Fréttablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 52
Stjórnun mann- auðs gerist ekki í tómarúmi í mannauðs- deildum, heldur er hún samstarfsverkefni margra. Stjórn- endur, mann- auðsfólk og starfs- fólk þarf að vinna saman við að móta kerfin og ferlin. Arney Einarsdóttir er dósent við viðskiptadeild Háskól- ans á Bifröst og fagstjóri námslínu á sviði mannauðs- stjórnar á meistarastigi. Arney hefur frá árinu 2005 stýrt CRANET fyrir Íslands hönd, en alþjóðlegur hópur fræðimanna hefur um áratugaskeið unnið að samanburðarrannsóknum í mannauðsstjórnun, innan Cran- field Network on International Human Resource Management (CRANET) samstarfsnetsins. Hvað getur þú sagt mér um rann- sóknarverkefnið CRANET? „Í verkefninu taka þátt meira en 50 háskólar í jafnmörgum löndum, og afla gagna meðal mannauðs- stjóra í þátttökulöndunum. Þátt- taka Íslands í verkefninu frá árinu 2003 tryggir reglubundna gagna- öflun og uppbyggingu gagna- grunns til að fylgjast með þróun á sviði mannauðsmála til skemmri og lengri tíma og gögnin eru nýtt alþjóðlega og svæðisbundið í fræðilegum og hagnýtum tilgangi. Samhæfð gagnaöflun og gagna- grunnur sem þessi gefur tækifæri til ýmiss konar samanburðar milli landa, svæða, atvinnugreina og að greina þróun. Gagnaöflun fór nú síðast fram árið 2021 og var gefin út íslensk skýrsla með lykilniður- stöðum. Þar má finna ýmsa lykil- mælikvarða á sviði mannauðsmála sem nýta má til samanburðar og markvissrar markmiðssetningar, en skýrsluna má nálgast á heima- síðu Háskólans á Bifröst. Í skýrsl- unni er nú birtur samanburður við Kanada, Danmörku, Finnland og Slóveníu,“ segir Arney. Hverjar voru helstu niðurstöður úr síðustu gagnaöf lun? „Gjarnan er litið til tilvistar mannauðsdeilda í skipuriti og setu mannauðsstjóra í framkvæmda- stjórn, sem vísbendingu um það hvort mannauðurinn sé metinn að verðleikum og faglegan styrk. Faglegan styrk má merkja í því að mannauðsdeildir eru hér á landi í auknum mæli skilgreindar í skipu- ritum og forsvarsaðili mannauðs- mála á sæti í framkvæmdastjórn í meirihluta fyrirtækja og stofnana. Þó má merkja smá bakslag á þessu sviði núna, sem má hugsan- lega rekja til Covid. Eins fækkaði stöðugildum úr 3,8 að meðaltali í mannauðsdeildum hér á landi, í 3,2 stöðugildi frá 2018. Það bendir til þess að fyrirtæki hafi dregið aðeins saman seglin á þessu sviði á síðustu þremur árum. Í flestum málaflokkum hefur fag- mennska þó verið að aukast og til dæmis er verið að nota fjölbreyttari og betri aðferðir í ráðningum og nú notaðar matsnefndir (hópur tekur viðtöl) og ýmiss konar hæfnispróf í auknum mæli til að meta umsækj- endur. Meðmæli og samfélags- miðlar eru þó notuð í meiri mæli hér á landi við mat á umsækjendum en í samanburðarlöndunum. Það teljast þó seint vera áreiðanlegar né almennt réttmætar aðferðir, nema það sé gert með mjög hlutlægum og kerfisbundnum hætti og með sama hætti fyrir alla sem er verið að meta. Þróunin hefur almennt verið jákvæð síðustu 20 ár, og við stönd- um á flestum sviðum nokkuð jafn- fætis við samanburðarlöndin. Hér á landi hafa fyrirtæki og stofnanir þó síður markað sér stefnu um fjöl- breytileika og lítið er um aðgerðir til að auka fjölbreytni, og síður hjá hinu opinbera. Það hefur vakið athygli mína í gegnum árin að samstarfsnefndir (Work-councils), skipaðar fulltrúum starfsmanna og stjórnenda, hafa verið mun síður notaðar í samskiptum við starfs- fólk en í samanburðarlöndunum. Það gæti verið ein orsök átaka á íslenskum vinnumarkaði. Merkja má þó jákvæða þróun á þessu sviði frá árinu 2015, og nú er meirihluti, eða 53% fyrirtækja og stofnana, með slíkar nefndir.“ Hafa mannauðsmálin ekki verið krefjandi undanfarin ár? „Það hefur eflaust mætt mikið á þeim sem hafa veitt mannauðs- málum forstöðu í skipulagsheildum síðustu ár, við innleiðingu ýmissa breytinga svo sem tengt jafnlauna- vottun, styttingu vinnuvikunnar, innleiðingu verkefnamiðaðra vinnurýma og ekki síst að bregðast við þegar Covid skall á af fullum þunga. Ljóst er því að mörg flókin þróunar- og breytingaverkefni sem varða og hafa áhrif á starfsfólkið hafa hvílt á herðum mannauðs- deilda og stjórnenda síðustu þrjú ár,“ segir Arney og bætir við: „Niðurstöður sýna að 76% þátt- takenda höfðu í árslok 2021 hlotið jafnlaunavottun frá vottunaraðila, og önnur 15% voru komin langt í ferlinu og stefndu að vottun innan sex mánaða. Á þessu sviði hefur því verið lyft grettistaki. Jafn- launavottun var lengst komin í opinbera geiranum, enda var því gert að ljúka vottun fyrir árslok 2019, en hins vegar styttra í frum- vinnslugreinum. Margir samningsaðilar á vinnu- markaði hafa samið um styttingu vinnuvikunnar síðustu misseri og sýna niðurstöður að 98% svarenda hafa innleitt styttingu. Útfærslan er þó misjöfn eftir deildum, stéttarfélögum og/eða starfsfólki, enda gert ráð fyrir mis- munandi útfærslum í samningum. Vikuleg stytting er þó algengust og algengast í opinbera geiranum að styttingin sé fjórar klukku- stundir á viku, eða í 36 stundir vinnustundir á viku. Enda var samið um það í kjarasamningum hjá hinu opinbera en almennt samið um minni styttingu í einka- geiranum. Mannauðsstjórar telja að jákvæð áhrif styttingarinnar birtist í minna skreppi starfs- fólks á launuðum vinnutíma og aukinni starfsánægju en neikvæð áhrif megi merkja í auknum launakostnaði og meiri yfirvinnu. Spyrja má hvort þetta muni skapa aukna pressu á einkageirann til að tryggja samkeppnishæfni hans um vinnuafl. Þegar Covid skall á sköpuðust ýmsar áskoranir, sér í lagi hjá fyrirtækjum þar sem var sam- dráttur í viðskiptum. Á síðustu þremur árum var þó aðeins gripið til fækkunar hjá um 35% svarenda en fjölgun var hjá 62% svarenda. Algengast var þó að fjölgun ætti sér stað í opinbera geiranum. Þar sem fólki var fækkað voru notaðar mildari aðferðir, eins og sjálfviljug starfslok og að framlengja ekki tímabundnar ráðningar. Harðari aðgerðum, eins og uppsögnum, var mest beitt í þjónustugeiranum. Hvað varðar mat á áhrifum heims- faraldursins, telja flestir að áhrifin hafi verið mikil á starfsumhverfið (49%), stafræna þróun (40%) og breytingastjórnun (29%). Hvað varðar starfsumhverfið vekur athygli að um helmingur svarenda nýtti í einhverjum mæli fjarvinnu fyrir Covid, en hlutfallið fór upp í 92% meðan Covid stóð sem hæst. Niðurstöður benda þó til þess að fjarvinnan muni ekki ganga að öllu leyti til baka. Það vekur þó upp ýmsar krefjandi spurningar, eins og hvort það kalli á kerfisbundnara og formlegra mat á frammistöðu og framlagi starfsfólks, en líka um ýmsa, öryggis- og heilsuverndar- þætti og kostnaðarþátttöku við rekstur og viðhald starfsstöðva starfsfólks á heimilum þess. Svokölluð verkefnamiðuð vinnu- rými, þar sem starfsfólki er ekki úthlutað sértækri starfsstöð, hafa rutt sér til rúms síðustu ár. Stjórn- völd hafa meðal annars sett sér viðmið fyrir slík vinnurými í opin- berum stofnunum. Niðurstöður benda til þess að verkefnamið- uðum vinnurýmum hafi fjölgað frá 2018. Rúmlega helmingur svarenda er með einhverja slíka vinnustöð. Aðeins 5% svarenda eru þó með öll vinnusvæði verkefnamiðuð, þau eru algengari í þjónustugeiranum og í stærri fyrirtækjum en síður notuð í opinbera geiranum. Það verður áhugavert að fylgjast með hvernig frekari útbreiðslu verkefna- miðaðra vinnurýma vindur fram á næstu árum og ýmsar áhugaverðar spurningar sem vakna í því sam- hengi.“ Þurfa stjórnendur ekki að hafa innsýn og þekkingu á sviði mann- auðsstjórnunar? „Stjórnun mannauðs gerist ekki í tómarúmi í mannauðsdeildum, heldur er hún samstarfsverkefni margra, þar með talið mannauðs- deilda og stjórnenda en líka í ein- hverjum tilvikum taka almennir starfsmenn þátt í að til dæmis ráða einstaklinga inn í sérfræð- ingateymi. Stjórnendur þurfa að geta unnið með mannauðsfólki í mannauðsdeildum og taka þátt í að móta kerfin og ferlin. Einnig taka stjórnendur, allt frá forstjóra til framlínustjórnenda, ýmsar ákvarðanir sem varða og hafa áhrif á starfsfólk. Þeir taka líka þátt í ráðningum, greina þjálfunarþarfir og þjálfa, meta frammistöðu og eiga í ýmsum samskiptum við starfs- fólk. Má nefna ráðningarsamtöl, starfsmanna samtöl, launasamtöl og margt fleira, og þá gjarnan með stuðningi frá mannauðsdeildum.“ Er ekki mannauðurinn mikil verðmæti hjá fyrirtækjum og stofn- unum? „Fyrirtæki byggja í auknum mæli sína verðmætasköpun á óáþreifan- legri auðlindum, og þar með talið á þjónustu, þekkingu, færni og við- horfum starfsfólks. Ef allt starfsfólk fyrirtækis tæki ákvörðun um að leggja niður vinnu eða ganga út, þá stæði í einhverjum tilvikum jafnvel ekkert eftir.“ Er mikil eftirspurn á vinnumark- aði eftir þekkingu á mannauðs- málum? „Ég get ekki séð betur en að nemendur séu að fá áhugaverð og krefjandi viðfangsefni og störf, sem sérfræðingar, stjórnendur, mann- auðsstjórar og ráðgjafar. Það eru jú að skapast fleiri störf fyrir sér- fræðinga í mannauðsdeildum, til dæmis í ráðningum, launamálum, þjálfunarmálum og svo framvegis og fyrirtæki í auknum mæli að ráða mannauðsstjóra. Fyrirtæki fara stækkandi og samrunar eru í gangi víða í opinbera geiranum – en ágætis viðmið er að sérhæfður starfsmaður þurfi að veita mála- flokknum forstöðu, og hafa yfirsýn yfir auðlindina, þegar stærðarvið- miðinu 50-60 starfsmenn er náð,“ segir Arney. n Stjórnun mannauðs er samstarfsverkefni margra Arney Einars- dóttir, dósent við háskólann á Bifröst, segir að þegar Covid skall á hafi skapast ýmsar áskoranir. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI 16 kynningarblað 1. október 2022 LAUGARDAGURMannauður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.