Fréttablaðið - 01.10.2022, Síða 41

Fréttablaðið - 01.10.2022, Síða 41
Advania býður fyrirtækjum upp á mannauðslausnina Samtal sem hefur ein- faldleika og tímasparnað umfram aðrar lausnir. „Mannauðslausnin Samtal mætir þörfum starfsfólks og stjórnenda fyrir regluleg samtöl sín á milli, út frá hugmyndafræði um mann- auðsstjórnun eftir þörfum eða „Agile HR“,“ segir Guðríður Hjördís Baldursdóttir, vörustjóri hjá mannauðslausnum Advania. „Samtal er lausn fyrir alls konar samtöl á milli starfsfólks og stjórnenda, hvort sem það er starfsmannasamtal, samtal um laun, starfsþróun eða stutt snerpu- samtal. Einnig getur mannauðs- fólk bætt við sniðmátum eins og þörf er á. Þannig er hægt að veita stjórnendum aðgang að fleiri snið- mátum fyrir samtöl, fastráðning- ar-, viðveru- eða starfslokasamtal,“ bætir Guðríður við. Árangur og ánægja Þörf fyrir mannauðslausn eins og Samtal kom fram í vinnustofum með stjórnendum og mannauðs- fólki. „Stjórnendur vildu vera sjálfstæðir í sinni mannauðs- stjórnun og á sama tíma óskaði mannauðsfólk eftir því að geta sett fram fagleg sniðmát. Þau þyrftu að vera aðgengileg fyrir stjórnendur og með mælaborði sem veitir góða yfirsýn yfir stöðuna á samtölum,“ upplýsir Guðríður. Með sjálfstæði er átt við að stjórnendur geti framkvæmt sam- tal hvenær sem þeir vilja eða þegar þörf er á. Að sama skapi séu sam- tölin byggð á faglegum grunni. „Samtal er þróað í samvinnu við fyrirtæki til að fá fram þarfir notenda,“ segir Guðríður og heldur áfram: „Breytt vinnufyrirkomu- lag eins og fjarvinna hefur aukið þörfina fyrir tíðari samtöl um líðan, hæfni og frammistöðu. Eins er æskilegt að halda utan um gögn á stafrænan og öruggan hátt. Ein- falt vefviðmót skapar meira rými fyrir sjálft samtalið og minni tíma í umsýslu og skjölun. Það léttir á öllum sem tengjast vinnunni í kringum samtöl að framkvæmdin sé einföld, því þá er engin fyrir- staða að taka samtöl eins ört og hentar.“ Samtal hjálpar mannauðsfólki að styðja faglega við stjórnendur. „Lausnin auðveldar umgjörð samtala með sniðmátum sem mannauðsfólk hefur gert aðgengi- leg þegar stjórnandinn vill taka samtal með sínu fólki. Þannig býr Samtal til tækifæri fyrir örari samtöl og skapar aukið virði fyrir stjórnendur með því að fram- leiðni eykst og starfsfólk upp- sker meiri áherslu á starfsþróun. Mannauðsfólk hefur yfirsýn yfir fjölda og stöðu samtala eftir hópum og stjórnendum og getur þannig veitt stjórnendum fag- legan stuðning,“ greinir Guðríður frá. Gott verkfæri í verkfærakistuna Sigrún Ósk Jakobsdóttir, mann- auðsstjóri Advania, er ein af fyrstu notendum mannauðslausnarinnar Samtals. „Samtal er frábært tól í verkfæra- kistu stjórnenda, það auðveldar starfsmannaviðtöl og er einkar mannauðsvænt,“ segir Sigrún, sem notar Samtal í regluleg starfs- mannasamtöl, svo sem nýliðasam- töl og svokölluð snerpuviðtöl sem fara fram þrisvar á ári. „Í snerpuviðtölum hefur hvert samtal sitt eigið þema sem eru ástríða, snerpa og hæfni, en það eru gildin okkar hjá Advania og gildin endurspegla áherslur í hverju samtali fyrir sig. Áður vorum við með starfsmannaviðtöl einu sinni á ári og það var fremur þungt ferli, en með Samtali var markmiðið einmitt að gera starfs- mannaviðtöl að mun einfaldara ferli svo að stjórnendur gætu átt þau oftar við sitt starfsfólk. En ef við ætlum að gera þetta oftar þarf bæði utanumhald fyrir mann- auðsfólkið og framkvæmdin hjá stjórnendum og notendum að vera einfaldari og þar gegnir Samtal lykilhlutverki,“ greinir Sigrún frá. Hún segir Samtal í senn einfalda og nútímalega mannauðslausn. „Áður vorum við með námskeið fyrir stjórnendur til að undir- búa árleg starfsmannaviðtöl en stjórnendur þurfa enga kennslu á Samtal og það er stórt atriði. Óhætt er að segja að Samtal sé drauma- kerfi mannauðsstjórans, það leiðir stjórnendur í gegnum allt ferlið, geymir upplýsingar um starfsfólk- ið og er sérsniðið að hverjum og einum starfsmanni. Við byggjum á sama samtalsgrunni og notaður er í snerpuviðtölin, ástríðu, hæfni og snerpu, og stjórnandinn notar hann til að setjast niður í samtali við starfsfólk sitt,“ útskýrir Sigrún. Hún segir afar skemmtilegt að vinna með Samtal, bæði fyrir mannauðsstjóra, stjórnendur og starfsfólk. „Frá hlið mannauðssérfræð- ingsins er einkar ánægjulegt að rétta stjórnendum þetta frábæra verkfæri sem Samtal er og ef maður vill hafa virka samtalsmenningu í fyrirtækinu þarf slíkt að vera aðgengilegt og auðvelt. Jafnframt fær starfsfólkið auðveldan undir- búning að notendavænu kerfi; það skráir sig inn í Samtal og sér þar hvert verkefni þess er, en stjórn- endur og starfsfólk sjá ekki undir- búning hvors annars. Við getum því leitt starfsfólkið í gegnum allan undirbúning sem viðkomandi hefur áfram aðgang að, því eftir samtalið sjálft og heldur lausnin Samtal utan um það allt.“ n Nánar um Samtal á advania.is Samtal sem mætir þörfum starfsfólks og stjórnenda Guðríður Hjördís Baldursdóttir er vörustjóri mannauðslausna hjá Advania. Viðskiptagreind Advania sparar tíma, eykur virði og bætir yfirsýn stjórnenda í mannauðs- og launamálum. „Gott aðgengi að tölfræði og öðrum mælingum getur skipt miklu máli í ákvarðanatöku um rekstur fyrirtækja. Í H3 launa- og mannauðskerfi Advania er hægt að halda utan um laun, mannauð, fræðslu, þekkingu, markmið, árangur og fleiri upplýsingar. Stjórnendur þurfa að hafa yfirlit yfir þessi atriði og fylgjast með þróun á þeim,“ útskýrir Berglind Lovísa Sveinsdóttir, vörustjóri hjá Advania. Hún nefnir dæmi um viðskipta- greind: „Í H3 getur mannauðsfólk notað viðskiptagreind og gagnagrein- ingu til að bæta viðskiptaákvarð- anir, tekið upplýstari ákvarðanir í launa- og mannauðsmálum, greint vandamál, komið auga á markaðsþróun og fundið nýjar tekjur eða viðskiptatækifæri.“ Stjórnendur taka upplýstar ákvarðanir Með viðskiptagreind, svo sem Power BI eða OLAP-teningum, er hægt að umbreyta gögnum í upp- lýsingar sem styðja stjórnendur við ákvarðanatöku. „Viðskiptagreind felur í sér sjálf- virka framsetningu á gögnum í mælaborðum og öðrum greining- um sem sparar tíma, eykur virði og bætir yfirsýn,“ segir Berglind frá. „Ávinningur þess að nota viðskiptagreind felst í því að stjórnendur geta tekið upplýstar ákvarðanir um mannauðinn og Faglegri mannauðsstjórnun með aðstoð viðskiptagreindar Berglind Lovísa Sveinsdóttir er vörustjóri mannauðslausna hjá Advania. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR reksturinn, þeir geta fengið gögn um mannauðinn á rauntíma með einföldum hætti, og svo er við- mótið einfalt með sérsniðnum skýrslum.“ Notendavænt og aðgengilegt Viðskiptagreindarlausnirnar sem mannauðslausnir Advania bjóða upp á eru OLAP-teningar (e. OLAP = Online Analytical Processing) og Power BI (e. BI = business intelli- gence). „OLAP-teningar er viðskipta- greindarlausn sem skilar upplýs- ingum úr f lestöllum kerfiseining- um H3 launa- og mannauðslausn á skjótan og öruggan máta. Þeir gera stjórnendum og launa- sérfræðingum kleift að fá bestu mögulega yfirsýn til að styðja við upplýstar ákvarðanir, afstemm- ingar á launakeyrslum og grípa til viðeigandi ráðstafana,“ upplýsir Berglind um OLAP. Power BI er öflugt viðskipta- greindarverkfæri til að útbúa mælaborð og skýrslur með ein- földum hætti. „Power BI er eitt öflugasta viðskiptagreindartólið sem er í boði á markaðnum í dag. Við hjá mannauðslausnum höfum hafið samvinnu við BI-sérfræðinga okkar innan Advania og getum því boðið H3-viðskiptavinum okkar staðlaðar skýrslur í BI ofan á H3-gögnin. Með BI-skýrslur ofan á H3 launa- og mannauðsgögn geta notendur tengt mannauðs- upplýsingarnar saman við þær upplýsingar sem þarf til að taka upplýstar ákvarðanir og haft góða yfirsýn yfir stöðu mála sem getur skipt miklu máli í ákvörðanatöku um rekstur fyrirtækja,“ greinir Berglind frá. Hún segir viðskiptagreindar- lausnir safnast saman í gagna- vöruhúsi Advania. „Gagnavöruhúsið safnar saman gögnum frá mörgum upplýsinga- tæknikerfum í eitt miðlægt kerfi til að styðja við greiningar og skýrslugerð fyrirtækja. Viðskipta- greindarhugbúnaður leitar svo í vöruhúsið og sýnir niðurstöð- urnar fyrir notandann í formi skýrslna. Allt er þetta afar not- endavænt, einfalt og aðgengilegt,“ segir Berglind. n Sjá nánar um möguleika í við- skiptagreind sem mannauðs- lausnir Advania hafa upp á að bjóða á advania.is Hér má sjá mælaborð hjá H3 launa- og mannauðslausn Advania. kynningarblað 5LAUGARDAGUR 1. október 2022 Mannauður
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.