Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.10.2022, Qupperneq 88

Fréttablaðið - 01.10.2022, Qupperneq 88
Fyrirtæki og stofn- anir á almennum vinnumarkaði sem vilja leggja sitt af mörkum með samfélagslegri ábyrgð og stuðla að fjölbreytileika í starfs- mannahópnum. Anna Monika Arnórsdóttir Vinnumálastofnun býður upp á þjónustu fyrir fyrir- tæki og stofnanir sem vilja ráða öryrkja og atvinnuleit- endur með skerta starfsgetu. Þjónustan er margþætt og fer eftir þörfum atvinnu- rekenda sem og atvinnuleit- enda, sem óska eftir störfum á almennum vinnumarkaði. „Við þjónustum breiðan hóp atvinnuleitenda með mismikla vinnufærni, reynslu og menntun,“ segja ráðgjafarnir Anna Monika Arnórsdóttir, Björn Finnbogason og Valdimar Halldórsson. Hvaða atvinnurekendur geta nýtt sér þjónustuna? „Fyrirtæki og stofnanir á almennum vinnumarkaði sem vilja leggja sitt af mörkum með samfélagslegri ábyrgð og stuðla að fjölbreytileika í starfsmanna- hópnum,“ segir Anna Monika og bætir við að þjónustan hafi notið mikillar velgengni um árabil og að myndast hafi árangursrík samskipti við ótal fyrirtæki, ríkis- stofnanir og sveitarfélög. Enda sé ávinningurinn mikill og að allir aðilar hagnist – fjárhagslega, fag- lega og félagslega. Hvers konar ráðgjöf og stuðn- ingur er í boði? „Ráðgjafar aðstoða atvinnu- rekendur við að finna einstakling í tiltekið starf út frá óskum beggja aðila,“ segir Björn. „Við veitum atvinnurekanda og starfsmanni ráðgjöf og stuðning eftir aðstæð- um og þörfum og getum einnig aðstoðað við að kortleggja störf og verkefni sem koma til greina,“ bætir hann við. „Við leggjum einnig mikið upp úr því að veita einstaklingsmiðaða þjónustu og að hafa ferlið einfalt og þægilegt í sniðum,“ segir Valdimar. Þau taka fram að vinnusamn- ingur öryrkja sé í boði ef atvinnu- leitandinn uppfylli ákveðin skilyrði. „Vinnusamningurinn er endurgreiðslusamningur við atvinnurekendur sem ráða fólk með skerta starfsgetu. Samningur- inn felur í sér 75% endurgreiðslu launa og launatengdra gjalda í allt að tvö ár. Endurgreiðslan lækkar síðan um 10% á ári eftir það uns 25% endurgreiðslu er náð,“ segir Anna Monika. Ávinningur atvinnurekenda Hvaða atvinnuleitendur eiga rétt á ráðgjöf og stuðningi? „Það eru öryrkjar og einstakl- ingar sem búa við skerta starfsgetu og/eða skilgreinda fötlun og þurfa aðstoð við að fá vinnu á almennum vinnumarkaði. Flestir atvinnu- leitendur óska eftir hlutastörfum eða tímabundinni ráðningu,“ segir Valdimar. „Þeir sem eiga rétt á að nýta vinnusamning öryrkja eru meðal annars atvinnuleitendur sem hafa fengið starf á almennum vinnu- markaði, hafa gilt örorkumat eða eru á endurhæfingarlífeyri,“ bætir Björn við. Hver er ávinningur atvinnurek- enda? Að sögn Önnu Moniku er ávinn- ingur atvinnurekenda mikill. „Atvinnurekendur fá áhugasama starfsmenn sem vilja vera virkir á vinnumarkaði. Þeir sýna jafn- framt samfélagslega ábyrgð, sem hefur jákvæð áhrif á ímynd fyrir- tækisins eða stofnunarinnar með því að mæta mismunandi þörfum atvinnuleitenda og stuðla þannig að réttlátara og betra samfélagi.“ Hvað er skemmtilegast við starfið? Þau eru sammála um að starfið sé bæði fjölbreytt og lifandi – „við erum í rauninni millistykkið á milli atvinnuleitenda og atvinnu- rekenda og erum því í miklum samskiptum við mjög fjölbreyttan hóp af fólki í okkar starfi,“ segir Björn. „Það er ótrúlega gaman og gefandi að aðstoða atvinnu- leitandann við að kortleggja hvar áhuginn, færnin og styrkleikarnir liggja og að fylgja viðkomandi í starf þegar vel gengur er auðvitað það skemmtilegasta,“ segir Valdi- mar. Hver eru næstu skref fyrir fyrir- tæki og stofnanir sem vilja ráða atvinnuleitanda með skerta starfs- getu? „Vinnumálastofnun vill skapa fjölbreytt starfstækifæri fyrir atvinnuleitendur með skerta starfsgetu og leitar sífellt eftir samstarfi við ný fyrirtæki og stofnanir sem eru hvött til þess að senda fyrirspurn á ams@vmst. is, þá hafa ráðgjafar samband og veita nánari upplýsingar.“ Anna Monika hvetur þá sem hafa áhuga á starfseminni einnig til að afla sér nánari upplýsinga inni á vinnumalastofnun.is. n Ráðgjöf og þjónusta vegna skertrar starfsgetu Björn Finnbogason, Anna Monika Arnórsdóttir og Valdimar Halldórsson eru ráðgjafar hjá Vinnumálastofnun. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Opni háskólinn í HR starfar náið með akademískum deildum Háskólans í Reykja- vík í því verkefni að þróa og sérsníða blandað nám, fræðslu og þjálfun fyrir fyrir- tæki og stofnanir. „Námskeiðum Opna háskólans er með öðrum orðum ætlað að auka hæfni fólks með blönduðum námsaðferðum, gagnvirkri miðlun og hnitmiðaðri nálgun á bæði framandi og kunnugleg viðfangs- efni úr starfsumhverfinu,“ segir Kristinn Hjálmarsson, þróunar- stjóri hjá Opna háskólanum í HR. Blandaðar námsaðferðir „Við teljum að sérsniðnu nám- skeiðin okkar skeri sig úr meiri- hluta annars námsframboðs á netinu, þar sem þau byggja á blönduðum námsaðferðum. Þau eru sem sagt ekki bara gagnvirk og stafræn heldur líka jafnframt keyrð í staðarkennslu, verkefna- vinnu og vinnustofum í húsnæði Opna háskólans í HR. Þannig getur fólk farið yfir námsefnið á sínum hraða og hlustað, horft og æft sig á stafrænu formi og mætt svo á vinnustofur til að vinna frekar með efnið. Þannig nýtist tíminn á vinnustofunni betur,“ segir Kristinn. Hann kveður rannsóknir sýna að flest starfsfólk vinnustaða vilji helst læra störf og styrkja færni sína með blönduðum námsað- ferðum. „Fæstir kjósa að læra eingöngu í staðnámi eða eingöngu í fjarnámi, með eða án leiðbeinanda. Það eru skýrir kostir við blöndun aðferða og Opni háskólinn í HR hefur þróað kröftuga og sveigjanlega þjónustu til að efla færni í námi og vinnu,“ segir Kristinn. Náið samstarf við atvinnulífið Kristinn kveður nám við Opna háskólann í HR svara ítrustu kröfum íslenskra fyrirtækja um nýjustu þekkingu starfsfólks hverju sinni og að námskeiðin séu þróuð í nánu samstarfi við atvinnulífið. „Opni háskólinn í HR er til dæmis í virku samstarfi við öll helstu fagfélög í ólíkum atvinnu- greinum í þessu skyni. Með sam- starfinu er stöðugt unnið að þarfa- greiningu til að þróa einstakar námsleiðir. Samstarfið nærir einn- ig nauðsynlegt traust milli skólans og atvinnulífsins, sem er auðvitað í takti við aðrar áherslur Háskólans í Reykjavík,“ segir Kristinn og heldur áfram: „Starfsfólk og stjórnendur treysta okkur til að auka færni fólks til að þróa og breyta störfum sínum, ferlum og aðferðum, þann- ig að framleiðni og skilvirkni á vinnustöðum geti aukist og þannig almenn velferð í samfélaginu. Við höfum undanfarin misseri unnið að þróunarverkefnum í náms- framboði með aðilum á borð við LS Retail og Sambandi íslenskra sveitarfélaga og þau verkefni hafa reynst ótrúlega farsæl og skemmti- leg fyrir alla hlutaðeigandi.“ Auknar kröfur frá starfsgreinum Kristinn bendir á að umrædd framþróun og ósk um blandaðar námsaðferðir teygi nú anga sína inn í f lestar starfsgreinar og að stjórnendur vinnustaða hafi haft frumkvæði að því Opni háskólinn í HR þrói námsframboðið samhliða. „Við verðum í síauknum mæli vör við auknar kröfur um að samveru í kennslustofum sé ekki eingöngu varið í þekkingaryfir- færslu með fyrirlestrum, heldur til úrlausnar verkefna í samvinnu og lærdómi, sem vex síðan þegar fólk tekst sameiginlega á við námið. Viðfangsefni og úrlausn þeirra eru í stöðugri framþróun í atvinnu- lífinu og störfin þurfa auðvitað að breytast í takti við þá þróun. Námsframboðið og okkar bland- aða nálgun í sérsniðinni kennslu, fræðslu og þjálfun, hverfist að öllu leyti um þessar staðreyndir og okkar nýja stafræna veruleika á 21. öld,“ segir hann. Elska að tækla stór verkefni Mismunandi tilgangur er með þjálfun, námi og fræðslu á vinnu- stöðum og Kristinn stillir sér- sniðnum lausnum Opna háskólans í f ljótu bragði í fjóra flokka. „Starfstengd þjálfun snýst þannig um að læra og ná tökum á störfum sem við erum ráðin til að sinna og gera það af öryggi og kunnáttu. Þetta snýst um nokkuð almenna grunnþekkingu. Sérhæf- ing fæst hins vegar með aukinni dýpt í fræðslunni og þar erum við að stefna að því að verða svo góð í því sem við gerum í vinnunni að við getum kennt öðrum og jafnvel gert greiningar sem stjórnendur byggja ákvarðanir sínar á . Þegar við kennum stjórnun og rekstur í sérsniðnu námi af þessu tagi erum við að tryggja að fólk kunni að beita og samhæfa þá sérhæfingu sem vinnustaðir þurfa að geta leyst af réttum gæðum, á réttum tíma, með viðeigandi kostnaði . Svo er það stefnumótandi leiðtoga- þjálfun þar sem markmiðið er að geta sett fram skýra framtíðarsýn og kunna að leiða starfsemi með árangursríkum hætti að tilgangi vinnustaðarins. Þetta eru stór verkefni, en við hjá Opna háskól- anum elskum að tækla þau.” n Opni háskólinn sérsníður fræðslu fyrir vinnustaði Kristinn Hjálmarsson, þróunarstjóri hjá Opna háskólanum í HR. MYND/AÐsEND 28 kynningarblað 1. október 2022 LAUGARDAGURMannauðuR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.