Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.10.2022, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 01.10.2022, Qupperneq 20
Formenn sambands- ins í þjálf- aratíð Arnars hafa verið fljótir að hlaupa í felur í erfiðum málum. Raunhæfur möguleiki er á að þessir ökumenn verði áfram í Formúlu 1 á næsta ári en síðustu sex keppnishelgarnar munu skera úr um það. Ekki er hægt að túlka tíðindi vik­ unnar frá Knattspyrnusambandi Íslands öðruvísi en vantraust til Arnars Þórs Viðarssonar. Á mánu­ dag greindi sparkspekingurinn Mikael Nikulásson frá því að Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, hefði ætlað að ráða Heimi Hall­ grímsson til starfa í sumar. Um leið og það kom fram sendi Fréttablaðið fyrirspurn á Vöndu, fyrstu viðbrögð sambandsins bentu til þess að þessar sögur væru á rökum reistar. Svarið kom svo tveimur sólar­ hringum seinna þar sem Vanda stað­ festir að hafa fundað með Heimi. Arnar Þór hafði ekki hugmynd um þá staðreynd að það hefði staðið tæpt að hann yrði rekinn úr starfi. Arnar fékk aðeins veður af því degi eftir sinn besta leik í starfi. Óvíst er hvaða áhrif það hefur á Arnar í starfi að vita að formaður sambandsins íhugaði það mjög alvarlega að reka hann úr vinnunni í sumar. Arnar hefur auðvitað ekki verið vinsæll í starfi en síðustu leikir hafa bent til þess að hann sé á réttri leið. Það er í tísku í dag að vera illa við Arnar en hafa skal í huga öll þau verkefni sem hann hefur fengið í hendurnar og nánast verið látinn tækla einn. Formenn sambandsins í þjálfara­ tíð Arnars hafa verið fljótir að hlaupa í felur í öllum þeim erfiðu málum sem sambandið hefur tekist á við. Nú síðast þegar Arnar valdi síðasta landsliðshóp. Íslendingar hefðu margir hverjir viljað fá Heimi aftur til starfa en það er óþægilegt fyrir einstakling sem er í vinnu að frétta af því í gegnum fjöl­ miðla að yfirmaður þinn íhugaði að reka þig úr starfi. Málið er óheppilegt og gæti haft áhrif til framtíðar. n Vantraust Vöndu til Arnars Þórs n Utan vallar Hörður Snævar Jónsson hordur @frettabladid.is hordur@frettabladid.is FÓTBOLTI Enska úrvalsdeildin fer aftur af stað í dag eftir nokkurt hlé en búast má við miklum látum um helgina þegar tveir stórleikir fara fram. Allt byrjar þetta með hvelli í hádeginu í dag þegar grannaslagur­ inn í Norður­Lundúnum fer fram. Tottenham heimsækir þá Arsenal en bæði félög hafa farið af stað með miklum ágætum í deildinni. Arse­ nal situr á toppi deildarinnar með 18 stig en Tottenham er aðeins einu stigi á eftir og getur krækt í topp­ sætið, um stund hið minnsta. Arsenal varð fyrir nokkru áfalli í aðdraganda leiksins en Emile Smith Rowe, miðjumaður liðsins, þurfti að fara í aðgerð vegna meiðsla og verður frá í tvo mánuði. Dejan Kulusevski, leikmaður Tottenham, er einnig að glíma við meiðsli og er tæpur fyrir leikinn mikilvæga. Á sunnudag fer fram annar grannaslagur þegar Man­ chester­liðin mætast í orustu á Ethiad­vellinum þar í borg. Ma nchester United heimsækir þá Manc­ hester City. Flestir búast v ið sig r i þeir ra bláu en spilamennska Ma nche st er United hefur ver ið bet r i undanfarið eftir er f iða byrjun. City er í öðru sæti deildarinnar með 17 stig en United er með 12 stig eftir fjóra sigra í röð, liðið á leik til góða á efstu lið deildarinnar. Erling Haaland, framherji City, hefur farið frábærlega af stað í deildinni og hefur skorað 11 deildarmörk í sjö deildarleikjum og það gæti reynst United erf­ iður leikur að stöðva hann. Liver pool sem hef u r verið í hópi bestu liða Evr­ ópu undanfarin ár hefur hikst að í upphafi tíma­ bils. Liðið tekur á móti Brighton um helgina sem leikur í fyrsta s i n n u n d i r stjórn Roberto De Zerbi. Nýi þjálfari Brighton er þekktur fyrir að spila mjög áhættu­ saman fótbolta og það gæti hentað Mohamed Salah og liðsfélögum hans vel á Anfield. n Nágrannaslagir af bestu gerð í beinni Eftirspurnin eftir ökumanns­ sæti í Formúlu 1 er meiri en framboðið. Nýir ökumenn vilja komast að á meðan aðrir berjast um að halda sæti sínu. aron@frettabladid.is FORMÚLA 1 Nú þegar aðeins sex keppnishelgar eru eftir af yfirstand­ andi tímabili í Formúlu 1 virðast úrslitin ráðin. Max Verstappen er með níu fingur á heimsmeistaratitl­ inum og þá er Red Bull Racing með þægilegt forskot á andstæðinga sína. Að sama skapi virðist rásröðin fyrir næsta tímabil að mestu ljós en getgátur eru uppi um framtíð tveggja ökumanna. Daniel Ricciardo, hinn reynslu­ mikli ökumaður McLaren, fær ekki áframhaldandi sæti hjá liðinu á næsta tímabili eftir að tilkynnt var um komu Oscar Piastri. Þá er orðrómur á kreiki um að Mick Schumacher, sonur Formúlu 1 goðsagnarinnar Michael Schu­ macher fái ekki áframhaldandi sæti hjá bandaríska liðinu Haas. Þegar kemur að lausum öku­ mannssætum fyrir næsta tímabil hafa flestöll liðin fyllt sín sæti. Alp­ ine og Williams eru hins vegar opin­ berlega með laust sæti fyrir næsta tímabil og þá þykir nokkuð líklegt að sæti losni hjá Haas og Alpha Tauri með hreyfingu núverandi ökumanna liðanna. Daniel R icciardo, Ástralinn síbrosandi sem hefur verið hluti af Formúlu 1 síðan árið 2011, er ekki reiðubúinn til þess að yfirgefa mótaröðina. Hann segist reiðubú­ inn að taka sæti varaökumanns ef ekkert aðalsæti býðst. Maðurinn með sögufræga nafnið, Mick Schumacher, stendur á kross­ götum. Forráðamenn Haas virðast vera að missa trúna á Þjóðverjanum unga og þá virðist samband Schu­ macher við ökumannaakademíu Ferrari vera að renna sitt skeið, hann verður því frjáls ferða sinna með öllu í fyrsta skipti á ökumanns­ ferli sínum. Raunhæfur möguleiki er á að þessir ökumenn verði áfram í Formúlu 1 á næsta ári en síðustu sex keppnishelgar tímabilsins munu skera úr um það. Árangur í keppn­ um skiptir miklu máli í Formúlu 1, Ricciardo og Schumacher hefur ekki tekist að skila af sér stöðugum frammistöðum og það er þess vegna sem lið eru ekki að stökkva á þá um leið og færi gefst. Verkefnið gerist ekki erfiðara fyrir þessa tvo ökumenn en núna á sunnudaginn þegar keppt verður á erfiðri götubraut við afar erfiðar aðstæður í Singapúr. Spáð er rign­ ingu sem gerir verkefnið erfiðara fyrir ökumenn en við venjulegar aðstæður eru ökumenn að missa á bilinu þrjú til fjögur kíló við að keyra heila keppni í Singapúr. Formúla 1 er mótaröð sem er mjög fljót að verðlauna fyrir góðan árangur en ef þér skrikar fótur, gerir mistök, er hún einnig fljót að refsa. Hvort verður það fyrir þessa tvo ökumenn? Næstu mánuðir munu leiða það í ljós. n Berjast fyrir áframhaldandi þátttöku sinni í Formúlu 1 Erling Braut Haaland spilar sinn fyrsta granna slag í Manchester ÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 1. október 2022 LAUGARDAGUR Mick Schumacher og Daniel Ricciardo vilja báðir halda sæti sínu í Formúlu 1 en tekst þeim að landa áframhaldandi sæti í mótaröðinni fyrir næsta tímabil? FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Leikir helgarinnar: Laugardagur: n 11.30 Arsenal - Tottenham n 14.00 Bournemouth - Brentford n 14.00 Crystal Palace - Chelsea n 14.00 Fulham - Newcastle n 14.00 Liverpool - Brighton n 14.00 Southampton - Everton n 16.30 West Ham - Wolves Sunnudagur: n 13.00 Manchester City - Manchester United n 15.30 Leeds United - Aston Villa Mánudagur: n 19.00 Leicester City - Nottingham Forest Baráttan um Norður-Lundúnir fer fram í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY KAUPUM BLEIKU SLAUFUNA Sýnum lit á bleikaslaufan.is og á sölustöðum um allt land 1. – 20. október LíFIÐ E að ALA UPP BÖRN OG KANNSKI BARNABÖRN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.