Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 104

Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 104
ANDVARI SOFFÍA GUÐLAUGSDÓTTIR LEIKKONA 103 Næst eftir Stormum kom heilmikið skapgerðarhlutverk í Þjófinum eftir Bernstein sem hafði farið sigurför um Evrópu fyrr á öldinni og veittist að yfirdrepsskap og forréttindahroka þeirra sem meira máttu sín i samfélaginu. Þar er í Morgunblaðinu gefin þessi lýsing á túlkun Soffíu á aðalhlutverkinu, Marie Louise (26. nóv.): Líklega hefur Soffía Kvaran aldrei náð jafn föstum tökum á hlutverkum sínum. Leikur hennar var að vísu ekki óaðfinnanlegur. Hún er of hraðmælt og fljótleg þegar mikið liggur við, og missir þess vegna marks að hitta áheyrendur sína i hjartastað með orðum sínum. En það var ósvikinn kraftur og sönn tilfinning í leik hennar, þegar hún barðist eins og ljón fyrir ást sinni og virðingu manns síns í hinum miklu reikningsskilum þeirra. Í þriðja þættinum, lokasenunni, er leikur hennar oft góður. Á jólum er þessari ungu leikkonu falið annað aðalhlutverk, Margrétar í Veislunni á Sólhaugum eftir Ibsen. Valið vekur nokkra furðu, því að þetta rómantíska verk hefur aldrei verið talið í hópi bestu verka hins norska skálds; þótt bera keim af dönsku leikriti, Svend Dyhrings Hus eftir Herz. Auk þess er Margréti ætlað að vera talsvert eldri en Soffía var á þessum árum. Alþýðublaðið segir Soffíu þó eigi að síður leika af krafti og kunnáttu og Bjarni frá Vogi sem skrifar í Vísi (3. jan. 1925) segir Margréti vera af val- kyrjuætt en leikkonunni hafa tekist vel, „sem sé þó ærinn vandi, þar sem menn séu vanir að sjá þær Stefaníu Guðmundsdóttur og Guðrúnu Indriðadóttur í slíkum hlutverkum“. Hér er semsé kominn arftaki. Umsögnin um leik Soffíu er þó ekki lofgjörð ein, hún er sökuð um „teatereffekt“ og ofleik, en hafi þó allt í þetta hlutverk (Mbl. 28. des.). En Bjarni frá Vogi hafði komið inn á annað, sem eftirtekt vekur. Hann segir, að fyrir 20 árum hafi verið ógern- ingur að taka til flutnings leiki sem séu ortir í bundnu máli. Nú sé öldin önnur. Þeim hjónum, Ágústi og Soffíu, er einmitt hrósað fyrir þann flutning. Ári síðar reyndi aftur á þessa kunnáttu, þegar fyrsti ljóðleikurinn íslenski, Dansinn í Hruna eftir Indriða Einarsson, var fluttur og svo enn fremur þegar Shakespeare komst loks á íslenskt svið 1926. Tvö síðustu verkefni Soffíu þennan vetur voru annars konar. Hún var kot- roskin og kát matselja í Einu sinni var, en í Candidu, Shaws, þar sem Guðrún Indriðadóttir þótti fara á kostum í titilhlutverkinu, sýnir Soffía það að hún ræður yfir fjölbreyttum leikhæfileikum. „Yfir leik hennar nú hvílir svo sann- ur piparmeyjar-önugleika-blær að það er ógleymanlegt“. (JB. Mbl.). Hér er ekki færi að lýsa hinum ólíku hlutverkum frú Soffíu, en hins vegar er fróðlegt að sjá hvernig hún rís til þeirrar listrænu stærðar á íslensku leik- sviði, að það gat ekki án hennar verið næstu áratugi. Hér hefur verið dvalið við ástríðuhitann og geðsveiflurnar. En strengirnir voru miklu fleiri og nú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.