Fréttablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 16
Í vikunni þurfti Englands- banki að grípa til tafarlausra neyðarráðstafana til að afstýra falli helstu lífeyrissjóða Bretlands. Ástæður þessarar skyndilegu ógnar voru eftir- köst þess að Kwasi Kwarteng, fjármálaráðherra í ríkisstjórn Liz Truss, kynnti áform um stórfelldar skattalækkanir og aukin ríkisútgjöld. Fjármálaráðherrann tilk y nnti markmið um 2,5 prósenta hagvöxt í Bretlandi og ætlunin er að ná því með því sem á íslensku má kalla framboðshagfræði (e. supply-side economics) og felst í stórum drátt- um í því að auka eftirspurn í hag- kerfinu, draga úr kostnaði og hvetja þannig til aukinnar framleiðslu. Fjárfesting í atvinnulífinu í Bret- landi er sú lægsta meðal sjö stærstu iðnríkja heims, 10 prósent á meðan meðaltalið hjá G7 er 14 prósent. Lítil fjárfesting í atvinnulífinu er að mati ríkisstjórnarinnar ástæðan fyrir allt að helmingi þess bils sem er á milli framleiðni í Bretlandi annars vegar og Þýskalandi og Frakklandi hins vegar. Kwarteng tilkynnti að hann myndi falla frá skattahækkunum sem Rishi Sunak, fyrrverandi fjár- málaráðherra í ríkisstjórn Boris Johnson, hafði boðað. Misjöfn viðbrögð Óhætt er að segja að þessar tillögur hafi fengið misjöfn viðbrögð. Þetta er harðasta frjálshyggjustefna sem sést hefur í Bretlandi frá því að járn- frúin, Margaret Thatcher, var við völd fyrir þremur til fjórum ára- tugum. Ýmsir hafa fagnað þessari stefnu. Allister Heath, ritstjóri Daily Tele- graph, sem er mjög hliðhollt Íhalds- f lokknum, segir: „Þetta er besta fjármálaáætlun sem breskur fjár- málaráðherra hefur kynnt. Skatta- lækkanirnar eru svo miklar og djarfar, framsetningin svo einstök að ég þurfti að klípa sjálfan mig til að fullvissa mig um að mig væri ekki að dreyma.“ Mark Littlewood, forstöðumaður The Institute for Economic Affairs, segir: „Þetta er ekki brauðmola- áætlun heldur vaxtaráætlun. Það er endurnærandi að heyra fjármála- ráðherra tala af ástríðu um mikil- vægi hagvaxtar.“ Bretland þriðja heims ríki Ekki eru þó allir svona hrifnir. Martin Wolf, hinn virti viðskipta- ritstjóri Financial Times: „Þetta mun ekkert gera til að efla hagvöxt í nánustu framtíð en getur haft í för með sér alvarlega kerfis- áhættu fyrir allt hagkerfið. Það er hneyksli að ekki skuli hafa verið leitað eftir mati á áhrifum aðgerð- anna hjá þeirri deild fjármálaráðu- neytisins sem ber ábyrgð á ábyrgum fjárlögum. Verið getur að þessari ríkisstjórn sé nákvæmlega sama um það hve erfiður raunveruleikinn er. En raunveruleikinn verður venju- lega ofan á að lokum.“ Larry Summers, fyrrverandi fjár- málaráðherra Bandaríkjanna: „Ég held að Bretlands verði minnst fyrir að hafa rekið verstu ríkisfjármálastefnu nokkurs af stærri ríkjum heimsins í háa herr- ans tíð … mér þykir leitt að segja það en ég held að Bretland sé á vissan hátt að hegða sér eins og nýmark- aðsríki sem er staðráðið í að breyta sér í þriðja heims ríki.“ Gus O’Donnell, fyrrverandi ritari ríkisstjórnarinnar (cabinet secret- ary – æðsti embættismaður stjórn- kerfisins): „Ég hef aldrei séð svona umfangs- mikinn örvunarpakka. Þegar Eng- landsbanki er að hækka vexti er eins og verið sé að keyra hagkerfið með handbremsuna á og bensínið í botni. Ekki ákjósanlegt.“ Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur gagnrýnt aðgerðirnar og sagt þær stofna ríkisfjármálum Bretlands í voða og skapa alvarlega kerfis- áhættu. Markaðir hafa brugðist ókvæða við efnahagsáætlun ríkisstjórnar Liz Truss. Breska pundið féll eins og blýklumpur. Breskir verðbréfa- markaðir lækkuðu mjög og bresk ríkisskuldabréf (Gilt) féllu í verði, raunar svo mjög að Englandsbanki varð að grípa inn í með neyðarað- gerðum og tilkynna stórfelld kaup á ríkisskuldabréfum til að halda uppi verði þeirra. Tilefni kaupanna var að breskir lífeyrissjóðir eru stórir fjárfestar í ríkisskuldabréfum og mikil lækkun þeirra varð til þess að áhlaup var hafið á sjóðina og margir stærstu sjóðir Bretlands hefðu getað fallið án inngripa Englandsbanka. Englandsbanki mun nú kaupa ríkisskuldabréf fyrir 65 milljarða punda (10.300 milljarða króna) á næstu dögum til að tryggja lausa- fjárstöðu lífeyrissjóða. Þetta er ekkert annað en seðlaprentun sem vinnur gegn vaxtahækkunarferli sem hafið er. Því má segja að spár um alvar- lega kerfisáhættu vegna efnahags- aðgerða hinnar nýju ríkisstjórnar hafði þegar raungerst og hlýtur það að vera einhvers konar heimsmet að koma ríkisfjármálum og efnahag Bretlands nánast á hliðina á nokkr- um dögum, en það er nákvæmlega það sem Liz Truss og ríkisstjórn hennar hefur tekist að gera. Stystu hveitibrauðsdagarnir Átrúnaðargoð Liz Truss er Margaret Thatcher, sem komst til valda 1979 þegar Bretland var á vonarvöl – „sjúki maðurinn“ í Evrópu. Thatcher greip til aðgerða sem endurreistu efnahag Bretlands, en alls ekki sársaukalaust. Raunar urðu ýmsir þjóðfélagshópar illa fyrir barðinu á umbótum Thatcher og mörg þau sár eru enn ógróin. Ekkert slíkt ástand er til staðar í Bretlandi nú – hvað sem verður fái Liz Truss að keyra efnahagsstefnu sína óáreitt í nokkur ár. Hugmynda- fræði og aðferðir Thatcher eru ekki einungis gagnslausar nú heldur virðast beinlínis stórhættulegar. Hvað sem öllu líður virðist Liz Truss hafa fengið stystu hveiti- brauðsdaga nokkurs forsætisráð- herra í sögu Bretlands. Þeir eru liðnir. Hvað er það sem veldur því að Íhaldsf lokkurinn tekur þá gífur- legu áhættu sem felst í því að setja fram fjármálaáætlun sem ógnar grunnstoðum fjármálastöðugleika í Bretlandi? Pau l Mor t imer-Lee, v ir t u r hagfræðingur sem gegnt hefur ábyrgðarstöðum meðal annars hjá Englandsbanka og Alþjóðagjald- eyrissjóðnum, er ekki í minnsta vafa um skýringuna. Hann segir að til að ná tökum á ríkisfjármálunum verði að draga úr viðskiptahalla og fjárlagahalla. Hið fyrra kallar á lægra gengi pundsins og hið síðara á skattahækkanir og/eða samdrátt útgjalda. Staðan sé hins vegar sú að nú stefni í að Íhaldsf lokkurinn tapi næstu þingkosningum. Skatta- hækkanir muni ekki breyta þeirri stöðu. Hann telur því að skattar verði lækkaðir og útgjöld skorin niður í ýmsum málaflokkum. Snúa baki við ríkisstjórninni Enn sem komið er sést lítið til niður- skurðar á útgjöldum. Íhaldsflokk- urinn ætlar að taka lán til að lækka skatta, aðallega hjá þeim efnameiri og tekjuhærri, auk þess sem slegið verður lán fyrir orkupakkanum sem kostar 60 milljarða í vetur. Paul Mortimer-Lee, Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn, Larry Summers og f leiri telja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af þeirri kerfisáhættu sem þetta kallar yfir Bretland og getur hæglega smitast til annarra landa. Ekki virðist efnahagspakkinn hafa bætt útlitið fyrir Íhaldsmenn í næstu kosningum, ekki enn sem komið er hið minnsta. Í gær sýndu skoðanakannanir að Verkamanna- flokkurinn hefur að jafnaði næstum 25 prósenta forskot á Íhaldsflokk- inn og myndi því taka við stjórnar- taumunum ef kosið væri nú. n Hættulegur og vanhugsaður efnahagspakki Helstu atriði efnahagspakka Liz Truss Tekjuskattur einstaklinga: n Grunnþrepið lækkar úr 20 í 19 prósent. n Ríkisstjórnin reiknar með að þetta færi 170 pund (27 þúsund krónur) á ári í vasa 31 millj­ ónar einstaklinga. n Efsta þrepið (45 prósent á árstekjur yfir 150 þúsund pundum (23,7 milljónir króna)) verður afnumið og einungis tvö þrep verða í gildi. Efra þrepið, sem gildir um árstekjur yfir ríflega 50 þúsund pund (8 milljónir króna), verður 40 prósent. Tryggingagjald: n Nýleg hækkun verður dregin til baka. n Fallið verður frá innleiðingu nýrrar álagningar sem renna átti til reksturs NHS, heilbrigðis­ kerfisins. Fyrirtækjaskattar: n Fallið verður frá hækkun tekjuskatts fyrir­ tækja úr 19 í 25 prósent. Félagsleg aðstoð: n Reglur varðandi rétt til atvinnuleysisbóta og bóta til þeirra sem eru í hlutastarfi verða hertar. Fjárfestingar: n Fjárfestingar fyrirtækja upp að 1 milljón punda (158 milljónum króna) verða að fullu frádráttarbærar frá skatti. n Reglum verður breytt til að lífeyrissjóðir geti fjárfest meira í Bretlandi en nú er. n Skattafrádráttur til fjárfesta í nýjum fyrirtækj­ um hækkar í 250 þúsund pund (40 milljónir króna). n Heimild til kaupréttar til starfsmanna í fyrir­ tækjum hækkar úr 30 þúsund pundum í 60 þúsund (4,7 til 9,4 milljónir króna). Stimpilgjöld í fasteignaviðskiptum: n Engin stimpilgjöld verða upp að 250 þúsund pundum (40 milljón krónum) og fyrir fyrstu kaupendur verða engin stimpilgjöld á fyrstu 425 þúsund pundunum (67 milljónum króna). Orkukostnaður: n Orkuverð verður fyrst og telur ríkisstjórnin að þetta muni lækka verðbólgu um fimm pró­ sentustig. n Heildarkostnaður við þetta er talinn verða 60 milljarðar punda (9.500 milljarðar króna) frá október 2022 til mars 2023. Bankabónusar: n Engar takmarkanir verða á bónusum í banka­ kerfinu. Verslun: n Erlendir ferðamenn geta verslað án þess að greiða virðisaukaskatt. n Fallið verður frá fyrirhuguðum hækkunum á opinberum gjöldum á allt áfengi. Innviðir og opinber fjárfesting: n Ríkisstjórnin hyggst skilgreina 38 svæði á Eng­ landi sem sérstök uppbyggingarsvæði. n Skattar verða lækkaðir og dregið úr skipu­ lagskröfum vegna lóða sem ætlaðar eru undir byggingar fyrir íbúðir og atvinnuhúsnæði. n Með lagasetningu verður fallið frá ýmsum kröfum um umhverfismat til að flýta fyrir uppbyggingu. Verkalýðsmál: n Settar verði reglur sem tryggi lágmarks­ þjónustu þrátt fyrir verkföll í almennings­ samgöngum. n Lagasetning um að skylda verkalýðsfélög til að láta alla félagsmenn kjósa um launatilboð áður en hægt sé að boða verkföll. Liz Truss, sem tók við embætti forsætisráðherra 6. september síðastliðinn, Stendur í kröppum dansi vegna efnahagspakka ríkisstjórnar hennar. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA EFE Efnahagspakki Kwasi Kwarteng hefur þegar orðið til þess að Englandsbanki varð að grípa til neyðarað­ gerða til að afstýra falli lífeyrissjóða. Ólafur Arnarson olafur @frettabladid.is 16 Fréttir 1. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐFRÉTTASKÝRING FRÉTTABLAÐIÐ 1. október 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.