Fréttablaðið - 01.10.2022, Síða 104

Fréttablaðið - 01.10.2022, Síða 104
Ég hugsaði þetta aldrei þannig að ég væri eitthvað að berjast, heldur var meinið skorið burt, það var farið. Ásdís Ingólfs- dóttir Ásdís Ingólfsdóttir stendur á þeim tímamótum að geta fagnað því að hafa greinst tvisvar með krabbamein. Fyrst fyrir tuttugu árum í vinstra brjósti og svo fyrir fimmtán árum í því hægra. Hún samdi ljóðið sem Bleika slaufan byggir á í ár og ræðir þar lífið við John Lennon. Ljóðskáldið, rithöfundurinn og kennarinn Ásdís Ingólfs- dóttir stendur á tvöföldum tímamótum á þessu ári en annars vegar eru tuttugu ár og hins vegar fimmtán síðan hún greindist með krabbamein. „Ég á bæði tuttugu ára og fimm- tán ára afmæli,“ segir Ásdís og hláturinn sem einkennir hana og jákvætt hugarfar hennar bergmálar um kunnuglegar slóðir í aðalbygg- ingu Kvennaskólans þar sem hún hefur lengi starfað og kennt þús- undum nemenda. Meðal annars þeim sem þetta skrifar. „Nú í vor voru tuttugu ár síðan ég fékk krabbamein í vinstra brjóstið og í október eru fimmtán ár síðan ég greindist og hægra brjóstið var tekið. Þannig að þegar Krabba- meinsfélagið hafði samband og vildi fá að nota ljóð eftir mig þá fannst mér það of boðsleg upphefð,“ segir Ásdís um ljóðið „Dregið verður um röð atburða“ sem herferð Bleiku slaufunnar byggir á í ár. „Ég var eiginlega að tala við hann John Lennon um lífið í þessu ljóði. Þetta er lífsferillinn þar sem það er alltaf smá vá fyrir dyrum. Í æsku gætirðu fest tunguna með því að sleikja handrið í frosti. Svo þegar fram í sækir þá gætirðu gleymt ljós- unum á bílnum eða að skrúfa fyrir baðkranann. Síðan getur lífið boðið þér upp á að finna æxli í vinstra brjóstinu, seinna hinu og vera hætt komin. Mér finnst ég samt ekkert merkileg. Það eru fullt af konum sem eru að takast á við ótrúlegustu hluti,“ segir Ásdís. Börn í skugga meinsins Einn af hverjum þremur getur vænst þess að greinast með krabbamein á lífsleiðinni, hinir eru oftar en ekki aðstandendur. „Ég var bara ótrúlega heppin að hafa farið í skimun. Ég hafði fengið boð frá Krabbameinsfélaginu en var alltaf að draga það að fara. Svo fór ég loksins og það skipti rosalegu máli. Ég fór í gegnum lyfjameðferð, missti hárið og jú þetta var svolítill skafl að fara í gegnum en ég var á góðum vinnustað, með góða fjölskyldu og krakkarnir ekkert mjög litlir, Laufey dóttir mín sem er yngri var tíu ára.“ Blaðamaður rifjar upp að móðir sín hafi greinst með brjóstakrabba- mein á svipuðum tíma og Ásdís, árið 1999. Það er því auðvelt að tengja við það sem Ásdís segir um börnin, sem skilja lítið hvað raunverulega er í gangi á meðan slíkum veikindum stendur. „Hún dó?“ spyr Ásdís. Já. 2008. Maður man varla eftir þessu úr æsku en æskan var bara „Mamma er með krabbamein. Mamma er ekki með krabbamein.“ Þannig að maður tengir við þetta sem þú segir um börnin þín. „Það er það sem að situr eftir, að börnin hafi þurft að vera með þennan skugga á æskunni, sem á að vera svo björt og saklaus. Ég skil þig. Mér finnst ótrúlegt að þú sért svona tengdur og man að ég hugsaði rosa- lega mikið til þín. Ég held ég hafi vitað þetta þegar þú varst hérna og þá hugsaði ég alltaf: „við erum samt svo heppin,“ segir Ásdís. „Ég var þremur árum á eftir mömmu þinni. Þá voru komnar nýjar aðferðir, allir eitlar voru skoð- aðir og eitthvað af þeim tekið. Svo þegar ég fór í seinna skiptið sem var rúmum fimm árum seinna – þá Maður vonar bara að veðrið batni Það finnst varla lífsglaðari manneskja en rithöfundurinn og Kvennaskólakennarinn Ásdís Ingólfsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Oddur Ævar Gunnarsson odduraevar @frettabladid.is Sýnum lit í október Árlegt árvekni- og fjár- öflunarátak Krabba- meinsfélags Íslands, Bleika slaufan, undir slagorðinu „SÝNUM LIT“ hófst í gær. Bleika slaufan er tileinkuð baráttunni gegn krabba- meinum hjá konum. Hönnuðir slaufunnar í ár eru þau Helga Frið- riksdóttir og Orri Finn- bogason hjá Orrifinn Skartgripum. Slaufan er fléttuð úr þráðum þar sem hver þráður gæti táknað hvert og eitt okkar og hvernig við leggjum málstaðnum lið. Við erum sterkust saman. Slaufan er fléttuð úr bronsi og skreytt með bleikri perlu. Sem tákn er fléttan hlaðin merk- ingu, hún táknar vináttu og sameiningu. Þræðir fléttunnar varðveita minningar um kærleika og ást. Bleiki liturinn stendur fyrir umhyggju. fann ég að það höfðu orðið framfar- ir á öllum ferlum og rannsóknum.“ Bara á þessum fimm árum? „Nefnilega, það er stöðugt þróun. Á öllum stigum, þess vegna er svo mikilvægt að svara kalli í skimun það er númer eitt. Rannsóknir sem eru í gangi eru líka svo gríðarlega mikilvægar. Svo ég tali nú ekki um stuðning, meðal annars hjá Krabba- meinsfélaginu,“ segir Ásdís, dreym- in á svip. Upplifði miklar framfarir „Þannig að ég upplifði ýmsar framfarir á eigin skinni. Svo fór ég einhvern veginn í gegnum þetta í annað sinn. Kannski er þetta íslenska leiðin, eða ég veit ekki hvað ég á að kalla þetta. Við erum bara að moka okkur í gegnum þennan skafl og vonum bara að veðrið batni. Það er alltaf þannig og við vitum að þetta gengur yfir. Svo reynum við auðvitað að njóta tímans þegar allt er gott og erum bara að lifa lífinu.“ „Í fyrra skiptið sagði læknir mér að ég ætti að hlífa mér rosalega mikið. Til dæmis ætti ég ekki að fara í stafgöngu, það reyndi of mikið á handleggina. Svo fimm árum seinna var mér sagt að ég mætti gera allt sem ég treysti mér til. Þá fór ég í Kastað til bata, hið góða verkefni á vegum Krabbameinsfélagsins, sem er f luguveiðiferð fyrir konur sem fengið hafa brjóstakrabbamein og reynir auðvitað mikið á hendur og handleggi,“ segir Ásdís hlæjandi. Þegar þú greindist í fyrra skiptið, dastu bara strax í jákvæðnina? „Það bara einhvern veginn kom af sjálfu sér. Ég var þarna 43 ára með tvö börn og við vorum nýbúin að kaupa okkur lítið hús og rífa allt inn úr því!“ segir Ásdís, að sjálfsögðu hlæjandi. „Þannig að ég var bara að flytja. Ég skilgreindi mig aldrei sem sjúkling. Ég fékk strax þessa sterku tilfinningu, af því að það var svo mikið skorið, það var allt brjóstið tekið og einhverjir eitlar, þannig ég hugsaði bara: „Þetta er farið og ég er ekki veik!“ Samt þurfti ég auðvitað að gróa sára minna og fara í lyfja- meðferð. Og fór svo í uppbyggingu, sem mislukkaðist að vissu leyti en það var lagað með seinna brjóstinu. Þetta voru svona verkefni frekar en eitthvað annað.“ Ásdís rifjar upp fundarferð. „Ég var örugglega alveg rosalega lasin og hárlaus að fara á einhvern fund. Og einhverjum fannst þetta nú svolítið mikið og spurði mig: „Þarftu nú eitt- hvað að fara á þennan fund?“ segir Ásdís kímin. Ég er ekki sjúklingur „Þetta voru einhverjar áhyggjur. Þá svaraði ég að bragði: „Ég er ekki sjúklingur. Ég er bara slöpp af því að vera að fá lyf. Þannig að ég fer bara á þennan fund og ég smita engan!“ Nú erum við svo meðvituð um það,“ segir Ásdís brosandi og vísar í heims- faraldurinn. Það gekk alveg? „Já, en svona eftir á að hyggja þá hefði ég kannski átt að hvíla mig stundum. En ég hugsaði þetta aldrei þannig að ég væri eitthvað að berj- ast, heldur var meinið skorið burt, það var farið. Þegar ég greindist í seinna skiptið þá var ég eitthvað að grínast í konunni í skimuninni: „Ég er bara með eitt brjóst! Á ég ekki að fá afslátt? Borga ég ekki helming fyrir brjóstamyndatöku?“ og var rosa fyndin. Þannig að þegar kom í ljós að það var krabbi þá kom það mér rosalega mikið á óvart. Hvernig getur þetta verið? Hvaða rugl er þetta? Þetta var öðruvísi. Þetta var atburður sem mér fannst vera óhugsandi.“ Þú varst væntanlega nýkomin yfir hitt? „Ég og Laufey dóttir mín vorum einmitt búnar að vera að telja töfl- urnar sem eftir voru. Ég hafði verið á inntökulyfjum í fimm ár. Horm- ónabælandi lyfjum eða hvað þetta heitir og ég átti bara 21 töflu eftir. Ég hugsaði með mér: „Á ég að þurfa að gera þetta aftur? Hvað er þetta eiginlega? Það er ekki stundar- friður hér fyrir þessu!“ segir Ásdís hlæjandi. „Mér er mjög umhugað um börn sem upplifa þennan veruleika,“ segir Ásdís. „Átta, níu ára gamlir krakkar skilja eitthvað en hafa ekki forsendur til þess að ná utan um þetta.“ Það er nákvæmlega eins og ég man þetta. Maður skildi þetta bara ekki. „Þess vegna er Krabbameinsfé- lagið svo frábært. Maður er sjálfur í verkefni sem er mjög áþreifanlegt. Ég er keyrð upp á skurðstofur og ég er svæfð. Á meðan eru börnin heima og þau vita ekkert hvað er í gangi. Þannig að þetta er aldrei áþreifan- legt og þau ná alls ekki utan um það. Þau geta ekki ímyndað sér þetta, þau þurfa stuðning sem er í boði hjá Krabbameinsfélaginu“ segir Ásdís. Sannur heiður „Ég bað krakkana mína núna um daginn að skrifa nokkrar línur um þennan tíma. Sonur minn er orðinn 36 ára og hann man mjög lítið eftir þessum tíma þegar hann var 16 ára. Það sem hann man er að hann gat ekkert gert. Hvað hann var valda- laus, máttlaus og úrræðalaus. Hann vildi ekki að þetta væri svona. Dóttir mín, aftur á móti, var það lítil að hún eiginlega bara greri við mig. En ég hugsa líka að það hafi verið hennar leið til þess að reyna að ná utan um þetta. Það eru mjög eðlileg viðbrögð, að hafa augun á þessari móður og athuga hvort hún andi ekki örugglega,“ segir Ásdís hlæjandi. „Það er mér gríðarlega mikils virði að fá að taka þátt í þessu átaki Krabbameinsfélagsins. Segja mína sögu, gefa öðru fólki von og þakka fyrir þann stuðning sem ég fékk frá félaginu. Það er sannur heiður að þau hafi viljað nota ljóðin mín. Þetta er sannarlega skemmtileg leið til að halda upp á tímamótin,“ segir Ásdís. „Það er líka mikilvægt fyrir þá sem eru að greinast að heyra af þeim sem komast heilir í gegnum þetta, muna eftir því að það eru margir sem lifa.“ n 40 Helgin 1. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.