Fréttablaðið - 01.10.2022, Page 51

Fréttablaðið - 01.10.2022, Page 51
Endurmenntun Háskóla Íslands hefur verið starfrækt síðan 1983 og er í fararbroddi á íslenskum símenntunar- markaði. Hlutverk Endur- menntunar, með öflugri nýsköpun í námsframboði og þjónustu, er að efla hæfni og þekkingu fólks í starfi og einkalífi. Halla Jónsdóttir, endurmennt- unarstjóri og Jóhanna Rútsdóttir (Hanna), náms- og þróunarstjóri, ásamt öflugu teymi verkefna- stjóra, sjá um að námsframboð Endurmenntunar sé fjölbreytt og aðgengilegt fyrir fólk og fyrirtæki með mismunandi þarfir. Endur- menntun hefur þjónað atvinnu- lífinu í áratugi og er í stöðugu samtali við fyrirtæki, stofnanir og fagfélög um þarfir fyrir fræðslu. Þannig er lagður grunnur að hagnýtu og fjölbreyttu framboði á sviði persónulegrar jafnt sem starfstengdrar hæfni, en það er ekki svo auðvelt að skilja þarna á milli þegar kemur að árangri í starfi. Fyrirtæki geta gert sam- starfssamning við Endurmenntun sem felur í sér afsláttarkjör, reglu- bundið samtal um fræðsluþarfir og framleiðslu á kynningarefni fyrir starfsfólk. Hátt í 200 námskeið Á þessu misseri eru hátt í 200 námskeið á dagskrá í hinum ýmsu flokkum sem nýtast atvinnulífinu á mismunandi hátt. Á þetta úrval sér enga hliðstæðu á íslenskum menntunar- og fræðslumarkaði og greinilegt er að Endurmenntun sinnir mikilvægu hlutverki í að halda fræðslu almennings lifandi í samfélaginu. Öll fyrirtæki og stofnanir sem senda fimm eða fleiri einstaklinga á sama nám- skeið fá 20 prósenta afslátt hjá Endurmenntun en að auki er hægt að nálgast þar sérsniðna fræðslu. „Við leggjum mikinn metnað í að koma til móts við stjórnendur í fyrirtækjum með því að bjóða upp á sérsniðnar fræðslulausnir þar sem við getum hannað nám- skeið fyrir starfsmannahópa í fyrirtækjum sem hafa þörf fyrir ákveðna fræðslu. Þekking og hæfni starfsfólks er grundvöllur árang- urs, en á sama tíma er fræðsla fjárfesting og það skiptir máli að tímanum sé vel varið. Mikilvægt er að vinna faglega að undirbúningi og framkvæmd fræðslu svo að hún skili því virði sem henni er ætlað. Þegar fyrir liggur að fræða þurfi hóp starfsfólks um tiltekið efni er ástæða til að íhuga sérsniðnar lausnir til að fá sem mest út úr fræðslunni,“ segir Halla. Sérsniðnar lausnir Hanna tekur undir og bætir við að ávinningurinn af sérsniðnum lausnum sé margvíslegur: „Sérlausnirnar okkar taka mið af stefnu og starfsemi hvers fyrir- tækis og sveigja sig að aðstæðum í hverju tilfelli. Fræðslan fer fram á þeim tíma sem hentar starfs- fólkinu best og bæði er hægt að stilla námskeiðinu upp í húsi Endurmenntunar á Dunhaganum eða koma með fræðslu inn í fyrir- tæki eða stofnun ef það hentar betur. Einnig er hægt að velja blandaða lausn þar sem hluti er í staðkennslu og hluti í fjarkennslu sem gefur enn meiri sveigjanleika á stað og stund. Við tryggjum líka algjöra fagmennsku þar sem hjá okkur starfa sérfræðingar í fræðslu með þekkingu á kennslu, ára- langa reynslu af þarfagreiningu, undirbúningi og öllum þeim smá- atriðum í framkvæmd fræðslu sem skipta sköpum þegar á hólminn er komið.“ „Annar frábær kostur við þessar sérsniðnu lausnir er að þær efla liðsheild innan fyrirtækja og stuðla að hópefli meðal starfsfólks sem kemur saman í ákveðnum tilgangi,“ segir Halla. „Við sköpum þennan vettvang þar sem fólk er samferða í fræðslunni, tekur mikil- vægar umræður og hefur gaman. Þegar námskeiði lýkur bjóðum við svo upp á eftirfylgni og mat á árangri, sé þess óskað.“ Endurmenntun starfar með kennurum sem eru hæfustu sér- fræðingar á hverju sviði, bæði úr háskólasamfélaginu og atvinnu- lífinu. Á hverju misseri eru fengnir erlendir sérfræðingar sem halda sérhæfð námskeið eða vinnustofur og von er á nokkrum slíkum nú á haustmisseri. „Eitt skemmtilegt verkefni sem við erum að vinna að núna er að taka á móti Margaret Andrews frá Higher Ed Associates en hún verður með námskeiðið Leading with Emotional Intelligence sem hentar stjórnendum sem vilja fræða sig um tilfinningagreind og hversu mikilvæg hún getur verið í stjórnendahlutverkinu,“ segir Hanna. „Andrews býr yfir gríðar- legri reynslu af leiðtogaþjálfun og stjórnun og er meðal þeirra fremstu á sínu sviði. Hún var áður deildarforseti við Harvard-háskóla og kennir þar reglulega ennþá, ásamt því að ferðast út um allan heim að kenna stjórnun og leið- togaþjálfun. Hún hefur komið til okkar nokkrum sinnum og hafa námskeið hennar ávallt vakið mikla lukku enda mikill fengur að fá hana til að kenna.“ Stjórnendur stuðli að fræðslu „Við ætlum einmitt að bjóða stjórnendum að kaupa sérsniðna þjónustu í samstarfi við Andrews þar sem hægt er að velja úr þremur námskeiðum sem öll fjalla um stjórnun frá mismunandi hliðum,“ bætir Halla við og segir að þetta sé tækifæri sem stjórnendur ættu ekki að láta fram hjá sér fara. „Það er mikilvægt að stjórn- endur stuðli að fræðslu hjá starfs- fólkinu sínu, en það er ekki síður mikilvægt að þeir sjálfir séu ávallt á tánum og tilbúnir að fræða sig um nýjustu vendingar og fræði sem varða starfið þeirra.“ Fleiri erlendir sérfræðingar koma til með að kenna í spenn- andi nýjum námslínum í jákvæðri sálfræði sem eru á dagskrá Endur- menntunar í haust og næsta vor: „Við höfum verið með frábært diplómanám í jákvæðri sálfræði undanfarin ár í umsjón dr. Dóru Guðrúnar Guðmundsdóttur, sviðs- stjóra hjá Embætti landlæknis,“ segir Hanna og heldur áfram: „En inntökuskilyrðin eru nokkuð ströng og færri hafa komist að en vilja. Stefnan núna er því tekin í átt að því að gera fagið aðgengi- legra með því að bjóða einnig upp á styttri námslínur þar sem engra inntökuskilyrða er krafist. Þar gefst fólki tækifæri á að kynn- ast jákvæðri sálfræði án þess að skuldbinda sig í lengra nám með tilheyrandi kostnaði.“ Námslínurnar sem eru á dag- skrá á næstu misserum eru tvær íslenskar sem kenndar verða í staðnámi og tvær enskar sem verða í fjarnámi með fjölbreyttum hópi kennara víðs vegar að úr heim- inum. Tvær námslínanna beinast sérstaklega að stjórnendum en það eru Jákvæð forysta og jákvæð sálfræði á vinnustað – fyrir stjórn- endur og sérfræðinga á mannauðs- sviði og Positive Leadership and Positive Psychology at Work, sem eru báðar kenndar á vormisseri. Mjög fjölbreytt námsframboð Fyrir utan sérhæfð námskeið fyrir stjórnendur og fyrirtæki tekur námsframboð Endurmennt- unar einnig mið af mikilvægum viðfangsefnum sem hafa áhrif á samfélagið. „Í haust erum við með nokkur námskeið sem eru mikilvægt inn- legg í samfélagsumræðu nútímans,“ segir Halla. „Þar má nefna nám- skeiðin Hatursorðræða og haturs- glæpir, Farsótt – saga smitsjúk- dóma og farsótta á Íslandi og Allur regnboginn – hinsegin fræðsla fyrir almenning. Það er mikilvægt að við látum okkur málin varða og gefum almenningi tækifæri á að fræða sig um allar hliðar samfélagsins.“ Það er því greinilegt að af nægu er að taka þegar kemur að náms- framboði Endurmenntunar og starfsfólk þar er samstillt í að bjóða upp á það allra besta þegar kemur að fræðslu á hinum marg- víslegu sviðum. Halla og Hanna líta björtum augum til komandi missera og sjá má hópa af nem- endum og þátttakendum streyma í hús Endurmenntunar þar sem allt er að fyllast af lífi. n Nánari upplýsingar má finna á endurmenntun.is, í gegnum net- fangið endurmenntun@hi.is og síma 525-4444. Mikilvægt er að vinna faglega að undirbúningi og fram- kvæmd fræðslu svo hún skili því virði sem henni er ætlað. Halla Jónsdóttir Sérlausnirnar okkar taka mið af stefnu og starfsemi hvers fyrirtækis og sveigja sig að aðstæðum í hverju tilfelli. Jóhanna Rútsdóttir Endurmenntun Háskóla Íslands í fararbroddi Jóhanna Rúts- dóttir er náms- og þróunarstjóri hjá Endur- menntun HÍ og Halla Jónsdóttir er endurmennt- unarstjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINk kynningarblað 15LAUGARDAGUR 1. október 2022 Mannauður
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.