Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 115

Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 115
114 KJARTAN MÁR ÓMARSSON ANDVARI þessum fornvinum Íslands og þó allra helst Reykjavíkurbæjar er Skólavarðan […]. Hún er, eins og nafnið bendir ótvítrætt á, tengd við menningu þessa lands. Saga hennar, sem að nokkru leyti er skráð, en að nokkru verður að lesast milli línanna, ber vott um íslenskt lundarfar, dug og þrautseigju eins og það var hér áður þegar menn töluðu færra, en framkvæmdu þó. Þegar kröfurnar til lífs- þæginda voru naumast fæddar. Þegar mentaþráin varð að vera nægjusöm ef hún átti að fá nokkuð til að svala sér á. Fákunnáttu og heimskulegan sparnað þekkir Skólavarðan, en líka trygð og manndáð. Ber byggingarsaga hennar vott um stefnufestu, framkvæmd og óeigingirni og verður því, um leið og hún er sögulegt minnismerki Reykjavíkurbæjar, minnismerki um einstaklingstrygð og manndáð. Skólavarðan er eins og aldin móðir þessa bæjar, því framþróun bæjarins er aðallega bundin við þá áratugi sem hún hefir staðið. Til hennar gengu menn snemma á morgnana og seint á kvöldin. Frá henni sást hin dýrð- lega sólaruppkoma og hið óviðjafnanlega sólsetur og hinn fagri fjöllum lukti sjóndeildarhringur sem umlykur Reykjavíkurbæ. Hún var eftirspurð og aðsótt af öllu ferðafólki, sem til bæjarins kom. Hún var einnig leiðarvísir fyrir þá, sem sóttu lífsbjörg sína út á Faxaflóa á litlu bátunum sínum, Skólavarðan var þeim nokkurskonar viti. Hún stóð þá ein á bersvæði og þótti íturvaxin. Hver veit nema margar af þeim framkvæmdar- og framfarahugsjónum sem síðar hafa lyft þessum bæ, hafi einmitt vaknað hjá Skólavörðunni. Þar, sem land og sjór blasti við auganu, og þá um leið svo ótal margt sem þyrfti og mætti gera bæjarfélaginu og landi til gagns.1 Í gegnum tíðina hefur Skólavörðuholtið verið hápunktur borgarinnar í eigin- legum og táknfræðilegum skilningi. Það hefur verið staður innblásturs og hárra hugmynda. Þar, á skurðpunkti bæjarlífsins, hafa gömul og ný viðhorf tekist á, gamlir tímar og nýir. Segja má að íslenskur nútími taki sér kjöl- festu á holtinu og þenjist þaðan út, fyrst um höfuðstaðinn, síðar landið allt. Benedikt Hjartarson hefur bent á að „[þ]egar fjallað er um tilurð, mótun og birtingarmyndir fagurfræði nútímans […] má í senn horfa til myndun- ar stórborga, nýrra vísindakenninga og breytinga á þekkingarkerfum“ og „upplausnar rótgróinna þjóðfélagshátta“.2 Skólavörðuholtið rúmar allt þetta í senn. Í reynd er það menningarlegt átakasvæði þar sem greina má gjá í hugs- un manna, þar sem trúin á „framför“ leysir hindurvitni af hólmi, og finna má hluttekju hennar í stáli og steini. Úr holtinu má lesa sögu borgarinnar, þá viðleitni sem sprettur upp meðal framlínu- og ráðamanna hennar að lyfta „manninum“ á hærra svið tilverunnar. Segja má að fyrstu stóru skilin í sögu holtsins eigi sér stað um 1795, en þá hafði það lítið breyst frá því að Ingólfur Arnarson steig á land tæpum 800 árum fyrr. Holtið hafði allt frá upphafi dregið nafn sitt af Arnarhóli, kallaðist Arnarhólsholt og var að mestu stórgrýttur melur, með berjalandi og beitarhúsum síðar meir.3 Tildrög fyrstu hvarfanna voru þau að árið 1786 fóru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.