Fréttablaðið - 01.10.2022, Page 38

Fréttablaðið - 01.10.2022, Page 38
Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra Veitna, hefur langa reynslu af starfi mannauðsstjóra. Hún segir að mannauðsfólk hafi oft góða yfirsýn yfir starfsemi fyrirtækja sem nýtist í starfi framkvæmdastjóra. Sólrún byrjaði að vinna í mann­ auðsmálum Orkuveitu Reykjavík­ ur árið 2004 og var mannauðsstjóri þar frá árinu 2012 til 2022 áður en hún tók við starfi framkvæmda­ stjóra. Spurð að því hvernig mannauðs­ bakgrunnur nýtist í starfi fram­ kvæmdastjóra, segir hún að allur árangur í starfsemi fyrirtækja – hvort sem hann snýr að daglegum rekstri, nýsköpun og vexti eða hverju sem vera kann – byggist á því að rétta fólkið sé að vinna réttu störfin við réttar aðstæður. „Í mannauðsmálunum komum við að breytingastjórnunarverk­ efnum sem ráða miklu um það hvernig tekst til að þróa starfsem­ ina – að gera sífellt betur. Mann­ auðsstjórarnir hafa mikla reynslu af því að taka á erfiðum málum á vinnustöðum um leið og þeirra verður vart – láta þau ekki dank­ ast. Það var reyndar niðurstaða árlegrar könnunar PWC – Annual Global CEO Survey – meðal stærstu fyrirtækja í Bandaríkjunum, að á þessu ári ríði baggamuninn um árangur að ná í gott fólk og að halda góða fólkinu sem er fyrir. Í þeim efnum hefur mannauðs­ fólkið forskot,“ segir hún. Hugsa mannauðsstjórar sem verða framkvæmdastjórar öðru- vísi en „hefðbundnir“ fram- kvæmdastjórar? „Mannauðsstjórarnir eru kannski oftar það sem kalla má „generalistar“ í sinni nálgun. Þeirra sérþekking er síður á afmörkuðu sviði rekstursins heldur almenn­ ari. Mannauðurinn er alls staðar og mannauðsfólkið hefur fengið innsýn í áskoranir, hvort sem þær eru á tæknilega sviðinu, í markaðs­ málum, fjármögnun eða hvar sem er. Mannauðsfólkið hefur því oft betri yfirsýn yfir starfsemina og hvað brýnast er í henni,“ segir Sólrún og bætir við að ef einhver galli fylgi því að mannauðsstjóri verði framkvæmdastjóri sé hann kannski helst sá að sumir mann­ auðsstjórar hafa á sér ímynd skemmtanastjóra vinnustaðarins og þurfa þá kannski að leggja sér­ staklega mikið á sig til að losna við þá ímynd. Hafði heimsfaraldur áhrif á hlutverk mannauðsstjóra og hvaða áhrif hefur það til framtíðar? „Heimsfaraldurinn hafði mikil áhrif á fólk, heima við og á vinnustöðum, um allan heim og breytti vinnustöðunum til fram­ búðar. Hann breytti hvernig við vinnum og hvernig við stjórnum. Stjórnun miðar nú meira að fólki en tækjum, ef svo má segja. Stjórn­ andinn þarf að virkja mannauðinn þannig að markmið rekstursins náist og við stjórnendur þurfum að nálgast hverja manneskju með heildstæðari hætti en áður,“ svarar Sólrún. „Það felst talsverð áskorun í því róti sem faraldurinn kom á það hvernig við vinnum; starfsfólk finnur sér vinnustað sem hentar því og þar sem hæfileikar þess njóta sín. Svo breytist fólk og vill fara eitthvað annað og það þarf að vera í lagi. Hæfni og þekking mannauðsstjórans sem verður framkvæmdastýra kemur sér vel í því að leiða vinnustað sem er eftir­ sóknarverður fyrir hæfileikaríkt fólk í síbreytilegum heimi. Þannig vinnustaður vil ég að Veitur séu.“ n „Vinnumarkaðurinn hefur breyst á þessum rúma áratug frá stofnun félagsins. Tækninni hefur fleygt fram og viðhorf fólks til vinnunnar hefur breyst, en rannsóknir sýna að ánægja fólks hefur aukist á mörgum sviðum. Mælingar Gallup sýna að almennt upplifa Íslending­ ar meira jafnrétti á vinnustöðum sínum í dag heldur en fyrir áratug síðan. Einnig finnst fólki í auknum mæli að skoðun þess og álit skipti máli í vinnunni. Niðurstöður sýna að fólk fær oftar hrós og endurgjöf í starfi í dag heldur en fyrir áratug síðan og almennt virðast Íslend­ ingar upplifa meiri umhyggju í vinnunni og fá meiri hvatningu til að þróast,“ segir Ásdís Eir. „Þetta er sannarlega jákvæð þróun sem endurspeglar aukna fagmennsku í mannauðsstjórnun hér á landi og fjölgun í stéttinni, en félagsfólk Mannauðs hefur farið úr því að vera tæplega hundrað við stofnun yfir í rúmlega 650 manns í dag.“ Ásdís segir fagmennsku almennt hafa aukist þegar kemur að stjórnun. „Fjöldi þeirra sem hafa lokið stjórnunarnámi hefur margfald­ ast og mælingar Gallup sýna að ánægja fólks með stjórnendur á sínum vinnustað hefur jafnframt verið að aukast jafnt og þétt.“ Aukinn þroski og meiri áhrif Að sögn Ásdísar er aðeins ára­ tugur síðan meirihluti íslenskra fyrirtækja mat ekki frammistöðu starfsfólks eða stjórnenda með formlegum hætti og var það lægra hlutfall en í löndunum sem við berum okkur saman við. „Þessar upplýsingar höfum við úr CRANET­verkefninu, en um ára­ tugaskeið hefur Ísland tekið þátt í alþjóðlegum samanburðar­ og langtímarannsóknum í mann­ auðsstjórnun til að byggja upp þekkingu á faginu. Þroskastig mannauðsstjórnunar á Íslandi hefur aukist á liðnum árum,“ segir Ásdís og vísar í rannsóknirnar. „Fyrir tíu árum var helmingur íslenskra fyrirtækja með það sem kallast hefðbundið starfsmanna­ hald (þroskastig 1). Þá eru stjórn­ endur farnir að átta sig á að starfs­ mannatengdar ákvarðanir sem byggja á innsæinu eru ekki líklegar til árangurs, en verkefnin snúast samt aðallega um að halda starfs­ mannaskrá, fylgjast með fjölda stöðugilda og launakostnaði,“ greinir Ásdís frá. „Í dag er landslagið nokkuð breytt og helmingur íslenskra fyrirtækja með faglega starfs­ mannastjórnun (þroskastig 2) og þriðjungur með árangursríka mannauðsstjórnun (þroskastig 3), en þá eru ferli og kerfi á sviði mannauðsstjórnunar orðin vel mótuð og farin að hafa marktæk og jákvæð áhrif á rekstur og starfsemi fyrirtækisins. Ekki er talið líklegt að ná þessu þroskastigi nema til staðar sé formleg mannauðsdeild og mannauðsstjóri sitji í fram­ kvæmdastjórn eða sambærilegu stjórnendateymi.“ Í dag hafa nokkur íslensk fyrirtæki líka náð því sem kallast samþætting mannauðsstjórnunar og rekstrar (þroskastig 4), en á því stigi er mannauður metinn sem grunnforsenda samkeppnisfor­ skots og mælingar á mannauði eru hluti af árangursmælingum rekstursins. „Ítarlegt mat er lagt á umsækj­ endur og krafa gerð um að þau sem eru ráðin bæti frammistöðu hópsins. Mikil áhersla er á fræðslu og þjálfun og náið fylgst með áhrifum þess starfs á frammi­ stöðu bæði einstaklinga og hópa. Lagt er formlegt mat á árangur þjálfunar. Laun eru árangurstengd og kerfisbundið er tekið á slakri frammistöðu og miklar kröfur gerðar til hvers starfsmanns. Allir stjórnendur eru öflugir mann­ auðsstjórar og þjálfa og þróa sitt starfsfólk. Reglulega og form­ lega er leitað eftir áliti starfsfólks og er það kerfisbundið upplýst um stefnu og fjárhagslega stöðu fyrirtækisins. Mannauðsteymið er nátengt rekstrinum og þátttak­ andi í stefnumörkun og viðskipta­ tengdum ákvörðunum,“ útskýrir Ásdís. Örþreyta aldrei verið meiri Það er þó ekki öll þróun á vinnu­ markaði jákvæð. Nýlegar niður­ stöður Gallup sýna að hlutfall örþreyttra hefur tvöfaldast frá 2009. Fólk er spurt hvort það komi oft eða sjaldan fyrir eftir að vinnu­ degi lýkur að það sé svo þreytt að það eigi erfitt með að gera nokk­ urn skapaðan hlut. Hjá körlum hefur hlutfall þeirra sem segjast „oft“ hafa verið svona þreyttir aukist úr 19 prósentum árið 2009 í 38 prósent árið 2022. Hjá konum hefur hlutfall þeirra sem segjast „oft“ hafa verið svona þreyttar aukist úr 22 prósentum árið 2009 í 47 prósent árið 2022. Örþreyta hefur aukist mest í aldurshópnum 25 til 34 ára – þar jókst hlutfallið sem segir „oft“ úr 17 prósentum í 47 prósent. „Þessi þróun er sláandi og ég viðurkenni að mér var brugðið þegar ég sá þessar niðurstöður hjá Gallup. Það er athyglisvert að á meðan viðhorf fólks til starfsumhverfis styrkist, þá eykst örþreytan. Er það eitthvað annað en vinnan sem veldur þessu álagi, eða er þetta samspil margra þátta? Hraðari samfélagsbreytingar, breytt lífsviðhorf, tæknin, sam­ félagsmiðlar, alltaf tengd, hátt hús­ næðisverð, heimsfaraldur, hvernig við vinnum og þær kröfur sem við setjum á okkur sjálf eða upplifum frá fólki í kringum okkur? Ég er ekki með svarið en veit að við þurfum að gefa þessu gaum,“ segir Ásdís. Tilfinningagreind og samkennd Alþjóðlegar rannsóknir sýna að eftirsóttasta færnin á vinnu­ markaði er ekki lengur hrein­ ræktuð tækniþekking heldur er eftirsóttasta fólkið það sem býr yfir sköpunarkrafti, kann að leysa f lókin vandamál, er forvitið og gott í mannlegum samskiptum. Fólk sem býr yfir leiðtogafærni og samkennd. „Eins og Brené Brown hefur talað um þá hefur hagkerfið okkar þróast úr því að vera vöðvadrifið á 19. og 20. öld, þegar vinnuaflið þurfti að búa yfir styrk og úthaldi, yfir í að verða heiladrifið frá um 1960 fram yfir aldamótin, þegar eftirsóttasta starfsfólkið bjó yfir hárri greindarvísitölu og rök­ hugsun,“ upplýsir Ásdís. Í dag, þegar snjallvæðingin hefur dregið verulega úr einhæf­ um og endurteknum rútínuverk­ efnum, er hagkerfið í síauknum mæli knúið áfram af hjartanu. „Í dag þurfum við fólk sem býr yfir tilfinningagreind. Við stöndum frammi fyrir stórum áskorunum sem tengjast orku, einbeitingu, afköstum og frammi­ stöðu fólks. Til að ná árangri þarf atvinnulífið þess vegna á starfs­ fólki og stjórnendum að halda sem búa yfir samkennd og setja fólk í forgang. Ég myndi því segja að framsýn, hugrökk og þroskuð mannauðsstjórnun hafi aldrei verið mikilvægari en nú og ég er full tilhlökkunar að móta framtíðina,“ segir Ásdís að lokum. n Útgefandi: Torg ehf. Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Ásdís Eir segir að framsýn og þroskuð mannauðsstjórn hafi aldrei verið mikilvægari en nú. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Það er þó ekki öll þróun á vinnu- markaði jákvæð. Nýlegar niðurstöður Gallup sýna að hlutfall örþreyttra hefur tvöfaldast frá 2009. Mannauðsstjór- arnir hafa mikla reynslu af því að taka á erfiðum málum á vinnu- stöðum um leið og þeirra verður vart – láta þau ekki dankast. Sólrún Kristjánsdóttir Sólrún Kristjánsdóttir er framkvæmdastýra Veitna. MYND/OR Mannauðsstjórinn sem varð framkvæmdastýra 2 kynningarblað 1. október 2022 LAUGARDAGURMannauður
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.