Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.10.2022, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 01.10.2022, Qupperneq 36
Orgelhátíð barnanna fer fram í Hallgrímskirkju í dag. Boðið verður upp á tónleika og skemmtilegar smiðjur fyrir börnin. starri@frettabladid.is Í dag, laugardag, verða fjölskyldu- tónleikar í Hallgrímskirkju undir yfirskriftinni Orgelhátíð barnanna. Þar munu Guðný Einarsdóttir og Sigrún Magna Þór- steinsdóttir leika nokkur af fræg- ustu orgelverkum sögunnar ásamt þekktum lögum úr kvikmyndum auk þess sem þær taka nokkra Eurovision-slagara. Efnisskráin er tengd saman með skemmtilegri sögu sem flutt er af Guðmundi Einari Jónssyni, átta ára gömlum leikara. Eftir tónleikana verður boðið upp á spennandi smiðjur fyrir börn í safnaðarheimilinu og í kirkjunni. Kolféllu fyrir hugmyndinni Hugmyndin að hátíðinni kviknaði haustið 2019 þegar þær vinkon- urnar voru staddar á orgelhátíð í Stokkhólmi. Þar tóku þær þátt í vinnustofu þar sem meðal annars var smíðað lítið orgel. „Við kol- féllum fyrir þessu og fórum strax að afla okkur upplýsinga um hvernig væri hægt að gera svipað verkefni hér á landi,“ segir Guðný. „Okkur fannst þetta spennandi en verkefnið er einstakt sinnar tegundar á Íslandi. Þessi hugmynd var undirliggjandi hjá okkur í þó nokkurn tíma áður en við tókum af skarið og pöntuðum litla orgelið frá Hollandi og fórum að bjóða upp á vinnusmiðjur fyrir börn.“ Heillandi hljóðfæri Sigrún segir frábært að sjá hvað krakkar sem koma, sjá og taka þátt verða heilluð af þessu hljóðfæri og kynnast hinum ótal hljómheimum sem koma frá orgelinu. „Mark- miðið er auðvitað að kynna hljóðfærið sem slíkt og innviði þess. Í kjölfarið kviknaði hugmyndin um Orgelkrakkahátíð þar sem fleiri vinnusmiðjur væru í boði og tónleikar miðaðir við áhugasvið og úthald barna.“ Guðný og Sigrún starfa báðar sem organistar og orgelkennarar, Guðný er organisti í Háteigskirkju og Sigrún Magna í Akureyrar- kirkju. Listgjörningur fyrir börn Þær segja smiðjurnar eftir tónleik- ana, sem þær kalla orgelkrakka- vinnusmiðjur, vera listgjörning fyrir börn sem samanstandi af byggingarlist og tónlistarflutningi. „Við leikum okkur með að setja saman orgel, pípu fyrir pípu, raða nótum og tengja við vindhlöðu, setja saman orgelhúsið og auð- vitað prófa hljóðfærið með því að spila á það,“ segir Sigrún. „Orgelið sem um ræðir er afar einfalt að gerð, lítið og nett og stærðin passar börnum vel. Það kemur í bitum eða kubbum og er til þess gert að taka í sundur og setja saman aftur. Svona eins og Legó eða trékubbar,“ bætir Guðný við. Þær taka skýrt fram að ekki sé nauðsynlegt að kunna á hljóðfæri til að taka þátt í smiðjunum. Vinnusmiðjurnar taka tæp- lega klukkutíma. „Aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis, bæði á hátíðina sjálfa og í smiðjurnar, en fjöldi þátt- takenda er takmarkaður. Því biðjum við áhugasama um að skrá sig með tölvu- pósti á netfangið kristny@ hallgrimskirkja.is.“ Orgelkrakkahátíðin er styrkt af Barnamenn- ingarsjóði, Tónlistarsjóði og Þjóðkirkjunni. Nánari upplýsingar má finna á Facebo- ok (orgelkrakkar) og á hallgrims- kirkja.is. n Orgelveisla og spennandi smiðjur fyrir börn Sigrún Magna Þórsteinsdóttir (t.v.) og Guðný Einarsdóttir skipuleggja Orgelhátíð barnanna sem fer fram í Hall- grímskirkju í dag. Eftir tónleikana verður boðið upp á spenn- andi smiðjur. MYND/ SIGRÚN MAGNA ÞÓRSTEINS DÓTTIR Fimm ný fæðubótarefni frá Good Routine eru komin á markað á Íslandi og hafa slegið í gegn undanfarin misseri. Þessi vönduðu fæðu- bótarefni eru gerð úr nátt- úrulegum innihaldsefnum og geta stuðlað að bættri heilsu á ólíkan hátt, meðal annars með því að vernda þvagfærakerfið, styrkja ónæmiskerfið og bæta meltingu. Good Routine framleiðir gæða fæðubótarefni með náttúrulegum innihaldsefnum og einstakri blöndun og samvirkni inni- haldsefna. Fæðubótarefnin eru kröftug og virka hratt, hafa hátt næringargildi og upptaka þeirra í líkamanum er góð. Þau innihalda auk þess engin algeng ofnæmis- eða aukaefni. Fæðubótarefnin eru framleidd á Spáni eftir einkaleyfisvörðum og vísindalega skrásettum formúlum Secom®, en hér er um að ræða einstaklega vandaðar vörur og háþróuð bætiefni. Loksins á Íslandi Núna fást fimm af vörum Good Routine á Íslandi. Þær eru: Com- fort-U®, sem veitir þvagfæra- kerfinu stöðuga vernd, Daily-D3 2000 IU®, sem er D3-vítamín af náttúrulegum uppruna, Synergize- Your-Gut®, sem er fyrir þarma- heilsu og heilbrigða þarmaflóru, Pure Omega-3, sem er kraftmikið ómega-3 í gelhylkjum, og C-Your- Immunity®, sem inniheldur C-vítamín, quercetin, hesperidin og bromelain í einu hylki og hjálpar fólki sem er viðkvæmt fyrir kulda og hitabreytingum. Von er á fleiri vörutegundum frá vörumerkinu bráðlega. Ásamt því að sérhæfa sig í fæðu- bótarefnum leggur Good Routine einnig mikla áherslu á að stuðla að vitundarvakningu um að góðar venjur séu lykilatriði þess að líða vel alla daga. Það spannar allt frá hreyfingu og næringu til andlegrar heilsu. Vönduð og spennandi fæðubótar- efni með mikla virkni Unnur Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri hjá Engey kids, hefur verið að prófa nýju fæðu- bótarefnin frá Good Routine undanfarnar vikur og er mjög ánægð með virkni þeirra. Hún hefur verið að nota Daily-D3 2000 IU®, Synergize-Your-Gut® og C- Your-Immunity®. „Ég hef tekið þetta inn í um 3-4 vikur og þetta eru mjög góð bætiefni. Ég hef ágætis þekkingu á fæðubótarefnum því ég hef alltaf hugsað vel um mig og ég fann það strax að þetta er frábær vara,“ segir hún. „Ég frétti af þessum fæðubótar- efnum í gegnum vinafólk og sá þetta í verslunum og fannst þetta strax mjög spennandi. Ég hef alltaf verið áhugamanneskja um bætiefni, eins og ég segi, svo ég var ánægð með að fá að prófa eitthvað nýtt og spennandi,“ segir Unnur. „Mér finnst virkilega hafa verið vandað til verka og þetta er mjög fjölbreytt lína af fæðubótarefnum svo ég á eftir að prófa fleiri efni, en þetta lofar mjög góðu hingað til og mér finnst allt við þetta merki mjög faglegt.“ Betri melting og þarmaflóra „Maður vill alltaf hugsa vel um sig og nú er ég orðin amma, svo ég þarf að hugsa vel um ónæmiskerfið og meltinguna og mér finnst áhrifin af Synergize-Your-Gut® sérstaklega eftirtektarverð og jákvæð,“ segir Unnur. „Ég hef tekið eftir því að meltingin hefur orðið betri og það sé meira jafnvægi á þarma flórunni. Það kom mér eiginlega á óvart hvað ég finn mikið fyrir þessu, sérstak- lega þar sem ég hef ekki notað þetta lengi. Ég myndi virkilega mæla með þessum fæðubótarefnum. Ég hef mikla trú á þessum vörum og góða tilfinningu fyrir þeim,“ segir Unnur. „Ég held líka að þau sem fylgjast með í vítamínheiminum eigi eftir að sjá það fljótt hvað þetta er vönduð og flott vara.“ n Good Routine fæðubótarefnin fást í Hagkaup, Lyfjum & heilsu, Apótekaranum og Krónunni. Good Routine bætti meltinguna til muna Unnur Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Engey kids, hefur verið að prófa nýju fæðubótarefnin frá Good Routine undanfarnar vikur og er mjög ánægð með virkni þeirra. MYND/AÐSEND Synergize-Your-Gut® hjálpar til við þarmaheilsu og heilbrigða þarmaflóru. MYND/AÐSEND 4 kynningarblað A L LT 1. október 2022 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.