Fréttablaðið - 01.10.2022, Síða 79

Fréttablaðið - 01.10.2022, Síða 79
Hver einstök ráðning er mikil- væg fjárfesting og hagur viðkomandi fyrirtækis og einstaklings að vel takist til. Thelma Kristín Kvaran Margir hafa endur- hugsað lífsstíl sinn, sem og óskir og kröfur sem þeir gera til vinnu- staða. Fólk hefur áttað sig á að talan á launaseðl- inum er ekki allt. Thelma Kristín Kvaran ár og samstarfskona mín er með menntun á sviði tölvunarfræði og klínískrar sálfræði ásamt starfs- reynslu í hvoru tveggja. Það er mikilvægt að vera vel kunnugur tækninni og skilja tæknimálið til að geta áttað sig á því hverjir eru virkilega framúrskarandi á þessu sviði. Okkur hefur tekist að skila miklum virðisauka til okkar viðskiptavina með úrvals ráðn- ingum,“ segir Torfi. Hann bætir við að síðustu ár hafi eftirspurn eftir konum í tæknistörf aukist vegna áherslu stjórnenda á að jafna kynjahlutfall á vinnu- staðnum. „Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með því hversu meðvituð fyrirtæki eru orðin um að fjöl- breytt teymi skili góðum árangri. Konum hefur fjölgað ár hvert í þessu umhverfi og höfum við gengið frá fjölmörgum farsælum ráðningum sem við erum stolt af.“ Thelma segir vaxandi kröfu um að fagmennska í valferli sé tryggð og að allt þeirra starf miðist við að uppfylla ströngustu kröfur í þeim efnum. „Við viljum tryggja að umsækj- endur sem koma í gegnum ráðn- ingarferli okkar séu það vel valdir að það muni um þá í þeim starfs- mannahópi sem þeir koma til með að starfa í. Við tryggjum það með eins góðum hætti og mögu- legt er með því að vanda til verka í ráðningarferlinu og styttum okkur aldrei leið.“ Covid breytti sviðinu Thelma nefnir að Covid-faraldur- inn hafi reynst mörgum Íslend- ingum erfiður þar sem álagið jókst hjá vinnandi fólki. Sum fyrirtæki hafi neyðst til að fara í miklar upp- sagnir á meðan önnur hafi upp- lifað mikla aukningu í eftirspurn eftir ákveðinni vöru eða þjónustu og jafnvel ekki verið undir það búin hvað varðar mannafla. „Hvort tveggja veldur miklu álagi á starfsfólk og í framhaldinu varð mikil vitundarvakning á meðal umsækjenda. Við tökum eftir að margir leggja nú ríkari áherslu á þætti eins og fjarvinnu, sveigjanleika, gott starfsumhverfi og vinnustaðamenningu. Margir hafa endurhugsað lífsstíl sinn, sem og óskir og kröfur sem þeir gera til vinnustaða. Fólk hefur áttað sig á að talan á launaseðlinum er ekki allt og því þurfa vinnuveitendur að leggja meira púður í að selja sig og upplýsa um ýmis fríðindi og sveigjanleika sem starfsfólki býðst. Hér áður þótti eftirsóknarvert í fari umsækjenda að þeir væru tilbúnir til að setja starfið efst á forgangslistann; það var merki um dugnað. En þessi tími hefur kennt mörgum að meta aðra þætti lífsins. Yngri kynslóðin er þar í farar- broddi og kemur inn með breyttan hugsunarhátt og ný gildi sem snúa að jafnvægi milli vinnu og einka- lífs, sem aðrir mættu tileinka sér,“ greinir Thelma frá. Aðspurð hvort breytingar hafi orðið á því með hvaða hætti störf séu auglýst nú, segir Thelma að Frá vinstri eru Thelma Kristín Kvaran, Sigríður Svava Sandholt, Helga Birna Jónsdóttir og Hafdís Ósk Pétursdóttir. Þær sinna allar ráðningum stjórnenda og sérfræðinga fyrir einkafyrirtæki, sveitarfélög og opinberar stofnanir hjá Intellecta. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Torfi Markús­ son og Henri­ etta Þóra Magnúsdóttir eru sérfræð­ ingar Intellecta í ráðningum í upplýsinga­ tækni. upplifun þeirra sé að stafrænir miðlar séu orðnir vinsælli og nái til f leiri einstaklinga. „Við tökum einnig eftir því að hæfniskröfur í stjórnendaráðn- ingum hafa breyst, þar sem meiri áhersla er lögð á mýkri eiginleika, svo sem samskipta-, samstarfs- og leiðtogahæfni. Kemur það til vegna þess að stjórnunaraðferðir hafa verið að taka breytingum á þann hátt að stjórnendur hafa í meiri mæli lagt áherslu á að hafa starfsfólkið með í því sem er að gerast á vinnustaðnum, svo sem í breytingum og ákvarðanatökum og leggja meiri áherslu á upplýs- ingaflæði,“ upplýsir Thelma. Hún nefnir að orðið sé algengara að einstaklingar stoppi styttra við í starfi en áður. „Hér áður valdi fólk sér oft ævistarf en í dag er ekki óal- gengt að stoppa í þrjú til fimm ár. Mikilvægt er þá að þeir sem fari yfir umsóknir líti ekki á það sem neikvæðan þátt, því það er alveg ótrúlegt hversu miklu er hægt að áorka á þremur árum. Horfum frekar á árangurinn og virðið sem umsækjandinn skilaði á þeim tíma sem hann var í starfi.“ Þau Thelma og Torfi taka bæði fram að mikilvægt sé að umsækj- endur vandi til verka við gerð ferilskrár og kynningarbréfs. „Ferilskráin þarf að inni- halda upplýsingar um menntun og starfsreynslu viðkomandi en mikilvægt er að hún upplýsi lesandann vel, þannig að hann sitji ekki eftir með spurningar. Þá er kynningarbréfið líka mikilvægt. Við höfum ráðlagt umsækjendum að skoða vel helstu verkefni og hæfniskröfur þess starfs sem þeir sækja um og máta sig þannig inn í starfið,“ upplýsir Thelma. Hún bendir einnig á að mikið sé í húfi hvað ráðningar snertir. „Hver einstök ráðning er mikil- væg fjárfesting og er það hagur við- komandi fyrirtækis og einstakl- ings að vel takist til. Flestir eru sammála um að mannauðurinn sé ein mikilvægasta auðlind fyrir- tækja. Árangursríkar ráðningar byggjast á faglegum vinnubrögð- um, skilningi á mannlegri hegðun og notkun viðurkenndra aðferða. Vinnusparnaðurinn fyrir stjórn- endur er gífurlegur,“ segir Thelma að lokum. n Intellecta er í Síðumúla 5. Sími 511 1225. Sjá nánar á intellecta.is kynningarblað 19LAUGARDAGUR 1. október 2022 Mannauður
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.