Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 128

Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 128
ANDVARI DYSIN, VARÐAN OG VERÐANDIN 127 ert hús í nánd“.70 Guðjón Samúelsson aðstoðaði Einar við teikningar á fyrstu metrunum og báðir sáu þeir fyrir sér að í framtíðinni myndu fleiri opinberar byggingar, svo sem annars konar söfn, háskóli og kirkja rísa á holtinu.71 Enn birtist hugmyndin um Skólavörðuholtið sem hápunkt íslenskrar mennta starfsemi, nú hálfri öld eftir að Sigurður Guðmundsson sá fyrir sér að Skólavarðan yrði upphafið að byggð sem ætti að lyfta andanum á hærra plan. Safn Einars var aðeins upphafið að einhverju stærra. Bygging Hnit- bjarga hófst í upphafi steinsteypualdar, 1916, og var lokið fjórum árum síðar. Millibilsástandið, þar sem Reykjavík var hvorki bær né borg og Reyk vík- ingar hvorki sveitungar né stórborgarar, birtist Einari glöggt á hlaðinu uppi á holti eins og hann segir frá í endurminningum sínum: Lengi var hús verka minna einstakt og afskekkt þarna uppi í eyðiholtinu og nokkuð langt frá næstu byggð. En ég fékk líka að kenna á því að vera frumbyggjandi á eyðistað. Það var afar lítið um ró, og skal ég ekki minnast á það öðruvísi. Bærinn var í óða önn að stækka. Fólk, sem hafði átt því láni að fagna að alast upp eingöngu hjá móður náttúru og átt sína að mörgu leyti góðu og gömlu sveitamenningu, hafði yfirgefið allt, og eins og eðlilegt er, ekki undireins orðið fullnuma í ýmsum borgarsiðum, hvorki sjálft né hinir ungu afkomendur þess. Hins vegar gat ég með mína útlendu „uppskafningsmenningu“ ekki svona undir eins fellt mig við hið gamla, sem nú hafði fengið dálítið óheppilegra snið á sig í höfuðborginni. Glaður varð ég því, er ég fékk girðinguna og gat lokað að mér.72 Það er spurning hvaða „borgarsiðir“ það eru sem Einar telur að einstakling- urinn þurfi að verða fullnuma í til þess að vera boðlegur í bænum? Skyldi það vera einmitt hæfileiki nútímamannsins til að girða sig af frá umhverfi sínu eins og Einar gerir, eða áherslan á þekkinguna og sú tilhneiging að fylgja rökhugsuninni fremur en hjartanu?73 Eins mætti spyrja sig hvað það feli í sér að vera fullnuma í þeim siðum. Það má vera að það finnist ekki einhlít svör við þessum spurningum en ætla má að það tengist andstæðunum sem hann stillir upp á milli gömlu innlendu sveitamenningarinnar og út- lendu „uppskafningsmenning[arinnar]“ sem hann eignar sjálfum sér innan gæsalappa. Það sem á sér hér stað er greinileg skipting í andstæður. Til eru þeir sem kunna að haga sér eins og stórborgarar í stórborg og svo eru það hinir sem ganga um óalandi, óferjandi, óráðandi, eins og skynlausar skepnur úti í haga. Það jaðrar við að maður dragi beina samlíkingu milli lýsinga Benedikts Gröndal á hrossunum sem ráfa stefnulaus um göturnar, étandi upp úr rusla- tunnum, og þeirra sem Einar Jónsson telur sig þurfa að girða frá holtinu. Eins má benda á það að þrátt fyrir að Einar kjósi að setja útlendu uppskafn- ingsmenninguna innan gæsalappa í eins konar fagurfræðilegu fjarlægingar- skyni – líkt og til að segja: ég er ekkert betri en almúginn, en ég er það samt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.