Fréttablaðið - 01.10.2022, Síða 124

Fréttablaðið - 01.10.2022, Síða 124
Hugmyndin að mynd- bandinu kemur að miklu leyti frá þeim sama innblæstri og texti lagsins kemur, sem er vanlíðan í sambandi og sterk löngun til þess að breyta aðstæðum sínum. Seinni blaða- manna- fundurinn var líka frekar sjokker- andi. AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@ frettabladid.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrir@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolbeinn@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is odduraevar@frettabladid.is Eftir fyrri blaðamannafund ríkis­ lögreglustjóra var fyrirsjáanlegt að næstu dagar færu í að ræða auknar rannsóknarheimildir og vopnaburð lögreglu. Þá sem leiðir til að bregð­ ast við breyttum veruleika á Íslandi. Sem er sérstaklega nýr að því leyti að lögreglu hefur ekki áður þótt til­ efni til að skilgreina undirbúning árásar sem hryðjuverk. Mér fannst áhugavert að heyra fólk nota mis­ munandi hugtök yfir sama hlutinn eftir staðsetningu í pólitík. Talað var um afbrotavarnir og hins vegar aukið eftirlit með borgurunum. Það hefur áhrif að orða hlutina á ákveðinn hátt. Allir þó til í að tala um aukna öfgahyggju. Seinni Maður velur sér vini en ekki foreldra n Frétt vikunnar Margrét Valdimarsdóttir, afbrotafræðingur blaðamannafundurinn var líka frekar sjokkerandi. Þvílíkur fjöldi skotvopna, og stór hluti þeirra lög­ lega keyptur. Ég sé fyrir mér ríkis­ lögreglustjóra á kaffistofunni í vinnunni segjandi eitthvað eins og „ég vil minna á að maður velur sér vini en ekki foreldra.“ En auðvitað vitum við enn lítið sem ekkert um þessi tengsl annað en að þau eru til skoðunar. Sorglegasta frétt vik­ unnar var andlát Svavars Péturs, þvílíkur missir. n Margrét Valdi- marsdóttir, afbrotafræð- ingur Október hefst á ástarsorg og sambandsslitum hjá hljóm­ sveitinni Tragically Unknown, sem verður þó í miklu stuði út mánuðinn með útgáfu tveggja tónlistarmyndbanda, nýs lags og svo að lokum heillar plötu, sem bassaleikarinn Þórgnýr Einar Albertsson útilokar ekki að verði plata ársins, ef ekki hreinlega aldarinnar. toti@frettabladid.is Hljómsveitin Tragically Unknown gefur í dag út sitt fyrsta tónlistar­ myndband en lagið sem við á, In Between, kom út í sumar við góðar undirtektir. Söngkonan Helena Haf­ steinsdóttir samdi texta lagsins sem fjallar um sambandsslit og ástar­ sorg. „Hugmyndin að myndbandinu er að miklu leyti innblásin af því sama og texti lagsins spratt upp úr, sem var vanlíðan í sambandi og sterk löngun til að breyta aðstæðum sínum,“ segir Helena. Söngkonan freistar þess nú í myndbandinu að fanga sömu til­ finningar og hún hafði áður fært í orð og sungið, við undirleik félaga sinna, Odds Mar Árnasonar gítar­ leikara og Þórgnýs Einars Alberts­ sonar, bassaleikara, sem samdi hljóðfærahluta lagsins. Hægagangur í hröðum heimi In Between var önnur smáskífan af væntanlegri plötu Tragically Un­ known en tónlistarmyndbandið sem dettur inn á YouTube á hádegi í dag er það fyrsta sem hljómsveitin sendir frá sér. Dagur Leó Berndsen leikstýrði myndbandinu, sá um upptökur og klippingu, en þar er Helena sjálf í aðalhlutverki á móti Ingvari Erni Arngeirssyni auk fjölda aukaleikara. Helena segist strax hafa séð sjálfa sig fyrir sér í hægagangi, eða slowmotion, á meðan lífið þýtur hjá og þau Dagur unnu þá grunn­ hugmynd áfram í myndbandinu. „Ég hugsaði strax um að finnast man vera í „slo­mo“ og að lífið haldi áfram á blússandi ferð í kringum man en að ég standi enn á sama stað,“ segir Helena. „Dagur kom svo sterkur inn í verkefnið og þróaði þessa hugmynd áfram í það sem hún er í dag.“ Algjör snilld Oddur gítarleikari segir það hafa verið ákveðna upplifun að fylgjast með Helenu og Degi stilla saman myndræna strengi sína. „Það var frekar merkilegt að hlusta á þau tala saman um þetta þar sem þau virtust skilja hvort annað fullkom­ lega. Þannig að það var rosalega mikill „dreamteam“ fílingur í því að fylgjast með þeim.“ Þórgnýr tekur undir þetta, hæst­ ánægður með útkomuna, enda lagið honum hjartfólgið. „Það var algjör snilld að vinna þetta verkefni. Bæði af því Helena og Dagur höfðu skýra og góða sýn fyrir myndbandið og svo einfaldlega af því mér þykir svo rosalega vænt um þetta lag,“ segir bassaleikarinn, sem boðar marg­ víslegan fögnuð í þessum mánuði. „Svo er meira af góðu stöffi á leiðinni. Þetta myndband er fyrsti kaf linn í afar stórum október­ mánuði þar sem von er á nýju lagi, öðru myndbandi og svo heilli plötu. Plötu ársins, mögulega aldarinnar.“ Fjörugir föstudagar Breiðskífan Odes… er sú fyrsta frá Tragically Unknown, en Tónskálda­ sjóður RÚV og STEFs styrkti upp­ töku og vinnslu plötunnar. Hljóm­ sveitin hefur þegar gefið út þrjár smáskífur af því sem koma skal; Villain Origin Story, In Between og Worthy of Her Love. Fjórða og síð­ asta smáskífan, Uprooted, kemur síðan út föstudaginn 14. október ásamt tónlistarmyndbandi. Hljómsveitin heldur sig við föstu­ dagana og Odes… kemur út 28. október, en öllu verður tjaldað til kvöldið áður, 27. október, á Lemmy við Austurstræti, þar sem tónlist Tragically Unknown mun óma, en hún þykir draga nokkurn dám af hinum ýmsu rokksveitum sem voru upp á sitt besta um aldamótin auk þeirra popppönksveita sem fylgdu í kjölfarið. Til dæmis Cranberries, Pixies, Blink­182 og Paramore. Hægt er að fylgjast með Tragically Unknown á Instagram og Facebook undir /tragicallyunknown. n Ástarsorg í byrjun viðburðaríks október Fáðu fréttirnar fyrst um tilboð, afsláttarkóða eða aðgang að útsölum á undan öðrum með því að skrá þig á póstlista Dorma. Allt að 40% afsláttur af völdum vörum 13 ára afmæli Allt að 40% afsláttur af völdum vörum Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði Ve rð o g vö ru up pl ýs in ga r í a ug lý si ng un ni e ru b ir ta r m eð f yr ir va ra u m p re nt vi llu r. 60 Lífið 1. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.