Fréttablaðið - 01.10.2022, Page 32

Fréttablaðið - 01.10.2022, Page 32
Eitt barnaher- bergjanna í Mánabergi þar sem börn frá 0 til 12 ára dvelja. Börn Ásdísar dvöldu á Mána- bergi með 20 ára millibili og vildi svo til að þau fengu sama herbergið og það ýfði upp gömul sár hjá Ásdísi. Leikherbergi barnanna á annarri hæð í Mánabergi. Söfnun stendur nú yfir til að endurnýja ýmsa hluti á heimilinu sem er komið til ára sinna. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI  ingu í magann sem er algeng hjá fyrirburum. „Þetta var mikið sjokk enda hélt ég að allt væri orðið nokkuð öruggt. Þessi sýking kemur yfirleitt fyrstu fjórar vikurnar en hann var orðinn fimm vikna.“ Aðgerð var ekki möguleiki og nýburinn brást ekki vel við sýkla- lyfjunum, hann lést þremur dögum eftir að sýkingin uppgötvaðist. „Hann dó í fangi mínu og það var það erfiðasta sem ég hef nokkurn tíma farið í gegnum,“ segir Ásdís og það er augljóst að það tekur á að rifja þessa stund upp. Þeir þurftu bara mig „Ég var gríðarlega hrædd eftir þetta. Ég var hrædd um að missa Þór og Guðna. Ég upplifði ofsakvíðaköst og var mjög hrædd við sýkingar. Ég var þó dugleg við að nýta mér að tala við prestinn og félagsráðgjafann,“ segir hún. „Hér áður fyrr þegar eitthvað minna en þetta gerðist hefði ég allt- af farið út og dottið í það og horfið. Það var ekki valkostur þarna. Ég gat hvorki látið pabbann um strákana né komið þeim í pössun. Þeir þurftu bara mig.“ „Systir mín kom í bæinn og var dugleg að hjálpa mér. Það komu dagar eftir jarðarförina sem ég bara gat ekki farið á spítalann og þá fór hún í minn stað. Viktor dó þann 16. nóvember 2019 og Þór kom heim á Þorláks- messu. „Fyrsta árið fannst mér ég sjá hann við hlið Þórs og hélt að ég væri að missa vitið,“ segir Ásdís, sem átti lengi erfitt með að sjá tvíbura og tvíburakerrur. Eftir að Þór var útskrifaður af Vökudeild féll faðir drengjanna aftur. „Hann bara datt í það, þann- ig tæklaði hann þetta. Ég gerði það ekki enda var ég búin að læra að tjá mig, lækningin er í tjáningunni. Ég bara talaði og talaði og það hélt mér í lagi. Ég hugsaði: Ég á þessa tvo yndislegu litlu stráka mína.“ Fjölskyldan einangraðist Þessi jól setti Ásdís barnsföður sínum stólinn fyrir dyrnar. „Ég segi við hann að hann geti ekki reykt gras inni á heimilinu og hann lamdi mig – með litla fyrir- burann minn í fanginu.“ Þá fékk hún endanlega nóg, kallaði til lög- reglu og flutti út með drengina. Ásdís flutti með þá í leiguíbúð og á sama tíma skall heimsfaraldur á. „Þór var með óþroskuð öndunar- færi og ég óttaðist enn allar sýkingar og þar af leiðandi einangruðumst við mikið. Ég hætti að mæta á viku- legu fundina á spítalanum til að fá minn stuðning og tók þá frekar símleiðis. Ég sótti mér ekki áfalla- ráðgjöf, stuðningsnetið minnkaði og við vorum mikið þrjú heima. Lífið varð svo skrítið. Pabbinn sótti mikið í okkur og kom og fór.“ Eitt og hálft ár leið á þessum nótum eða þar til atburður sá varð sem orsakaði að litla fjölskyldan f luttist á Mánaberg, þangað sem Ásdís hafði áður komið með fyrstu börnin sín tvö. Og í framhaldi misst þau. „Ég var bara að drukkna í daglegu lífi. Guðni var orðinn erfiður og ég skildi ekkert hvers vegna. Ég var bara rjúkandi rúst, það láku bara tár hér og þar og var orðin mjög þung- lynd, mjög einangruð með óunnin áföll á bakinu og barnsföður minn sífellt inni á gafli. Ég kunni ekki að setja mörk og hafði engin verkfæri til að vinna úr mínum málum. Þetta gat ekkert gengið svona lengur og ég gat þetta ekki meir. Ég var búin að bíða eftir aðstoð hjá Félagsþjón- ustunni en í Covid lengdust allir biðlistar og kerfið sprakk. Ég var komin á þann stað að mig langaði hreinlega að deyja. Mér fannst ég hræðileg mamma og hugsaði með mér að þetta væri allt misskilningur, mér væri ekkert ætlað þetta hlut- verk. Vanmátturinn tók yfir.“ Fallið afdrifaríka „Þetta var á fimmtudegi, ég man það alltaf. Pabbi strákanna hafði komið við og ég bað hann að passa þá rétt á meðan ég aðeins skryppi. Ég tók strætó niður í Mjódd í ríkið og ég man eftir að hafa hugsað á leiðinni heim: Ég þarf bara aðeins að slaka á!“ segir Ásdís, sem hafði á þessum tímapunkti verið edrú í fimm ár. „Ég ætlaði að fá mér einn bjór þegar þeir væru sofnaðir, en barns- faðir minn var varla farinn út úr dyrunum þegar ég var búin að opna þann fyrsta og klukkan var bara þrjú. Þetta var bara hræðilegt. Sem betur fer hringdu nágrannarnir á lögregluna. Þau höfðu séð mig úti í garði með strákana, sjálf man ég eftir rigningunni, kuldanum og dótinu, en svo man ég ekki meir.“ Lögreglan bankaði upp á Nágranni fjölskyldunnar hafði aftur á móti orðið var við Ásdísi í garðin- um með litlu drengina og veitt því athygli að ekkert þeirra var í skóm. „Við vorum svo komin aftur inn og hann tók eftir að strákarnir voru að henda fullt af dóti fram af svöl- unum. Ég man svo bara eftir því að lögreglan bankaði upp á.“ Þegar lögreglan og fulltrúi Barna- verndar komu var klukkan orðin sex, aðeins þremur tímum eftir að Ásdís man eftir að hafa opnað fyrsta bjórinn. „Óttinn var rosalegur og þeir fóru í fylgd af heimilinu enda ég ekkert fær um að sjá um þá sauðdrukkin.“ Ásdís var lögð inn á spítala á sjálfsvígsvakt, enda hafði hún opnað sig við lögreglu um sjálfs- vígshugsanir sem sótt höfðu á hana undanfarið. „Það var svakalegt að vakna á sjúkrahúsinu. Ég vissi ekkert hvert hefði verið farið með drengina og var sjálf hvorki með síma né hús- lykla.“ Mömmur gera þetta ekkert Farið hafði verið með drengina til móður Ásdísar og hún fór heim dag- inn eftir ásamt eldri dóttur sinni. „Óttinn og óvissan tók yfir og mórallinn var gríðarlegur. Það hefði hvað sem er getað gerst og ég ekki einu sinni munað eftir því, enda í blakkáti. Ég sem hélt að þessi mann- eskja væri grafin en þarna var hún bara mætt! Þetta var botninn. Þarna skall ég harkalega.“ Drengirnir voru vistaðir á Mána- bergi með samþykki Ásdísar. „Maður þarf svolítið að sanna sig eftir svona atvik,“ segir hún og á þá ekki aðeins við út á við, heldur einn- ig gagnvart sjálfri sér. „Mömmur gera þetta ekkert. Það er ekki nóg að segja fyrirgefðu, þetta gerist ekki aftur. Það dugir ekki í svona aðstæð- um og maður veit það. Maður þarf líka að hugsa hvað er best fyrir börnin. Er best fyrir börnin mín að vera hjá mér? Ég vil bara það besta fyrir þá og hef alltaf viljað.“ Annað tækifæri Við komuna á Mánaberg var Ásdísi sagt að hún fengi annað tækifæri í móðurhlutverkinu, þetta væri öðru- vísi en áður, þegar eldri börn hennar voru vistuð þar tveimur áratugum fyrr. „Mér var sagt að við fengjum kennslu og greiningar. Minnug fyrri reynslu hafði ég litla trú. Fyrstu dagana var rosalega erfitt að koma og ég titraði og skalf. Það bætti ekki úr skák að þeir voru settir í sama herbergi og eldri börnin mín höfðu verið í.“ Ásdísi bauðst að dvelja á Mána- bergi með drengina í tvo mánuði sem síðar var lengt í fjóra mánuði að hennar ósk og segist hún hafa ákveðið fyrir fram að vera dugleg að tala við ráðgjafa og starfsfólk. „Ég er mjög fegin að ég gerði það. Ég vissi alveg að ég þyrfti að læra margt í móðurhlutverkinu. Þær sáu allt og gátu leiðbeint mér. Það var rosalega mikill léttir. Það er ekkert skammarlegt að þurfa að læra. Þetta er besta tækifæri sem ég hef fengið í lífinu. Maður fær það aðeins einu sinni og ég ákvað að gefa mig alla í þetta.“ Fengum aftur hvert annað Ásdís fékk víðtæka aðstoð og leið- beiningar á meðan á dvöl f jöl- skyldunnar á Mánabergi stóð og var smátt og smátt kennt að standa á eigin fótum. „Ég skildi til dæmis hvers vegna ég gat aldrei sett strákunum mörk. Mörk voru ekki eitthvað sem ég þekkti eða hafði sett. Guðni fékk jafnframt greiningu á ADHD, kvíða og SPD á Mánabergi. Ég byrjaði að kynna mér allt um það og þær aðferðir sem virka í uppeldinu og hvernig ég get betur mætt hans þörfum. Í dag stundar hann íþróttir og er til dæmis bæði í dansi og sundi. Ég lærði líka mikilvægi þess að hlúa að eigin heilsu og tauga- kerfi, vinna gegn streitu og passa að hún hlaðist ekki upp, eins og hún gerði þegar ég var alltaf á vaktinni, með engar pabbahelgar eða neinn til að hlaupa í skarðið. Mér finnst það mikil forréttindi að hafa fengið að koma hingað. Það var blessunin í því böli að hafa dottið í það. Tíminn okkar hér er tíminn sem strákarnir mínir fengu aftur glampann í augun. Þeir elska Mánaberg og brosa alltaf þegar við tölum um tímann hér. Af því hér fengum við aftur hvert annað og urðum fjölskyldan sem við viljum vera. Hér fékk ég aðstoð við að rísa upp og nú get ég labbað.“ Ég er tilbúin í þetta Aðspurð um framtíðardrauma segist Ásdís hógvær. „Ég vil að þeir séu glaðir, með sjálfstraustið í lagi og beri virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum. Að þeir séu með verkfærin til að vinna úr tilfinningum og líðan, sem ég hafði ekki.“ Hún óttast ekki að falla. „Ég hræðist það ekki á meðan ég held áfram á þessari braut. Ég er að tala og ég er ekki með leyndarmál. Ég er meðvituð og ég þekki einkennin betur og veit hversu mikilvægt það er að grípa inn í áður en allt fer úrskeiðis. Lífið er bara þannig að það munu koma krefjandi tímar eins og góðir tímar. En ég er til- búin í þetta,“ segir Ásdís, augljós- lega spennt fyrir framtíðinni enda búin að vinna vinnuna. n Nánar á frettabladid.is 32 Helgin 1. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.