Fréttablaðið - 01.10.2022, Page 80

Fréttablaðið - 01.10.2022, Page 80
Ferlið er straum­ línulagað og hann­ að til þess að upplifun umsækjanda og stjórn­ anda af innleiðingu á nýjum starfsmanni gangi vel fyrir sig. Kristján Kristjánsson Anna María Þorvalds- dóttir og Inga Þórisdóttir eru sjálfstætt starfandi stjórnendaþjálfar og vinna með stjórnendum og sér- fræðingum sem vilja ná enn betri árangri bæði fyrir sig og hópinn sinn. Anna María og Inga leggja áherslu á mikilvægi þess að stjórnendur hafi hugrekki til að stíga sterkt inn í hlutverk sitt sem stjórnendur. Áskoranir stjórnenda hafa sjaldan verið jafnmiklar og nú á tímum stöðugra breytinga, meðal annars eftir heimsfaraldurinn. Væntinga- stjórnun þarf að vera skýr á sama tíma og áhersla sé á sálrænt öryggi og velferð starfsmanna. „Ég býð upp á stjórnendaþjálfun og fókusinn er að vera sterkur stjórnandi,“ segir Anna María. „Ég nota til þess aðferðafræði mark- þjálfunar, ráðgjöf, fyrirlestra og hópefli. Ég hef farið í mörg fyrir- tæki og fengið til mín stjórnendur í stjórnendaþjálfun og vilja þeir almennt sinna hlutverki sínu sem fyrirmyndarstjórnendur og gera enn betur. Stjórnendur sem ég hef unnið með hafa komið sem ein- staklingar og einnig sem stjórn- endahópur. Eins hafa fyrirtæki keypt stjórnendaþjálfun fyrir alla sína stjórnendur. Það getur verið erfitt fyrir stjórnendur að tala við samstarfsfélaga sína þegar upp koma áskoranir og þess vegna er gott að vera með óháðan aðila sem hefur ekki neinna hagsmuna að gæta nema hagsmuni viðmælanda síns og þá næst góður árangur með þjálfuninni,“ segir Anna María. „Þeir tveir þættir sem oftast koma illa út í vinnustaðagreining- um fyrirtækja á Íslandi eru skortur á upplýsingaflæði og endurgjöf og reynist stjórnendaþjálfun sérlega vel í þeim tilvikum.“ Anna María hefur yfir tuttugu ára reynslu í mannauðs- og gæða- stjórnun í ýmsum fyrirtækjum á Íslandi og erlendis. Hún hefur reynslu af því að nýta aðferða- fræði markþjálfunar við stjórnun í starfi. Hún er með MBA-próf frá Háskólanum í Reykjavík, var ein af þeim fyrstu sem lærði markþjálfun á Íslandi og er með virk ACC-rétt- indi. Þá starfaði hún í áratug sem gæðastjóri, þar sem ábyrgðar- sviðið var innleiðing, samþætting og úttekt ýmissa ISO-staðla. Að styðja við stjórnendur Inga Þórisdóttir hjá Via Optima og Anna María hafa unnið saman að fræðsluverkefnum sem snúa að heilbrigðum samskiptum sem hluta af menningu fyrirtækja. Mikilvægt er að hlúa að menn- ingunni og að nýta þá þekkingu, reynslu og hæfni sem býr í mann- auði hvers fyrirtækis. Sá þáttur sem hlúa þarf sérstaklega að er sálrænt öryggi á vinnustöðum. „Ég hef fengið tækifæri til að vinna með ólíkum stjórnendum sem standa frammi fyrir mis- munandi áskorunum og það er skemmtilegt að sjá þá ná árangri og finna lausnir í stjórnenda- þjálfuninni,“ segir Inga. „Ég beiti aðferðum stjórnendaþjálfunar og eftir því sem við á námskeið og vinnustofur, sem innihalda bæði fræðslu og umræður. Stjórnendur eru oft að glíma við að hafa hug- rekki til að ræða óþægileg málefni, taka á frammistöðu og á sama tíma þurfa þeir að hvetja hópinn sinn.“ Inga vinnur bæði með nýjum og reyndum stjórnendum og í sumum tilfellum með allri framkvæmda- stjórninni. „Stjórnendur eru undir mikilli pressu og því árangursríkt að vinna með hlutlausum aðila í að skerpa fókusinn og hafa yfirsýn. Það skapar mikið virði fyrir fyrir- tæki sem styðja við stjórnendur sína að vera með stjórnenda- þjálfun hjá hlutlausum aðila,“ segir Inga. Hún heldur námskeið og vinnu- stofur um starfsmannasamtöl og hefur hún reynslu af því að hafa innleitt tíðari starfsmannasamtöl. „Á tímum endalausra breytinga er svo mikilvægt að skapa umgjörð um tíðari samtöl milli starfs- manna og stjórnenda.“ Inga hefur rúmlega tuttugu ára reynslu af störfum innan fjármála- geirans sem og víðtæka stjórn- unarreynslu. Hún hefur reynslu af því að nýta aðferðafræði mark- þjálfunar við stjórnun. Inga er viðskiptafræðingur Bsc. frá Háskólanum á Bifröst og er vottaður NLP Master Coach mark- þjálfi. Þá hefur hún lokið diplóm- anámi í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun frá Endurmenntun Háskóla Íslands. n Nánari upplýsingar er að finna á vidsyni.is og viaoptima.is Sterkari stjórnendur með stjórnendaþjálfun Anna María Þorvaldsdóttir og Inga Þórisdóttir eru sjálfstætt starfandi stjórnendaþjálfar. FRÉTTABLAIÐ/ERNIR Stjórnendur eru undir mikilli pressu og því árangurs­ ríkt að vinna með hlut­ lausum aðila í að skerpa fókusinn og hafa yfirsýn. Ráðningaferli kostar fyrirtæki ekki bara peninga heldur líka fyrirhöfn og tíma. 50skills býður upp á einstaka og hentuga lausn sem einfaldar vinnuveit- endum ráðningaferlið, allt frá ráðningu starfsfólks til innleiðingar þess. Vinnumarkaðurinn breytist hratt og í dag staldrar fólk æ skemur við á hverjum vinnustað fyrir sig. Hér áður vann fólk á sama vinnustað í tugi ára. Nú er öldin önnur og er orðið algengara að fólk skipti um starf á um tveggja ára fresti. Það verður því æ mikilvægara að nýliðar komist sem fyrst inn í störf sín. Það eykur bæði afköst og ánægju starfskrafts. „Við höfum þróað lausn sem hjálpar vinnuveitendum á öllum stigum ráðninga að halda utan um allt sem við kemur ráðninga- ferlinu,“ segir Kristján Kristjáns- son, framkvæmdastjóri 50skills. „Okkar lausn skiptist í þrennt. Fyrsta mál á dagskrá er að ná til umsækjenda. Við hjálpum vinnu- veitanda að búa til starfsaug- lýsingar og koma þeim í birtingu á þeim starfatorgum og sam- félagsmiðlum sem hentar. Einnig er hægt að tengja lausnina okkar við aðila sem sérhæfa sig í að leita uppi umsækjendur. 50skills lausnina má í öðru lagi nota til þess að meta umsóknir. Lausnin virkar jafn vel fyrir störf þar sem ekki eru gerðar miklar hæfnikröfur og fyrir stjórnenda- stöður hjá stærstu fyrirtækjum landsins. Okkar kerfi er stillanlegt út frá því sem vinnuveitandi þarf hverju sinni,“ segir Kristján. Nýliðun með 50skills 50skills lausnina er í þriðja lagi hægt að nýta í innleiðingu nýrra starfsmanna, eða „onboarding“ eins og það nefnist í fyrirtækja- heiminum. „Það er afar mikilvægt að þessi breyta í ráðningaferlis- jöfnunni sé eins skilvirk og hægt er. Ég tala nú ekki um sum stærri fyrirtæki sem eru að ráða inn tugi eða hundruð starfsfólks á mánuði. Þegar búið er að taka ákvörðun um ráðningu starfskrafts þá þarf vinnuveitandi að gera ýmislegt til þess að starfsmaður geti tekið við þeirri stöðu sem hann er ráðinn í. Það þarf að safna upplýsingum um stéttarfélag og lífeyrissjóð viðkomandi starfskrafts, ganga frá ráðningarsamningi, fylla út skjöl og trúnaðaryfirlýsingar, fá upp- lýsingar um réttindi og sakavott- orð, stofna hann sem notanda að hinum ýmsu kerfum sem vinnu- staðurinn notar, hefja þjálfun hans og margt fleira. Við hjá 50skills hjálpum vinnu- veitanda við að búa til ítarlegan aðgerðalista með ráðningu hvers nýs starfsmanns. Allar upplýsing- ar um starfskraftinn eru stilltar inn í kerfið. Ráðningarsamninga má framkalla með fáeinum smellum og er hægt að undirrita þá rafrænt. Aðgerðalistarnir eru aðgengi- legir í 50skills kerfinu sem er afar einfalt í notkun. Notendur eru f ljótir að læra á það enda byggir það á því að notendur geti notað innsæið við notkun þess. Þar hefur vinnuveitandi góða yfirsýn yfir það hvar hann er staddur í ferlinu, hvað er búið að gera og hvað á eftir að gera hjá hverjum starfsmanni fyrir sig. Ferlið er straumlínulagað og hannað til þess að upplifun umsækjanda og stjórnanda af innleiðingu á nýjum starfskrafti gangi vel fyrir sig,“ segir Kristján. Einstök samvinna „Það sem er einstakt við okkar þjónustu er sú staðreynd að okkar lausn er hönnuð til að vinna með þeim kerfum og forritum sem viðskiptavinirnir eru að nota nú þegar. Við höfum útbúið samþætt- ingar við tugi lausna sem koma að innleiðingu nýs starfsfólks, þar á meðal eru launa-, tímaskráninga-, verkbeiðna-, mannauðs- og starfs- þjálfunarkerfi. Með samþætting- unum flæða gögn á milli lausna og umtalsverð handavinna sparast.“ 50skills er að sögn Kristjáns mun stærri á markaðnum en margir gera sér grein fyrir. „Fimm af tíu stærstu fyrirtækjum Íslands nota okkar lausnir. Þetta eru allt frá sprota- fyrirtækjum upp í stofnanir og sveitarfélög, m.a. Reykjavíkurborg, sem er að taka upp 50skills. Við þjónustum því afar vítt svið og við- skiptavinir okkar eru hæstánægðir með lausnir okkar.“ n Hægt er að bóka kynningu á 50skills.com þar sem farið er yfir hvernig 50skills getur sparað tíma, aukið yfirsýn og ánægju nýs starfsfólks. 50skills straumlínulagar ráðningaferlið 50skills teymið býður upp á einstaka lausn sem einfaldar ráðningaferlið, allt frá starfsauglýsingum til innleiðingar nýs starfsfólks. Viðmælandinn, Kristján, er hér í miðið fyrir aftan í blárri skyrtu. MYND/AÐSEND 20 kynningarblað 1. október 2022 LAUGARDAGURMANNAUÐUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.