að gefa ákveðnum hlutum hans nafn og tilgang.17 Hann byrjar á því að gefa bænum nafn, eins og Adam. Hann eignar sér landið með því að tengja það við sitt eigið nafn: „Ég heiti Bjartur. Þessvegna á bærinn að heita Sumarhús.“ (15) Næsta skref Bjarts ber keim af einhvers konar heiðinni helgiathöfn, og þar birtist hringrás náttúrunnar líka í örlítið grótesku ljósi. Landnámsmaðurinn Bjartur horfir yfir eign sína og „kastar af sér vatni, fyrst til norðurs í átt- ina til fjallsins, síðan til austurs yfir mýrarflákana og vatnið …“ (15) Síðan kemur hann auga á tvær sauðkindur frá Útirauðsmýri, „stuggar þeim burt þó það séu ær húsbónda hans, rekur úr sjálfs síns túni í fyrsta sinn: þetta er jörðin mín“ (15). Með því að stugga við ánum hefur Bjartur breytt grasvelli í tún, hann er að skapa sér heim, „heim sem hann hefur keypt“ (15). Næsta skref hans er að gefa læknum nafn og hlutverk eins og að ofan er rakið og í kjölfarið fer hann ansi nærri því að snúa landnámi sínu upp í kristna helgiat- höfn, einhvers konar skírn, þótt hann sjái raunar að sér: Ég gæti best trúað það væri vígt. Líklega datt honum í hug að með þessari athugasemd væri hann að gefa ókunnum öflum höggstað á sér, því altíeinu snéri hann sér við í vorvindinum, snéri sér alveg í hríng og sagði í allar áttir: Það er ekki þarfyrir, vatnið mætti vera óvígt uppá það: við þig er ég ekki smeykur, Gunnvör. (17–18) Heimssköpun Bjarts heldur síðan áfram þegar hann byggir, með hjálp ná- granna úr sveitinni, bæinn, sem er „snoðlíkur“ öðrum bæjum í sveitinni. Þegar hann er fullbyggður er hann „eins og partur af náttúrunni“. (18) Sá heimur sem Bjartur hefur skapað sér – úr orðum, torfi og eins litlum aðkeyptum smíðaviði og hægt er að komast af með – er hans, og séður frá sjónarhorni kotbóndans virðist þessi heimur í fyrstu sjálfum sér nógur. En eins og breski bókmenntafræðingurinn Raymond Williams benti á í einu af grundvallarritum vistrýninnar, The Country and the City, þá getur sveit- in haft ólíka merkingu í skáldskap eftir því hver horfir á hana.18 Sveitin í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.