Fréttablaðið - 01.10.2022, Page 44

Fréttablaðið - 01.10.2022, Page 44
Þetta er verkfæri fyrir metnaðarfulla leiðtoga sem vilja hafa áhrif. Vilja láta aðra vaxa og dafna og geta brugðist strax við niðurstöð- unum. HR Monitor er hugbúnaður sem veitir rauntímaupp- lýsingar um mannauðsmál fyrirtækja. Gildi HR Monitor eru einfaldleiki, kraftur og jákvæðni. Fyrirtækið HR Monitor var stofnað árið 2010 en verið var að svara kalli mannauðsstjóra og stjórn- enda eftir rauntímaupplýsingum, að sögn Sonju Magnúsdóttur sem leiðir söluteymi fyrirtækisins. „Við fengum styrk frá Tækni- þróunarsjóði árið 2015 sem gerði okkur kleift að forrita hugbúnað- inn í þeirri mynd sem hann er í í dag. Hugbúnaðurinn er í stöðugri þróun. Vaxtarmöguleikarnir eru endalausir. Stóra framtíðarsýnin er að gefa öllum tækifæri til að tjá sig um vinnustaðinn sinn nafnlaust. Við viljum breyta því hvernig fólk stundar viðskipti, beina sjónum meira að fólkinu sjálfu. Ef við hugs- um vel um starfsfólkið svo það nái að dafna þá hugsar það betur um viðskiptavinina og þannig náum við árangri,“ útskýrir hún. „Hugbúnaðurinn er hannaður fyrir mannauðsstjóra svo þeir geti fengið rauntímaupplýsingar og gripið litlu málin áður en þau verða stór. Hugbúnaðurinn fram- kvæmir púlsmælingar. Níu spurn- ingar, ein opin og átta lokaðar, eru sendar starfsfólki. Spurningarnar eru allar byggðar á rannsóknum fræðimanna. Fræðimenn tala um átta flokka sem þarf til að búa til fyrirmyndar starfsumhverfi. Í hverri mælingu er ein lokuð spurning úr hverjum þessara flokka, opna spurningin getur svo verið um hvað sem er.“ Flokkarnir átta sem Sonja talar um eru eftirfarandi: 1. Gæði og tengsl 2. Starfsánægja 3. Sjálfstæði til ákvarðanatöku 4. Stuðningur frá stjórnendum 5. Kröfur um árangur 6. Skýr framtíðarsýn 7. Áhugi virðing og hollusta 8. Þróun og þjálfun Spurningarnar í gagnagrunni hug- búnaðarins eru 500 og hafa verið flokkaðar í ofantalda flokka. Hægt er að senda út spurningar allt að tólf sinnum á ári. „Í hverri mælingu kemur ný spurning fyrir hvern flokk svo fólk er ekki alltaf að svara sömu spurningunum. En stjórnendur geta breytt spurningunum eða samið nýjar ef þeir vilja kanna eitt- hvað sérstakt. Þó að spurningarnar í kerfinu séu akademískar rann- sóknarspurningar þá er mikilvægt að hægt sé að aðlaga þær þörfum notendanna,“ segir hún. Sonja segir að persónuvernd skipti þau hjá HR Monitor miklu máli og að þau vinni eftir ISO 27001 öryggisstaðli. Það gerir það að verkum að mælingarnar eru algjörlega órekjanlegar og nafn- lausar. „Traust er lykilatriði að okkar mati. Bæði þurfa viðskiptavinirnir að treysta okkur fyrir að sjá um þessar mælingar og á sama tíma þarf starfsfólkið að geta treyst sínum vinnustað og að spurning- arnar séu órekjanlegar.“ Einfalt og notendavænt Sonja segir að nafnið á fyrirtækinu HR Monitor gæti verið stytting á orðunum Heart Rate Monitor sem þýðir hjartsláttarmælir. „Með mælingunum erum við að skoða hjarta fyrirtækisins, við gerum púlsmælingar og setjum að lokum fram niðurstöður sem eru röntgenmynd fyrirtækisins. Þá sjáum við strax hver staðan er og hvað þarf að gera,“ segir hún. „Við notum svokallaðan Likert- skala þegar spurningarnar eru samdar. Þá eru þær settar fram sem fullyrðingar og svarendur geta svarað hversu sammála eða ósam- mála þeir eru þeim. Niðurstöð- urnar eru settar fram í þríhyrning og eru litakóðaðar. Litirnir eru rauður, gulur og grænn svo það má segja að þeir séu umferðarljós sem segja okkur hver staðan er. Það er mjög einfalt að lesa úr niður- stöðunum en eitt af okkar grunn- gildum er einfaldleiki.“ Hægt er að senda út mælingu úr kerfinu til starfsfólksins með þremur smellum og kerfið er mjög einfalt og notendavænt að sögn Sonju. „Við erum alltaf að reyna að einfalda líf okkar og líf stjórnenda. Það gerum við með góðum teng- ingum. Við getum tengst við launa- kerfi, við 50 Skills og Power BI. Það er hægt að senda út mælingu á tölvupósti, SMS eða Workplace og kerfið er á átta tungumálum.“ Sonja bætir við að það sé auðvelt að bregðast við eftirspurn við- skiptavina og þróa kerfið áfram á heimsvísu. Á næstu dögum verður hægt að nota kerfið á tíu tungu- málum í stað átta. Kraftmiklar mælingar Annað grunngildi HR Monitor er kraftur. Sonja segir að markmið fyrirtækisins sé að það sé kraftur í púlsmælingunum sem þau bjóða upp á og kraftur í þeim sem nýta sér HR Monitor. „Við leggjum áherslu á að með notkun á HR Monitor hugbúnað- inum breytum við menningunni á vinnustaðnum. Leiðtogar sem nota HR Monitor geta ýtt undir liðsheild og sýnt starfsfólkinu ákveðna umhyggju með því að gefa því tækifæri til að tjá sig nafn- laust um vinnustaðinn og líðan sína. Skoðanir starfsfólksins skipta miklu máli og er því mikilvægt að þær komist reglulega til skila,“ segir hún. „Það liggja tækifæri og kraftur í því að geta borið sig saman við markaðinn. Viðskiptavinir okkar geta borið sig saman við önnur fyrirtæki nafnlaust. Það er til dæmis hægt að velja að bera sig saman við fyrirtæki af svipaðri stærð og bera saman niðurstöður eftir mánuðum. Ytri aðstæður geta nefnilega haft áhrif á niðurstöður svona kannana. Þess vegna skiptir máli að allir fái sömu spurningar til dæmis í janúar þegar lægð er yfir landinu og oft þungt yfir fólki og eins þegar birtir til og fólk er þá orðið jákvæðara til dæmis í júní. Árstíminn hefur áhrif og það er gott að taka það með inn í reikninginn.“ Sonja nefnir að annað sem geri mælingarnar kraftmiklar sé að hægt er að bregðast fljótt við ef eitthvað er ekki nógu gott innan fyrirtækisins. Það er vegna þess að spurningakannanirnar eru gerðar reglulega yfir árið og niðurstöður fást strax. „Ef hægt er að bregðast strax við því sem er ábótavant er strax hægt að mæla áhrif aðgerðanna. Þá er markvisst hægt að fylgjast með árangrinum af þeim. Markmiðið er alltaf að ná árangri, hvort sem hann tengist því að einstaklingum líði vel í vinnunni eða að fyrir- tækið standi sig vel og komi sínu á framfæri,“ segir hún. Jákvætt verkfæri „Við erum alltaf að breyta hugar- fari fólks. Mælingarnar eiga að vera jákvætt verkfæri og við viljum hafa það jákvætt. Þetta er verkfæri fyrir metnaðarfulla leiðtoga sem vilja hafa áhrif. Vilja láta aðra vaxa og dafna og geta brugðist strax við niðurstöðum,“ segir Sonja. „Mælingarnar eru líka endurgjöf fyrir stjórnendur. Það er ekki alltaf þægilegt að fá endurgjöf, en kerfið okkar býr ekki til vandamálin. Vandamálin eru þegar til staðar. Spurningin er: Er talað um þau eða ekki? Með kerfinu erum við að auka gagnsæi á vinnustöðum. Við viljum búa til vinnuumhverfi þar sem fólk má tjá sig og getur tjáð sig. Það er mikilvægt að mega segja hvað manni finnst og að eitthvað sé gert við þær upplýsingar. Það er það jákvæða í gildunum okkar. Það er það sem leiðir okkur áfram í daglegu starfi.“ Sonja leggur áherslu á að HR Monitor varð til af því það vantaði tæki til að mæla árangur á þann hátt sem hugbúnaðurinn gerir. „Það hefur verið barátta fyrir mannauðsmálin að fá sæti við framkvæmdastjóraborðið. En það er mikilvæg þróun að þau fái að taka meira pláss. Að hægt sé að setja tilfinningar niður á blað og í tölur sem hægt er að bera saman. Það hefur líka sýnt sig að það að leggja áherslu á mannauðinn hefur fjárhagslega jákvæð áhrif á fyrir- tæki.“ n Mælir hjartslátt fyrirtækisins Starfsfólk HR Monitor í Innovation House. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Árlegar mannauðsmælingar eru liðin tíð. Rétt eins og enginn fjármála- stjóri getur starfað án mánaðarlegra fjárhagstalna þurfa stjórnendur í dag ávallt nýjustu upplýsingar um mannauð sinn. Virkara starfsfólk Mannauðsmælingar okkar veita rauntímaupplýsingar um mannauðsmál fyrirtækisins sem gerir stjórnendum kleift að bregðast skjótt við breyttum aðstæðum. Við auðveldum starfsfólki ykkar að taka virkari þátt á vinnustaðnum, sem bætir upplifun og dregur úr starfsmannaveltu. Betri stjórnendur Við lítum á okkur sem þjálfara sem hjálpar stjórnendum að bæta stjórnunarfærni sína stöðugt. Reglulegar mannauðsmælingar flýta fyrir námsferlinu. Meiri árangur Vel skilgreind starfsmannastefna og mælikvarði til að mæla árangur veitir stjórnendum þau verkfæri sem þeir þurfa til að byggja upp afkastamikið starfsafl með aukinni þátttöku starfsmanna, sem stuðlar að velgengni fyrirtækisins. Náðu fram því besta hjá þínu fólki Mannauðsmælingar í rauntíma eru okkar sérgrein 8 kynningarblað 1. október 2022 LAUGARDAGURMannauður
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.