Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.10.2022, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 01.10.2022, Qupperneq 30
manndóm í mér að verða edrú fyrir fermingu barnsins. Ég náði að borga salinn og skreytingarnar og reyndi að standa mig. Börnin höfðu verið í fóstri hjá mömmu þegar bróðir minn var að alast upp og þessi dýrmæta tenging orðið,“ segir Ásdís, sem vildi sýna þakk- læti í verki fyrir að barnið væri aftur komið í fjölskylduna. „Pabbi fermingarbarnsins var í fangelsi á þessum tíma en fékk leyfi til að koma í veisluna. Ég kunni ekkert að takast á við tilfinningar mínar. Þetta átti ekkert að vera svona, þegar hann fæddist og var lítill,“ segir Ásdís, sem segir aðstæð- urnar hafa fyllt sig miklu vonleysi. „Ég bara féll, hafði engan grunn til að takast á við þessar tilfinningar.“ Ekki bara vond, heldur verst Ásdís kynntist þriðja barnsföður sínum, eins og hún lýsir því sjálf, í rugli. „Hann reykti gras en sjálf var ég í harðari efnum. Við vorum þó alltaf í samskiptum af og til enda allir aðrir búnir að loka á mig. Hann var kannski eðlilegasta manneskjan sem ég var í samskiptum við, þessi maður sem snerti ekki sprautur og slíkt. Hann var bara rólegur og mikið heima, hann átti heimili og ísskáp og ég þekkti orðið bara ekk- ert slíkt.“ Morfín var efni Ásdísar allt frá tvítugu og með því sprautaði hún sig. Hún notaði örvandi efni og mor- fín í bland. „Ég var hætt að þola þetta líf á götunni og tók ítrekað of stóra skammta til að reyna að stytta dvöl mína í þessum heimi. Þetta var alveg ótrúlega vonlaust. Það var meira að segja búið að henda mér út úr húsnæði fyrir fólk í neyslu. Ég hugsaði með mér: „Þetta húsnæði var gert því einhvers staðar verða vondir að vera og ég er greinilega ekki bara vond – ég er verst.“ Eitthvað varð að breytast Staðan var augljóslega napurleg og eins og Ásdís sjálf segir þá gekk ekkert heldur að drepa sig. Eitthvað varð að breytast. „Ég átti svo samtal við fíknigeð- lækni á Landspítalanum sem kom mér inn í hugræna atferlismeðferð. Ég ákvað að láta á það reyna að vera edrú og fara rólega í sakirnar,“ segir Ásdís, sem fékk leigt herbergi og naut aðstoðar teymis á Landspítala þangað sem hún sótti daglega lyf til að hjálpa sér við erfið fráhvörfin. „Þá var ég komin með ADHD-grein- ingu og einhvern veginn gekk þetta, mjög rólega.“ Ásdís fór aftur að hitta manninn sem hún lýsti sem þeim eðlilegasta í kringum sig, manninn sem átti ísskáp og heimili. „Hann vildi líka taka til í sínu lífi og hætti að reykja gras. Ég flutti til hans og við vorum í pínulítilli kúlu, Það voru fagnaðarfundir þegar Ásdís heimsótti Mánaberg eftir að hafa útskrifast þaðan í upphafi árs. Þar hitti hún Arnbjörgu Eddu, ráðgjafa sinn og Huldu L. Blöndal, forstöðukonu heimilisins. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Ég gat ekki hugsað mér að leggja það á lítið barn. Ég er búin að upplifa þessi fráhvörf sjálf.  Örsmáu tví- burarnir Þór og Viktor fengu að kúra í mömmu- fangi á Vöku- deildinni. MYND/AÐSEND Bræðurnir Guðni og Þór eru samrýndir enda stutt á milli þeirra. MYND/AÐSEND ég nýtti mér það sem ég hafði lært í AA, fór ekki á gömlu staðina, fór aldrei niður í Mjódd um mánaða- mótin og ekkert niður í miðbæ.“ Ráðlagt að fara í þungunarrof Ásdís var á þessum tíma komin með slæma lifrarbólgu sem hún fékk svo meðferð við árið 2018 og er laus við hana í dag. „Við vorum búin að vera í sambúð og ég að standa mig þónokkuð vel í rúmlega ár, þegar ég komst að því að ég væri ólétt. Ég veit ekki einu sinni hvernig mér datt í hug að taka óléttupróf, enda hafði ég ekki farið á blæðingar í nokkur ár,“ segir Ásdís, sem þarna var 39 ára gömul. Ásdís viðurkennir að það hafi verið ákveðið áfall að vita að hún væri með barni og meðgangan hafi tekið á. „Ég hafði verið á Subaxone sem er ákveðin viðhaldsmeðferð og einnig á þunglyndislyfjum. Ég tók ákvörðun um að hætta á hvoru tveggja, fyrir hann,“ segir Ásdís, og á þá við son sinn sem í dag er fimm ára. „Subaxone er gervimorfín og ef ég héldi áfram að taka það á með- göngunni yrði hann háður því og þyrfti að fara í gegnum fráhvörf eftir fæðingu. Ég gat ekki hugsað mér að leggja það á lítið barn. Ég er búin að upplifa þessi fráhvörf sjálf.“ Ásdís hætti á báðum lyfjum og eins kom í ljós að blóðflokkar for- eldranna ættu illa saman. „Mér var ráðlagt að fara í fóstureyðingu enda væri meðgangan hættuleg og allt gæti gerst. En mér fannst hann vera kraftaverk. Ég hélt ég myndi ekki eignast f leiri börn. Það átti ekki að geta gerst eftir alla neysl- una og ég hélt að guð væri búinn að úthýsa mér. Ég lít svo á að mitt líf og líf þessa sonar míns sé sam- vaxið. Hann er kraftaverkabarn sem bjargaði lífi mínu.“ Sonurinn ástin í lífinu Sonurinn, Guðni, sem fæddist á 35 viku þurfti í framhaldi að fara í nokkrar blóðskiptiaðgerðir vegna fyrrgreinds vanda. „Hann var lengi á spítalanum og mín staða var slæm. Barnsfaðir minn átti í vanda og við hættum saman á meðan ég var ólétt og það gekk ekkert fyrir mig að redda mér íbúð.“ Ásdís fékk inni í Kvennaathvarf- inu, þar sem hún fékk í fyrsta sinn fræðslu um áhrif ofbeldissambanda og varði öllum vökustundum á spítalanum hjá syninum næstu fimm vikur. „Hann var ótrúlega sterkur og braggaðist hratt. Það var eins og ég hefði fengið tvö líf í einu lífi,“ segir Ásdís einlæg, og á við að hennar líf hafi endurskapast með fæðingu Guðna. Ásdís dvaldi í Kvennaathvarfinu þar til faðir sonarins kom aftur inn í líf þeirra. „Við fórum bara að búa saman aftur – þetta var allt mjög alkóhólískt,“ segir Ásdís og hlær örlítið taugaveikluðum hlátri. „Hann var edrú, nýskriðinn undan sænginni. Ég var í vikulegum við- tölum hjá lækni og áfram mikið í minni búbblu. Ég reyndi að styrkja tengslin við fjölskylduna og þetta gekk rosa vel. Guðni var ástin í lífi mínu og ég ætlaði ekki að láta neitt koma upp á milli mín og hans, þótt það væri pabbi hans. Ég og hann vorum farin að vaxa í sundur, enda vildi hann aldrei leita sér hjálpar og þau fræ sem hafði verið sáð hjá mér í Kvennaathvarfinu voru farin að segja til sín.“ Aftur barnshafandi Þegar Guðni var í kringum tveggja ára hafði Ásdís, sem hafði upplifað sig fjárhagslega háða barnsföður sínum, samband við Félagsþjónust- una í leit að íbúð, hún ætlaði að slíta sambandinu. „Það eru ekki mörg úrræði til að grípa konur í þessari stöðu. En svo varð ég bara ólétt aftur.“ Ásdís segir barnsföðurinn hafa lofað öllu fögru og þó áfallið hafi verið mikið hafi hún huggað sig við að gaman væri fyrir Guðna að eignast lítið systkin. „Þegar ég fór til læknis var ég komin 14 vikur á leið og í ljós kom að um tvíbura væri að ræða,“ segir Ásdís og lýsir geðshræringunni sem þeim fréttum fylgdi. „En við fórum bara að leita að stærri íbúð og svo framvegis. Ég var auðvitað stressuð en ég var þó í betra líkamlegu formi þarna en þegar ég gekk með Guðna.“ Í 20 vikna sónar kom í ljós blóð- leysi hjá tvíburunum og ákveðið var að Ásdís færi til Svíþjóðar í blóðgjöf og hún var vöruð við að fæðingin gæti þá farið af stað. Eins kílóa tvíburar „Þegar ég er komin tæpar 26 vikur fæddust þeir úti í Svíþjóð.“ Eftir nokkurra klukkustunda aðgerð þar sem reynt var að gefa tví- burunum blóð var ákveðið að taka þá með keisara, enda annar þeirra hætt kominn. „Þetta var rosalega trámatísk reynsla og þegar ég vaknaði vissi ég ekkert hvar ég var, en börnin voru ekki lengur innra með mér. Ég var svo keyrð að sjá þá, þá var annar tví- burinn í aðgerð en hinn var vaxtar- skertur eftir að hafa ekki fengið nægilega næringu úr naflastreng.“ Tvíburarnir voru eineggja: Viktor tæpt kíló og Þór 1.2 kíló. Ásdís lýsir því hvernig þeir hafi passað í sitt hvorn lófann, alsettir slöngum. „Þór var alltaf á f leygiferð og hefur varla stoppað frá því hann fæddist. En Viktor var sá rólegi. Það var svo skemmtilegt hversu ólíkir þeir voru strax.“ Hann dó í fangi mínu Móðir og börn voru í Svíþjóð í 10 daga þar til þau fengu að fara heim. „Þeir voru sendir með sjúkraflugi en ég fór með venjulegu flugi,“ segir Ásdís og viðurkennir að flugið hafi reynt á móðurina. Í framhaldi tók við tími á Vökudeild þar sem Ásdís f lakkaði á milli heimilis og Vöku- deildar og deildi tímanum sínum á milli þriggja ungra sona. „Þeir voru svo sterkir og duglegir en ég hafði aldrei séð svona pínu- lítil kríli. Þetta gekk allt rosalega vel en Viktor, sem þrátt fyrir að vera minni tvíburinn hafði sýnt svo miklar framfarir, hafði verið fyrri til að hætta með súrefni og byrja að drekka pela og taka snuð, fékk þá sýkingu.“ Viktor hafði fengið NEC sýk-  30 Helgin 1. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.