Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 94

Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 94
ANDVARI BRÚN OG UPPLIT DJARFT TIL VILJANS SAGÐI 93 mánuðir. Faðir hennar hafði að vísu í riti gert ráð fyrir víðu svigrúmi í með- göngutíma kvenna (Alþb.VI:293-296. Jón H. 1903:257). Hér er því ekki hald- ið fram að menn eigi að skríða í skjól auðveldrar undankomu frá óþægileg- um ályktunum. En ef ekki liggja fyrir veigamiklar og ótvíræðar málsástæður sem krefjast dómsáfellis í þessu máli, hljóta menn að viðurkenna að ástæður og forsendur eru til þess að hafna því að Ragnheiður Brynjólfsdóttir hafi gerst sek um meinsæri. Tilgátu Guðmundar Kamban verður ekki vísað á bug. Hún er tilgáta eftir sem áður, en hún hlýtur að teljast ráðandi líkur. Aðstæður og atburðarás vekja rökstuddan efa. En ef hæfa er í þessari tilgátu, er þetta stefnuákvörðun í tilvistarspekilegum skilningi í lífi þessarar ungu konu. Með þessari ákvörðun tekur hún stjórn á lífi sínu og setur því sjálf sín sjálfstæðu markmið. Þá hafnar Ragnheiður því að beygja sig, og hún ber þann hug til Daða að hún vill sameina örlög sín og hans. Hún tekur frumkvæði og forystu. Slíkur myndugleiki má heita fátíður, eða jafnvel einstakur, í lífi ungrar konu á fyrri öldum. Reiði biskups elti Daða frá stólnum, til Kaupmannahafnar og heim aftur, árum saman (Jón H. 1903:292. Jón E. 1828:30. Þórhallur 1973:101). Enn jók það á reiði biskups að nokkru áður hafði Daði, sem áður er nefnt, barn- að vinnukonu eina á staðnum: ,,...varð biskupi það með öðru til sturlunar að hann hefði tekið hina leiðustu ambátt jafnframt með dóttur sinni“ (Jón E. 1828:30). Eins og framar segir virðast tímasetningar hér villandi, en það breytir engu um reiði biskups. Brynjólfur gekk mjög harkalega að foreldrum og fjölskyldu séra Daða Halldórssonar um bætur. Hann hafði af þeim allar jarðeignir þeirra og talsvert lausafé, og þurfti Daði að leita til frænda sinna áður en greiðslum varð lokið (Jón H. 1903:292). Herra Brynjólfur tók það nærri sér, með öðru, að ekki leið lengri tími milli eiðtöku og fæðingar (Jón E. 1828:30). Nokkru síðar fékk hann bréf Friðriks konungs ,,henni til uppreisnar“, að ,,ráð hennar væri óspjallað“ (Jón H. 1903:292. Jón E. 1828:30). Örlög Brynjólfs urðu þau að hann varð að ævi- lokum yfirgefinn, sviptur niðjum og hafði séð á eftir öllum nánustu ástvin- um sínum í gröfina. Sigurður Pétursson hefur kannað latínukvæði Brynjólfs. Hann telur greinilegt að þar lýsi Brynjólfur meðal annars vitund um mistök og samviskubiti (Sigurður 2006:17). Herra Brynjólfur lagði mesta þunga í þetta mál og krafðist þess að Ragnheiður sýndi iðrun og undirgefni. Hann lagði áherslu á að ljúka mál- inu opinberlega þannig að allir mættu sjá að ekki var undan neinu vik- ist. Guðmundur Kamban segir að aflausnin 20. apríl 1662, þegar barnið er rúmra tveggja mánaða, hafi verið ,,ógurlegasti dagur í lífi Ragnheiðar Brynjólfsdóttur“ (Guðmundur 1929:55). Þá er hnífi snúið í sári – með dýpstu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.