Austurglugginn - 26.04.2013, Side 12
12 AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 26. apríl
Austurglugginn hefur fengið
góðfúslegt leyfi ungrar konu frá
Neskaupstað til að birta úr köflum
ferðasögu hennar. Eins og gert var í
gamla daga, er hér um að ræða fram-
haldssögu með nýjum kafla í hverju
blaði. Austurglugginn vonar að með
þessu uppátæki, fái hann að vera
gluggi þeirra sem rýna út fyrir sjón-
deildarhringinn og bíður spenntur
eftir fleiri ferðasögum. Þessi saga er
sögð af Svönu Heimisdóttur.
Bréfin sem ég
sendi aldrei heim
Frá því að ég var lítil hefur mig
alltaf dreymt um að sjá heiminn.
Ég hef setið ófáar klukkustund-
irnar við eldhúsborðið hjá ömmu
á Blómsturvöllum og skoðað gamla
Atlasinn. Ég sá fyrir mér, mig á
ferðalagi með bakpoka, hatt og í
sandölum. Það hefur aldrei verið til
það land eða staður sem mig hefur
ekki langað að sjá.
Ferðalagið byrjaði fyrir alvöru
fyrir 4 árum, þegar ég var 19 ára. Á
þessum árum hef ég ferðast til 24
landa. Ég ákvað eftir framhaldsskól-
ann að sækja um háskólanámsstyrk í
Bandaríkjunum. Í gegnum íslenska
ævintýra-ferðaskrifstofu í Reykjavík,
pappírsvinnu með eyðublöð í tuga-
tali, óteljandi símtöl og fundi í sendi-
ráði Bandaríkjanna, þá fór ég af stað.
Ég flutti frá Neskaupstað til New
York. Alein!
Í New York var ég á aðlögunarhót-
eli fyrstu 3 dagana, ásamt 150 öðrum
stelpum allstaðar að úr heiminum.
Frá fyrsta degi var ég ekki lengur
ein, eins og ég var búin að búa mig
undir. Ég hef komist að því á öllum
mínum ferðalögum að það eru alltaf
miklar líkur á því að hitta einhvern
sem er að upplifa það sama og maður
sjálfur. Það er sjaldan að maður sé
einn á ferð, ef maður ferðast með
opnum huga.
Árið sem ég bjó í New York var
ótrúlega góð byrjun á ferðalagi mínu.
Ég ferðaðist minnst einu sinni í mán-
uði og sá mikið af Bandaríkjunum.
Ég nýtti mér tækifærið og fór með
rútu til Kanada. Ég og ein þýsk
vinkona mín keyptum okkur ódýra
miða frá China Town á Manhattan.
Þegar við mættum í rútuna voru 70
Kínverjar og við sem höfðum bókað
ferðina. Ég lærði Meistari Jakob á
kínversku í þeirri ferð. Ég fór líka
til Mexikó í vetrarhretinu og mæli
hiklaust með því. Ég eignaðist vini
allstaðar að úr heiminum, og síðan
hef ég reynt að nýta mér hvert tæki-
færi til þess að heimsækja þá, og fá
þá í heimsókn sjálf.
Sem sveitastelpa úr Neskaupstað
var ýmislegt sem ég þurfti að læra,
og það fljótt. Ég fékk bíl og þurfti
því að venjast umferðarljósum, keyra
á 5 akreina hraðbrautum, læra á lest-
arkerfið. Matvörur voru ókunnugar.
Allt var nýtt. Samt er það ótrúlegt
hvað maður er fljótur að aðlagast
nýjum aðstæðum. Ég man þegar ég
tók fyrst eftir því að ég var farin að
hugsa á ensku. Ég var í búðinni og
hugsaði ,,I have to remember to buy
ketchup’’. Það var sérstök tilfinning.
En það gerðist sjálfkrafa, í aðlögun-
arferlinu. Lengstan tíma tók mig þó
að kalla nýja heimilið mitt ,,heima’’.
Það var ekki náttúrulegt fyrir mér.
,,Heima’’ var hjá mömmu og pabba
í Neskaupstað. Ég tók stundum
þvílíkan útúrdúr og sagði: ,,ég er að
fara, þú veist, þangað þar sem ég bý
núna’’. Það var skrýtið að kalla stað,
sem var tímabundið hemili, ,,heima’’.
Eftir nokkra mánuði varð húsið mitt
í New York ,,heima’’ og hjá mömmu
og pabba ,,heimheima’’.
Framhald í næsta blaði.
Það er kominn tími á raunhæfar aðgerðir.
Aðgerðir til að lækka skatta, aðgerðir til að lækka skuldir heimilanna
og aðgerðir til að koma atvinnulífinu í gang.
Nú getur Ísland tekið nýja og betri stefnu.
Það er kominn tími
á breytingar
Sjálfstæðisflokkurinn í Norðausturkjördæmi NÁNAR Á 2013.XD.IS
1. sæti
Kristján Þór Júlíusson
Akureyri
2. sæti
Valgerður Gunnarsdóttir
Laugum í Reykjadal
3. sæti
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir
Reyðarfirði