Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 118

Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 118
ANDVARI DYSIN, VARÐAN OG VERÐANDIN 117 ekki fyrirferðarmikið á Íslandi á 19. öld en benda má á að takmarkanir á kosningarrétti og kjörgengi voru ekki tölulega minni hér á landi en í öðrum löndum Vestur- og Mið-Evrópu.14 Því mætti ætla að fyrst um sinn hafi betri lífsskilyrði og bætt siðgæði verið ofarlega á baugi og stofnun Hólavallaskóla var eitt af fyrstu skrefunum í átt að því takmarki. Leiðin til betrunar Árið 1951 birtist grein í Lesbók Morgunblaðsins þar sem Árni Óla gerir tilraun til þess að festa upprunasögu íslenskra menntastofnana á blað. Úr greininni má lesa að stofnun Hólavallaskóla hafi verið þáttur í stærri hrær- ingum sem áttu sér stað í Reykjavík á því skeiði. Reykjavík fær kaupstaðar- réttindi því „hana átti að efla til höfuðbæar“ 1786, sama ár og smíði skól- ans var lokið, og ári síðar er einokunarverslun aflétt.15 Fleira fólk dróst að bænum þar sem það hafði meiri peninga milli handanna og bjart var yfir framtíðinni. Stofnun skólans var visst skref fram á við en helsta nýbreytnin var sú, að jafnframt því sem nýr skóli hafði verið sérstaklega reistur í höfuð- staðnum var gerð tilraun til þess að tengja skólahald á Íslandi „æðri“ mennt- un utan landsteinanna. Það átti að færa lærdóm íslenskra pilta skrefi fjær hinu geistlega og í átt að veraldlegri og vísindalegri þekkingu. Í fyrsta skipti var gengið framhjá biskupi um skipun skólameistara með nýrri reglugerð sem átti jafnframt að auka fræðilegan höfuðstól skólans. Í reglugerðinni „var svo ákveðið að enginn gæti orðið skólameistari nema sá, er hefði embættis- próf frá Kaupmannahafnarháskóla.16 Það má líta á þessa tilhögun sem vísi að vissri hugmynd um vísinda- legar framfarir. Í grein sem finnski heimspekingurinn Georg Henrik von Wright skrifar 1997 rekur hann að rót „stóru hugmyndarinnar“ um framfarir liggi í kristinni kenningu og snúist í stórum dráttum um afhelgun hennar. Hugmyndin um endurkomu Krists og lausn mannkyns er yfirfærð á mátt vísindanna. „Hin kristilega kenning um línulegt ferli mannkynssögunnar í átt að fullkomnun er afhelguð í þeirri hugmynd að mannleg skynsemi, sem finnur vísindum farveg framþróunar í tækni, muni leiða mann og samfélag í átt til meiri fullkomnunar“.17 Segja mætti að þessi tilfærsla frá heilögum anda til þess vísindalega raungerist í áherslubreytingum við skipan skóla- meistara Hólavallaskóla. Biskup sem hafði verið nær alráður fram að þessu varð nú að lúta lægra fyrir menntastofnunum og prófskírteinum við ákvarð- anatöku. Hvað sem skólapiltunum gekk til þegar þeir reistu vörðuna öðlast hún visst gildi í hugum bæjarbúa, og verður að eins konar tákni fyrir þær breytingar sem eru að eiga sér stað í bænum. Í ævisögu Charlie Chaplin segir hann frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.