Fréttablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 86
Áttin er sameiginleg vefgátt átta starfsmenntasjóða sem gerir fyrirtækjum auðveld- ara að sækja um styrk vegna starfsmenntunar starfsfólks til eins, tveggja eða fleiri sjóða í einu. „Árlega greiða starfsmennta­ sjóðir hundruð milljóna til einstaklinga og fyrirtækja vegna starfsmenntunar. Um er að ræða endurgreiðslustyrki og getur fjárhæð styrks numið allt að 90% af reikningi. Enga betri ávöxtun er að finna á nokkru fé ef tekið er mið af meðalgreiðslu starfsmennta­ iðgjalds á ársgrundvelli og mögu­ legum styrkfjárhæðum,“ segir Lísbet Einarsdóttir, framkvæmda­ stjóri Starfsafls fræðslusjóðs. Átta starfsmenntasjóðir hafa tekið höndum saman og reka sameiginlega vefgátt, Áttina. „Þar geta fyrirtæki lagt inn umsókn á einum stað til allra þessara sjóða. Hlutverk, markmið og uppbygg­ ing er breytileg á milli sjóða en rauði þráðurinn er að efla starfs­ menntun, að byggja undir starfs­ fólk og fyrirtæki með réttri hæfni og þekkingu,“ segir Lísbet. Sjóðir fyrirtækja á almennum vinnumarkaði Tekjur sjóðanna eru að sögn Lísbetar samningsbundin gjöld atvinnurekenda, starfsmennta­ iðgjald, eins og um semst á hverjum tíma. „Það greiða því allir þetta gjald svo því sé haldið til haga, það er ekki valkvætt. Fyrir­ tæki á almennum vinnumarkaði getur sótt um í sjóðina svo lengi sem starfsfólk fyrirtækisins er í þeim félögum sem standa að baki sjóðunum. Í því felst þá að stofn­ anir á vegum hins opinbera geta ekki sótt í sjóðina né einkareknir leikskólar, svo dæmi séu tekin. Réttur fyrirtækis til að sækja um styrk myndast sjálfkrafa um leið og launatengd gjöld starfsmanns eru greidd. Í því felst að ekki þarf að sækja um aðild eða neitt slíkt heldur gerist þetta allt sjálfkrafa. Það er hins vegar skilyrði að fyrirtækið standi í skilum með iðgjaldagreiðslur og þá er horft til síðustu 12 mánaða.“ Svara kallinu um einföldun Stéttarfélögin eru fjölmörg um allt land og sjóðirnir þar af leiðandi margir. Að sögn Lísbetar má ætla að sjóðirnir nái til um 110­120 þúsund starfsmanna á almenna vinnumarkaðinum eða um 75­80% starfsmanna á þeim vinnumarkaði. Þá eru vinnustaðir alla jafna fjölbreyttir og mörg stéttarfélög geta tengst hverjum og einum. „Það var þannig hér áður fyrr, að ef fyrirtæki greiddi fyrir námskeið fyrir hóp af starfsfólki og ætlaði að sækja um styrk, þá þurfti að senda umsókn á marga staði ef starfs­ hópurinn var stéttarfélagslega mjög fjölbreyttur. Þær raddir urðu því sífellt háværari þar sem kallað var eftir því að þetta kerfi væri einfaldað og rætt um mikilvægi þess að það væru bara „einar dyr“ að öllum þessum sjóðum. Árið 2015 varð það að veruleika og Áttin var sett á laggirnar og það gjörbreytti landslaginu. Nú er hægt að nálgast átta sjóði á einum stað. Fyrsta skrefið er þó alltaf að finna út í hvaða stéttarfélag er greitt starfsmenntaiðgjald vegna þess starfsfólks sem um ræðir.“ Á vef Áttarinnar, attin.is, má finna gott yfirlitsblað yfir starfsmennta­ sjóði og tengd stéttarfélög. „Það er aðeins breytilegt á milli sjóða hvernig fræðsla er styrk­ hæf en almennt er það fræðsla sem myndi teljast starfstengd eða starfsmenntun og ég ráðlegg öllum að kynna sér það hjá þeim sjóðum sem við á hverju sinni,“ segir Lísbet. Fræðslustjóri að láni Það er ekki hægt að tala um starf­ menntasjóðina án þess að tala um Fræðslustjóri að láni, sem er samstarfsverkefni sjóðanna. „Verkefnið byggist á að lána út mannauðsráðgjafa, sérhæfðan í vinnustaðafræðslu og óformlegri menntun, til fyrirtækja í tiltekinn tíma. Ráðgjafinn fer yfir fræðslu­ og þjálfunarmál fyrirtækisins og gerir greiningu á þörfum þess í samvinnu við stjórnendur og starfsfólk. Út frá greiningunni er unnin fræðslu­ og símenntunar­ áætlun sem leggur grunn að mark vissri fræðslu starfsmanna. Enginn útlagður kostnaður er vegna fræðslustjórans umfram þann kostnað sem fellur til vegna þátttöku starfsfólks í verkefninu. Að því sögðu er mikilvægt að fræðslusjóðir í atvinnulífinu starfi saman og það hafa þeir sannarlega gert í fjölmörgum verkefnum. Það fer þá eftir félagsaðild starfsmanna hvaða sjóðir koma að hverju sinni. Slíkt samstarf er mikilvægt og undirstaða þess að verkefnin geti skilað sínu.“ Að síðustu „Ánægjulegast er þegar fyrirtæki átta sig á umhverfinu og hve ein­ falt þetta er, þá halda þessi sömu fyrirtæki áfram, leggja jafnvel enn meira í fræðslu sinna starfs­ manna, vitandi að starfsmennta­ sjóðirnir eru þeirra bakhjarl. Þá er tilganginum náð,“ segir Lísbet að lokum. n Áttin og fyrirtækin Lísbet Einars- dóttir, fram- kvæmdastjóri Starfsafls fræðslusjóðs, segir það mikil- vægt að byggja undir starfsfólk og fyrirtæki með réttri hæfni og þekkingu. Fréttablaðið/ Ernir Sjóðir sem standa að baki Áttinni: n Starfsmenntasjóður verslunarinnar (SV) n Starfsmenntasjóður versl- unar- og skrifstofufólks (SVS) n Starfsafl n Landsmennt n IÐAN fræðslusetur n Menntunarsjóður Sam- bands stjórnendafélaga n Rafmennt n Sjómennt Er fyrirtækið þitt búið að sækja um styrk á Áttinni vegna fræðslu? Nánari upplýsingar er að finna á attin.is HAFNARVERNDARNÁM SKEIÐLYFTARANÁMSKEIÐ BÓKLEGT VINNUVÉLANÁMSKEIÐ LÍKAMSTJÓN RAKI OG MYGLA Í HÚSUM 26 kynningarblað 1. október 2022 LAUGARDAGURMannauður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.