Fréttablaðið - 01.10.2022, Side 39

Fréttablaðið - 01.10.2022, Side 39
Við viljum að starfsfólk viti frá upphafi til hvers er ætlast af því og að það geti mætt þeim kröfum. Valur Hólm Um 220 ráðgjafar starfa hjá ELKO sem er stærsta raftækjaverslun landsins. Þjálfun starfsmanna er einn af lykilþáttunum í rekstri fyrirtækisins. ELKO er stærsta raftækjaverslun landsins og hjá fyrirtækinu starfa um 220 traustir ráðgjafar, f lestir í fullu starfi, og margir hverjir með mjög háan starfsaldur, segir Valur Hólm, þjálfunarstjóri ELKO. „ELKO er með sex verslanir ásamt því að reka eina öflugustu vefverslun landsins og starfsfólk okkar er fjöl­ breyttur hópur sem hefur sérhæft sig á sviði raftækja og þjónustu. Við leggjum mikla áherslu á að bjóða upp á gott úrval af þekktum vörumerkjum á sviði raftækja á lágu verði, ásamt því að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu og eftirkaupaþjónustu og til þess þarf að leggja metnað í við­ eigandi þjálfun og fræðslu. Einnig þarf að tryggja að starfsfólk hafi greiðan aðgang að upplýsingum og fái stuðning í starfi og tæki­ færi til starfsþróunar. Þetta hefur aukið sjálfsöryggi og þekkingu starfsfólks, sem skilar sér í meiri starfsánægju og viðskiptavinir verða ánægðari með þá þjónustu sem þeir fá.“ Hann segir það ekki leyna á sér að að fræðsla skipti starfsfólk ELKO miklu máli. „Við höldum árlega vinnustofu með öllu okkar starfsfólki, sem við köllum Besta vinnustaðinn, þar sem leitað er að áskorunum, tækifærum og hug­ myndum um hvernig starfsfólk og ELKO getur gert betur.“ Starfsfólk kallaði eftir breytingum Niðurstöður vinnustofunnar árið 2020 leiddu í ljós að ELKO þyrfti að gera betur í þjálfunarmálum og í kjölfarið var stöðu þjálfunar­ stjóra komið á fót. „Raftækja­ markaðurinn er ört vaxandi og í sífelldri þróun, og því nauðsynlegt að fyrirtækið bjóði upp á fræðslu og þjálfun í takt við þróunina. Á ábyrgðarsviði þjálfunarstjóra er að halda utan um alla fræðslu innan fyrirtækisins ásamt því að koma auga á og styðja við ýmsar umbætur í starfsumhverfi og starfsþróun. Hlutverk okkar er að hjálpa öllum að njóta ótrúlegrar tækni og er megináhersla lögð á ánægju viðskiptavina. Við mætum viðskiptavinum okkar þar sem þeir eru og svörum þeim í gegnum hvaða miðil sem er, til dæmis með tölvupósti, síma, netspjalli, snjallspjalli eða á samfélags­ miðlum.“ Allir ferlar skýrir ELKO er með mjög öfluga nýliða­ þjálfun sem hefst í raun strax í ráðningarferlinu, segir Valur. „Við viljum að starfsfólk viti frá upphafi til hvers er ætlast af því og að það geti mætt þeim kröfum. Við höldum nýliðanámskeið og í kjölfar þess tekur við starfsþjálfun ELKO, þar sem hver og einn fær sinn starfsþjálfara. Hluti hverrar vinnuviku er helgaður starfs­ mannafræðslu, sem miðar meðal annars að því að kynna nýjar vörur og skerpa á þekkingu um eldri vörur ásamt þjónustutengdri fræðslu. Við leggjum mikla áherslu á góð samskipti, bæði við við­ skiptavini og samstarfsfólk.“ Með því að vera með skýrt ferli fyrir nýráðið starfsfólk er ELKO betur í stakk búið til að tryggja jákvæð tengsl ELKO og nýliðans og þar gegna starfsþjálfarar lykilhlut­ verki. „Eitt af því sem þeir gera er að fara með nýliða á kaffistofuna og sjá til þess að þeir kynnist bæði fólkinu og vinnustaðnum. Hluti af því er að kynna menningu ELKO og fara yfir nytsamleg atriði hvort sem þau eru fagleg eða félagsleg.“ Starfsþjálfarar veita auk þess félagslegan stuðning sem miðar að því að nýliðar kynnist sam­ starfsfélögum og félagslífinu sem fyrst, en það er mikil samheldni og vinskapur meðal starfsfólks á starfsstöðvum og á milli verslana. „Með þessu er dregið úr óöryggi og kvíða, sem stundum gerir vart við sig í nýju starfi. Markmiðið er að nýliðum líði vel og nái fljótt þeirri færni að geta starfað sjálfstætt enda er það allra hagur.“ Eru með háleit markmið Árið 2021 var settur á laggirnar fræðsluvefur fyrir starfsfólk ELKO. Tilgangur hans er að vera starfs­ fólki innan handar, hvort sem það vantar upplýsingar um ákveðinn vöruflokk eða hvernig sinna eigi ákveðnum ferlum. „Þar er að finna leiðbeiningar, vöruupplýsingar og annað starfsmannatengt efni eins og velferðarpakka og öryggis­ handbók ELKO. Enska er ráðandi tungumál í raftækjaheiminum en með því að gera upplýsingar aðgengilegar á íslensku er starfs­ fólki auðveldað að öðlast betri þekkingu á þeim vörum sem ELKO býður ásamt því að styrkja okkur í að svara á skýran og einfaldan hátt spurningum viðskiptavina.“ Starfsfólk ELKO er í framlínunni alla daga og það gefur augaleið að ýmislegt getur komið upp á, segir Valur. „Á hverju ári höldum við því öryggisnámskeið þar sem starfs­ fólkið lærir rétt viðbrögð ef upp kemur ógnandi hegðun auk fleiri öryggistengd atriði. Vinnunni er aldrei lokið og við erum sífellt að reyna að gera móttöku nýliða betri. Við erum enda með það háleita markmið að ELKO veiti bestu nýliðafræðslu á raftækja­ markaði árið 2023. Nýliðafræðslan miðar að því að skila traustum ráð­ gjöfum í raftækjum í allar stöður fyrirtækisins.“ Ánægja með fræðsluna Valur segir stjórnendur ELKO líta svo á það sé verðmætt að starfs­ fólkið meti þá þjálfun sem það fær. „Þannig getum við betrumbætt fræðsluumhverfið. Starfsfólkið hefur verið duglegt að svara könn­ unum og koma með ábendingar ásamt því að gefa námskeiðum og kynningum heildareinkunn. Svör við slíkum könnunum eru ekki persónugreinanleg. Sem dæmi má nefna að frá því að skipulögð fræðsla hófst sumarið 2021 til ársloka var samtals boðið upp á rúmlega þrjátíu námskeið fyrir starfsfólk ELKO og mældist ánægja þátttakenda að meðaltali 4,7 af 5 mögulegum. Við erum því mjög ánægð með útkomuna en teljum enn vera svigrúm til bætingar.“ Boðið upp á fjölbreytta fræðslu „Við erum alltaf að reyna að gera betur, og til þess að ná því mark­ miði að bjóða upp á bestu nýliða­ fræðsluna þurfum við að skoða alla ferlana okkar,“ segir Valur. „Við ætlum að leggja jafnmikla áherslu á rafræna fræðslu og staðkennslu, í samræmi við óskir starfsfólks. Í lok september innleiddum við nýtt samskiptakerfi fyrir starfsfólk, í formi smáforrits. Þar sjáum við ný tækifæri til að efla upplýsingagjöf sem og rafræna fræðslu. Jafnframt sjáum við fram á að nýta rúm­ góðan sal í nýju versluninni okkar í ELKO Skeifunni sem kennslustofu og þá getum við boðið upp á enn betri starfsmannafræðslu, sem og haldið námskeið fyrir viðskipta­ vini.“ Í vetur mun ELKO ekki einungis bjóða upp á kennslu sem tengist beint starfsemi ELKO, heldur mun starfsfólk hafa aðgang að margs konar fræðslu sem gagnast því í víðara samhengi, í frekari starfs­ þróun eða námi. „Þetta er mjög fjölbreytt, allt frá tímastjórnun, markmiðasetningu og betri svefni, til myndvinnslu, Excel og vefsíðu­ gerðar, svo dæmi séu tekin.“ Styðja heilbrigðan lífsstíl Valur segir stjórnendum ELKO vera umhugað um að starfsfólkinu líði vel. „Árið 2021 var velferðar­ pakki kynntur til leiks til að stuðla að bættri andlegri og líkamlegri heilsu starfsmanna. Í gegnum hann getur starfsfólk fengið sál­ fræðitíma, áfallahjálp, lífsstílsráð­ gjöf, hjónabandsráðgjöf, starfs­ lokanámskeið og margt fleira.“ Auk þess styður ELKO einnig við heilbrigðan lífsstíl og heilbrigt mataræði hjá sínu starfsfólki. „Á öllum starfsstöðvum ELKO er niðurgreiddur hádegismatur í boði fyrir starfsmenn ásamt því að þeim stendur til boða að fá sér millimál eins og ávexti og heilsustangir.“ Einnig er lögð áhersla á að það sé gaman í vinnunni. „Við teljum að gott félagslíf starfsmanna geri vinnustaðinn enn betri. Því reynum við að gera eitthvað skemmtilegt saman að minnsta kosti einu sinni í mánuði og ELKO styrkir slíka viðburði. Á hverri starfsstöð er skemmtinefnd sem sér um skipulag, hvort sem það er að fara í pílu, keilu, halda spila­ kvöld eða fara í bíó, svo eitthvað sé nefnt. ELKO býður öllu starfsfólki upp á íþróttastyrk og leigir líka íþróttasal einu sinni í viku til þess að starfsfólk geti hist, farið í fót­ bolta eða eitthvað slíkt.“ Í sumar var yfir þrjátíu starfs­ mönnum ELKO boðið til Noregs til þess að mæta á eina stærstu raf­ tækjaráðstefnu Norðurlandanna. „Þar fékk starfsfólk tækifæri til þess að kynnast framleiðendum, prófa nýjustu vörurnar þeirra og efla kunnáttu sína. ELKO styður við starfsþróun og hvetur starfsmenn til að bæta sig í starfi og einkalífi, oft verður það til þess að það fær ný tækifæri í öðrum starfsgreinum sem við fögnum. Okkar markmið er að starfsfólk læri eitthvað nýtt, öðlist aukið sjálfstraust og hugsi með hlýju og jákvæðni til fyrir­ tækisins, komi til þess að það leiti á ný mið á sínum starfsferli.“ n Þjálfunin hefst strax í ráðningarferlinu „Við ætlum að leggja jafnmikla áherslu á rafræna fræðslu og staðkennslu, í samræmi við óskir starfsfólks,“ segir Valur Hólm, þjálfunarstjóri ELKO, en fyrirtækið hefur mjög metnaðarfulla þjálfunarstefnu. MYND/SIGTRYGGUR ARI Þú getur fundið allar kaupnótur þínar á elko.is. MYND/ELKO kynningarblað 3LAUGARDAGUR 1. október 2022 Mannauður
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.