Fréttablaðið - 01.10.2022, Page 42

Fréttablaðið - 01.10.2022, Page 42
ræða hlutina hreint og beint á fag- legum nótum og svo hefur hún líka áralanga reynslu sem grunnskóla- kennari og hefur því dýrmæta innsýn í okkar heim.“ Eru þið með einhvers konar mælikvarða á árangur vinnunnar? „Samskiptavinnan gengur vel og vinnan með Sigríði að topphegðun og botnhegðun er lykillinn að árangri okkar. Það vilja allir vera á vinnustað þar sem fólki líður vel og þess vegna vilja allir ná fram enn betri samskiptum. Þetta er því svo sannarlega að skila sér. Það þarf að vera traust til að vinna með það sem kemur upp og þar getum við öll horft inn á við. Hverju getum við breytt hjá okkur sjálfum? Hér er enginn ofar öðrum, við erum öll jafn mikilvæg,“ segir Lovísa. „Það hvað við sjáum góðar og jákvæðar breytingar kom okkur ánægjulega á óvart. Námskeiðin hafa hjálpað okkar vinnu, því það getur verið svo flókið að vinna í þessum samskipta- og hegðunar- málum, en eftir að við fengum Sigríði inn gengur þetta frábærlega fyrir sig. Þetta snýst um að leggja áherslu á styrkleika og tala um hvaða hegðun við viljum sjá og ná fram – bæði hjá okkur sjálfum og hverju öðru, þar sem hver og einn ber ábyrgð á sér. Það er gaman að sjá hvað fólk er samtaka í þessu, enda áttar fólk sig á áhrifunum. Þetta gerir okkur líka miklu auð- veldara að taka á málum. Þetta hefur gengið vonum framar, fólk er ánægt með þessa vinnu því okkur langar öllum að líða vel í vinnunni og hér í Hólabrekkuskóla höfum við valið að setja fókusinn á gleðina.“ n Sigríður Indriðadóttir hjá SAGA Competence vinnur mikið með öflugum stjórnendum sem vilja gera góðan vinnustað enn betri. sagac.is Reykjavíkurborg, fjölmenn- asti vinnustaður landsins, er lifandi og skemmtilegur vinnustaður með sterkt aðdráttarafl fyrir hæfileika- ríkt fólk á öllum aldri sem vinnur í þágu borgarbúa. „Meðal þess sem einkennir mann- auðsstarf hjá borginni er áhersla á heilsu og vellíðan starfsfólks og er litið svo á að það skili sér í aukinni ánægju og bættri þjónustu til borg- arbúa. Allt starfsfólk getur fengið frítt sundkort og menningarkort hjá borginni, auk árlegs styrks til heilsuræktar. Mikil starfsánægja mælist meðal starfsfólks borgar- innar og sýnir viðhorfskönnun á þessu ári að 87 prósent starfsfólks eru ánægð í vinnunni, 84 prósent telja góðan starfsanda á sínum vinnustað og að ríflega 82 prósent starfsfólks upplifa jafnvægi milli starfs og einkalífs.“ Þetta segir Lóa Birna Birgis- dóttir, sviðsstjóri mannauðs- og starfsumhverfissviðs hjá Reykja- víkurborg. Hjá Reykjavíkurborg starfa að meðaltali tæplega 12 þúsund starfsmenn á um 350 starfsstöðum sem veita borgarbúum fjölbreytta þjónustu. Fjölbreytni starfa er afar mikil en stærstu fagstéttirnar eru grunn- og leikskólakennarar, félagsráðgjafar, sálfræðingar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, þroskaþjálfar, verkfræðingar og viðskiptafræðingar. „Stjórnendahópur borgarinnar telur tæplega 600 manns. Starfs- fólk af erlendum uppruna er um 1.100 talsins og er lögð áhersla á að sem flest þeirra geti nálgast íslenskukennslu á sínum starfs- stað á vinnutíma,“ upplýsir Lóa Birna. Fag- og kjarnasvið borgarinnar eru alls átta og á hverju sviði eru mannauðsstjórar sem stýra mann- auðsþjónustu hvers sviðs. „Mannauðs- og starfsum- hverfissvið er kjarnasvið sem fer með forystuhlutverk og hefur yfirumsjón með mannauðsmálum borgarinnar, auk þess að styðja við stefnu og megináherslur borgaryf- irvalda. Sviðið hefur meðal annars það hlutverk að móta stefnur og verklag á sviði mannauðsmála og halda utan um verkefni sem ganga þvert á borgarkerfið. Þannig á sviðið að stuðla að því að samhæfa og samræma vinnubrögð á sviði mannauðsmála,“ segir Lóa Birna. Samskiptamiðillinn Fróði Reykjavíkurborg hefur sett sér metnaðarfulla mannauðsstefnu sem stýrir áherslum borgarinnar í mannauðsmálum. „Mannauðs- og starfsum- hverfissvið vinnur markvisst að framtíðarsýn Reykjavíkur- borgar í mannauðsmálum; það er að Reykjavíkurborg sé vinnu- staður með aðdráttarafl fyrir hæfileikaríkt og metnaðarfullt fólk sem vinnur í þágu borgarbúa. Gildistími mannauðsstefnunnar er til ársins 2025 og á þeim tíma er markmiðið að öll starfsemi borgarinnar einkennist af fag- mennsku og framsækni,“ segir Auður Björgvinsdóttir, skrifstofu- stjóri ráðningar og mönnunar. Til að ná þessu markmiði er borgin meðal annars að innleiða umtalsverða tækniþróun með staf- rænni umbreytingu. Sem dæmi um stafræn umbreytingaverkefni í mannauðsmálum má nefna nýtt ráðningakerfi, nýtt stafrænt fræðslukerfi og nýtt kerfi fyrir atvikaskráningar tengdar öryggis- málum og vinnuvernd. „Þótt starfsfólk borgarinnar starfi um alla borg er markmiðið að starfsfólk upplifi borgina sem einn vinnustað sem einkennist af fjölbreytni, sterkri menningu, sveigjanleika og samheldni og til að ná því er meðal annars lögð áhersla á þverfaglegt samstarf, stuttar boðleiðir og virkt upp- lýsingastreymi. Í þeim tilgangi er rekinn sameiginlegur innri vefur, – Fróði – og Workplace er notað sem innri samskiptamiðill fyrir allt starfsfólk. Árlega er haldinn stjórn- endadagur fyrir alla stjórnendur borgarinnar og var sumarhátíð fyrir allt starfsfólk og fjölskyldur haldin í fyrsta sinn í sumar,“ upp- lýsir Ásta Bjarnadóttir, skrifstofu- stjóri starfsþróunar og starfsum- hverfis hjá Reykjavíkurborg. Traust og jafnvægi í samskiptum Leiðarljós Reykjavíkurborgar, sem móta og stýra áherslum í mann- auðsmálum, eru mannvæn, sam- ræmd, traust og snjöll. „Í því felst að Reykjavíkurborg mætir síbreytilegum þörfum vinnustaðarins og starfsfólks. Að allt starfsfólk sýni ábyrgð og lág- marki sóun til að bæta þjónustu og samfélagið í borginni. Lögð er áhersla á að starfsfólk fái jöfn tækifæri og er borgin stolt af því að hafa innleitt styttingu vinnu- vikunnar á öllum starfsstöðum og verið í fararbroddi með jafnrétti í launakjörum og jafnlauna- vottun. Lengi hefur verið fylgst með kynbundnum launamun hjá Reykjavíkurborg en borgin hefur innleitt jafnlaunakerfi og hlaut fyrst jafnlaunavottun árið 2019. Á undanförnum árum hefur dregið mjög úr þessum launamun og mældist leiðréttur kynbundinn launamunur (á heildarlaunum) alls starfsfólks aðeins 0,4 prósent árið 2021,“ greinir Lóa frá. „Borgin vill einnig stuðla að trausti og jafnræði í samskiptum milli starfsfólks, að því sé skapað öruggt umhverfi og lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu í öllum samskiptum, sem kemur meðal annars fram í öflugu forvarnastarfi og viðbragðsáætlunum gegn einelti og áreitni. Markvisst er unnið að því að skapa aukna öryggismenn- ingu með markvissri innleiðingu á nýrri öryggisstefnu, sem felur í sér áhættumat starfa, öryggis- og heilbrigðisáætlanir og samræmda atvikaskráningu,“ greinir Ásta frá. Hún segir Reykjavíkurborg vera framsækinn vinnustað sem hvetji til þverfaglegrar starfsþróunar. „Með því að horfa til framtíðar vinnum við í sameiningu að því að takast á við áskoranir, tileinka okkur nýja tækni og grípa tæki- færi þegar þau gefast. Á næstunni verður opnað í áföngum nýtt staf- rænt fræðslukerfi – Torgið – sem verður vettvangur fyrir fjölbreytta fræðslu fyrir allt starfsfólk. Þar mun fólk nálgast nýliðafræðslu, fræðslu um upplýsingatækni, stjórnun og heilsutengd málefni, auk sértækrar vinnutengdrar fræðslu og skyldufræðslu sem ræðst af starfi og starfsvettvangi hvers og eins. Mannauðs- og starfsum- hverfissvið leggur áherslu á öfluga mannauðsþjónustu í því skyni að laða að, styðja við og þróa starfs- fólk og stjórnendur, svo þjóna megi borgarbúum sem best og skapa virðingu og traust samfélagsins,“ segir Ásta. n Fjölbreytni og framsækni í fyrirrúmi Frá vinstri: Ásta Bjarnadóttir, Auður Björgvinsdóttir og Lóa Birna Birgisdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Öll getum við verið sammála um að mannauður er okkar dýrmætasta auðlind og getur fjárfesting í mannauði skilað sér margfalt til baka. Lovísa Guðrún Ólafsdóttir, skóla- stjóri Hólabrekkuskóla, sat skóla- stjóraráðstefnu á Akureyri haustið 2021 þar sem Sigríður Indriða- dóttir, framkvæmdastjóri SAGA Competence, var með erindi um meðvirkni í stjórnun. „Sigríður hefur einstakt lag á að koma orðum á hegðun sem við höfðum ekki heyrt áður og talaði einfaldlega mannamál,“ sagði Lovísa, er hún var spurð hvers vegna þau fengu Sigríði í lið með sér til að efla vinnustaðamenn- inguna í skólanum. „Við höfum verið að skilgreina hvaða hegðun við viljum hafa á okkar vinnustað og einblínt á að fólki líði vel í starfi, því það hefur auðvitað áhrif á líðan og árangur nemenda okkar. Sigríður setti orð á hegðun og frammistöðu sem við höfðum ekki heyrt áður og opnaði á nýjan heim þegar kemur að sam- skiptum og frammistöðu á vinnu- stað. Hún talaði um meðvirkni, topphegðun og botnhegðun, sem er ný nálgun sem okkur skóla- stjórnendum Hólabrekkuskóla þótti spennandi að nýta til að byggja upp enn betri vinnustaða- menningu þar sem áherslan er á öflugri liðsheild og hvetjandi starfsanda. Við fengum Sigríði því til að koma til okkar strax þarna um haustið,“ greinir Lovísa frá. „Við erum að vinna með Uppeldi til ábyrgðar, sem er þekkt skóla- stefna og snýst um að taka ábyrgð á eigin hegðun. Þar eru mörg góð verkfæri sem við erum að kenna nemendum og verkfærin sem Sigríður hefur gefið starfsfólkinu okkar tóna vel við þessa aðferða- fræði.“ Hvað er það sem Sigríði tekst að ná út úr starfsfólkinu ykkar? „Við erum öll mannleg og sýnum mörg lærða hegðun úr æsku sem við áttum okkur ekki á. Okkur fullorðna fólkinu hættir stundum til að tala í kringum hlut- ina, en ekki stíga inn í aðstæður og taka á þeim og þar hefur Sigríður fært okkur ýmis verkfæri sem við getum nýtt okkur þannig að við séum öll á sömu blaðsíðu og meðvituð um hvað gildir á okkar vinnustað og hvað ekki. Þannig verður miklu auðveldara að stíga inn í aðstæður og halda okkur öllum samábyrgum í því,“ svarar Lovísa og bætir við: „Að byggja upp góðan vinnu- stað er eilífðarverkefni sem við munum halda áfram að vinna með um ókomna tíð. Við viljum að allt starfsfólk sé lykilstarfsfólk, til að ná því þurfum við að setja markmið svo öll nái að nýta sína styrkleika, en þar hefur Sigríður aðstoðað okkur. Að fá utanaðkomandi aðstoð, eins og Sigríður hefur veitt, hefur reynst ómetanlegt í þessu ferli. Bæði hefur hún hjálpað okkur að Settu fókusinn á gleðina  Lovísa Guðrún Ólafsdóttir, skólastjóri Hólabrekku- skóla og Sigríður Indriðadóttir, framkvæmda- stjóri SAGA Competence. FRÉTTABLAÐIÐ/ eRnIR Samskiptavinnan gengur vel og vinnan með Sigríði að topphegðun og botn- hegðun er lykillinn að árangri okkar. Lovísa Guðrún Ólafsdóttir 6 kynningarblað 1. október 2022 LAUGARDAGURMannauður
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.