Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.10.2022, Qupperneq 122

Fréttablaðið - 01.10.2022, Qupperneq 122
Ég sleppi ekki að segja eitthvað bara af því ég er hræddur um að einhver reiðist. Jakob Birgisson, uppistandari Handritshöfundurinn og grín- arinn Jakob Birgisson er risinn upp úr Covid ládeyð unni og trommar upp með nýja uppi- standssýningu í Þjóðleikhúss- kjallaranum í október, þegar hann messar yfir áheyrendum í Skóla lífsins. toti@frettabladid.is „Nafnið helgast kannski af því að ég hef ekki lokið mikilli formlegri menntun. Ég lauk reyndar stúd- entsprófi frá MR, en fólk er alltaf að segja mér að BA-gráða sé nýja stúdentsprófið. Þannig að ég hlýt bara að vera grunnskólagenginn. Ég botna ekki alveg í þessu. Ég hef hingað til lært mest í skóla lífsins,“ segir uppistandsgrínarinn Jakob Birgisson, um hugmyndafræðileg- an bakgrunn nýju sýningarinnar sinnar, Skóla lífsins. Jakob, sem er 24 ára, kom tvítug- ur fram á sjónarsviðið með frum- raun sína, Meistara Jakob, og hlaut mikið lof fyrir. Þá sagðist sjálfur Ari Eldjárn meðal annars aldrei hafa „séð annað eins talent“ og Jakob hefur allar götur síðan starfað sem uppistandari, auk þess að fást við ýmis skrif. Hann var meðal annars í teyminu sem skrifaði Áramóta- skaupið 2019. Prófessor við Skóla lífsins Jakob kvæntist Sólveigu Einars- dóttur, hagfræðingi, í sumar og saman eiga þau tveggja ára dóttur, Herdísi. Hann segist þannig lifa lífinu hraðar en margir í kringum sig, en það geri hann af mjög ásettu ráði. „Ég gæti auðvitað ekki ímyndað mér betri eiginkonu og barnsmóð- ur en Sólveigu. Og ég held reyndar að vinir mínir séu sammála,“ segir Jakob og bætir við hlæjandi: „Svona miðað við ræður vina minna í brúðkaupinu. Þær fjölluðu f lestar um hve fegnir þeir væru að ég hringdi ekki lengur í þá seint á kvöldin til þess að leysa úr ýmsum andlegum f lækjum. Sólveig hefði tekið við hlutverki sáluhjálparans.“ Hann segir ýmsar hugmyndir hafa kviknað f ljótlega eftir brúð- kaupið og þótt viðfangsefni sýn- ingarinnar séu auðvitað mikið til almennt dægurþras, komi f jöl- skyldulífið þar við sögu. „Bara að vera giftur með barn og að sjá um heimili. Það er ákveðinn skóli og ég fer vafalaust að verða prófessor í því. Prófessor við Skóla lífsins.“ Spenntur fyrir Binna Glee Hefðbundið uppistand er grunn- urinn að grínferli Jakobs en hann nýtir sér einnig að hann er liðtæk og lunkin eftirherma og leggur mikið upp úr því að herma vel eftir viðfangsefnum sínum. „Ég reyni alltaf að kynna nýja eftirhermu til leiks þegar ég held svona nýtt uppistand. Ég hef til dæmis verið að leika Jón Ársæl, Magnús Hlyn, Gumma Ben. og Guðna Th. og nú hefur Binni Glee bæst við, sem ég er mjög spenntur fyrir.“ Binni er vitaskuld einn þekkt- asti áhrifavaldur landsins og hefur notið mikilla vinsælda, ekki síst með raunverleikaþáttunum Æði sem hafa fangað athygli Jakobs, rétt eins og fjölmargra annarra. „Ég er mikill aðdáandi Æði- strákanna og Binni Glee er í sér- stöku uppáhaldi. Það er eiginlega bara allt við hann; einlægnin, málrómurinn, skoðanir hans. En ég ætla ekki að gefa of mikið upp. Þetta er einn af þessum bröndurum sem þú verður bara að sjá.“ Má ekkert lengur Umræðan um hvað megi og hvað megi ekki segja í uppistandi blossar reglulega upp hér eins og annars staðar og oftar en ekki er kveikjan eitthvað sem einhver grínari vest- anhafs hefur látið falla í grýttan en um leið viðkvæman jarðveg. Nærtækt dæmi er uppistand Dave Chappelle þar sem hann þótti tala óvarlega um transfólk. Jakob segist lítið láta þessar sveif lur í gríni á heimsvísu truf la sig þegar hann er spurður hvort eitthvað sé honum óviðkomandi eða hvort hann forðist að tala um einhver ákveðin mál. „Ég hef aldrei fundið fyrir neinni pressu um hvað ég megi segja og hvað ekki. Ég sé á umræðunni að þetta er frekar tvískipt. Sumir halda að uppistand eigi að vera eins og einhver útvatnaður markþjálfa- fyrirlestur. Slíkt er auðvitað ferlega leiðinlegt, en aðrir telja að ekkert megi segja lengur. Ég er ósammála hvoru tveggja. Það er skemmtilegt að spyrja sig spurninga og reyna að svara þeim í uppistandi og það má nokkurn veginn segja hvað sem er. Svo dæmir uppistand sem er ekkert annað en fúkyrði og mannhatur sig sjálft.“ Ævafornt listform „Uppistand er nokkuð heilagt form fyrir mér. Þetta er ævafornt list- form sem hefur einhvern veginn lifað af. Ég hef ekki miklar áhyggjur af pólitískum rétttrúnaði. Ég sleppi ekki að segja eitthvað bara af því ég er hræddur um að einhver reiðist,“ segir Jakob og bendir á að hann sé almennt ekki mjög líklegur til þess að reita fólk til reiði. „Annars er ég svo ljúfur, að ég veit eiginlega ekki alveg hvern ég ætti að reita til reiði,“ segir Jakob, glottir og bætir við: „Jú, kannski fjölskylduna mína.“ En hann hefur oft nýtt foreldra sína og systkini sem efnivið á sviði og segir þau hafa tekið því ágæt- lega. „Það væri vafalaust efni í annað viðtal. Að ræða við þau, sem sagt,“ f lissar Jakob. „Annars held ég að þau séu ánægð í meginatriðum. Ég hef getað lifað á þessu og f lutt að heiman. Það er bót í máli fyrir þau, semsagt að losna við mig. En ég á tengdafjölskylduna eftir. Ætli þau verði ekki fyrir barðinu á mér núna,“ segir Jakob og glottir nógu óræður til þess að ómögulegt er að ráða í hvort honum er alvara. n Meistari Jakob með Binna Glee í skóla lífsins Jakob, sem er 24 ára, kom tvítugur fram á sjónarsviðið með frumraun sína, Meistari Jakob, og hlaut mikið lof fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK odduraevar@frettabladid.is „Mér brá þegar ég leit nývöknuð á símann minn og sá utanríkisráð- herra Íslands, Þórdísi Kolbrúnu, í samfestingnum frá Gracelandic þegar hún hitti forseta Bandaríkj- anna, Joe Biden og forsetafrúna dr. Jill Biden, á ferð sinni til New York,“ segir fatahönnuðurinn Grace Achi- eng. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir klæddist íslenskri hönnun í ferð sinni til New York á dögunum, nánar tiltekið samfestingi sem Grace hannar undir vörumerkinu sínu Graceland. „Það er mikill heiður fyrir mig að hún skuli hafa valið hönnunina mína fyrir svona stóran viðburð,“ segir Grace, en Þórdís hefur áður klæðst samfestingnum á ráðstefnu í Slóveníu með utanríkisráðherrum annarra þjóða. „Þetta minnti mig á þegar ég var lítil og sat fyrir utan heimili mitt í Kisumu í Kenýa og horfði á konur og börn ganga framhjá í fínum fötum sem móðir mín hafði ekki efni á. Ég lék mér að því að hugsa hverjar af þessum flíkum ég vildi eignast. Ég ákvað að þegar ég yrði eldri myndi ég eignast fín föt. Þessi draumur minn varð svo skýrari þegar ég fór í framhaldsskóla, þar sem ég sparaði peninginn sem ég fékk fyrir mat og í rútuna til að kaupa notuð föt á f lóamarkaði og selja svo skóla- félögum mínum í kvennaskólanum í Kisumu. Strax þá vissi ég að ástríða mín væri að láta konur líta vel út og líða vel,“ segir Grace. Þórdís er ekki fyrsta konan til að klæðast fatnaði hönnuðum af Grace, en Eliza Reid, forsetafrú Íslands, klæddist fatnaði frá merkinu þegar forsetahjónin tóku á móti Friðriki krónprins af Danmörku á Bessa- stöðum og þá hefur breska Vogue tímaritið fjallað um merkið. Grace segir það hafa tekið á að láta drauminn rætast. „Tíu árum eftir að ég f lutti til Íslands safnaði ég kjarki til að stofna Gracelandic sem vörumerki í kventísku, sem framleiðir fatnað á sjálfbæran og siðferðislega réttan hátt með tilliti til náttúrunnar. Ég trúi því að mann geti dreymt stóra drauma og með hugrekki geti þeir orðið að veruleika. Ég vona að saga mín hvetji f leiri til að elta sína drauma,“ segir Grace. „Mitt markmið er að Gracelandic gefi af sér til framtíðar og stefni ég á að stofna munaðarleysingjaheimili í Kenýa og styrkja góðgerðarsamtök sem berjast fyrir hagsmunum barna og efla konur.“ n Grace lét drauminn rætast og Joe Biden sá afraksturinn Grace lét drauminn sinn rætast. Þórdís er einkar glæsileg í íslenskri hönnun frá Graceland. MYND/AÐSEND 58 Lífið 1. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.