Austurglugginn - 13.07.2012, Síða 9
Föstudagur 13. júlí AUSTUR · GLUGGINN 9
AusturlandsmiðstöðvarMenningar
Skaftfell – dagskrá framundan
Sýningar í gangi
FRÁSAGNASAFNIÐ 2011 - 2012
Söfnunarmiðstöðin
Aðalsalur, maí - desember
(MIXTAPE) NOTES FROM THE MIDNIGHT MOUNTAIN –
FAST DOWNLOAD
Ting Cheng
Vesturveggur, 6. - 22. júlí
Hluti af sumarsýningarröð Skaftfells 2012 REACTION INTERMEDIATE
Sýningarnar eru opnar alla daga frá 12:00 – 22:00 og er frítt inn.
Umsóknarfrestur fyrir gestavinnustofur Skaftfells á árinu 2013 er 1.
september næstkomandi. Skaftfell rekur gestavinnustofur fyrir myndlis-
tarmenn í þremur húsum á Seyðisfirði. Um er að ræða vinnustofudvöl í 1
– 6 mánuði. Umsóknareyðublað og frekari upplýsingar má finna á www.
skaftfell.is.
Sumarsýning Sláturhússins 2012
Að þessu sinni leiða saman list sína feðgarnir þeir Þór Vigfússon og Helgi
Þórsson og mæðginin þau Ólöf Birna Blöndal og Sveinn Snorri Sveinsson.
Samsýningin Feðgar, Mæðgin er einkar fjölbreytt þar sem blandast
saman myndlist, ljóðlist í formi innsetningar, verk sem eru á mörkum þess
að vera málverk og skúlptúrar úr margskonar efniviði og fundnum hlutum
sem taka breytingum.
Á vissan hátt er um að ræða yfirlitssýningu en sum verkana eru sköpuð
á staðnum og eldri verk öðlast nýjan svip í óvenjulegu umhverfi sýningar-
rýmis Sláturhússins.
Nánari upplýsingar meðfylgjandi sýningarskrá, www.slaturhusid.is og á
facebook tengdar sýningunni.
Stendur til 20. ágúst
Opið
Mánud. til fimmtud. KL: 17.00 - 22.00
Föstud. til sunnud. KL: 14.00 - 16.00
Sagnabrunnur ehf., í samstarfi við
Þórunni Eymundardóttur mynd-
listamann, Bjarka Borgþórsson
fornleifafræðing og Borgarmynd
ehf., hefur lokið gerð gagnvirks korts
af Seyðisfirði. Það má finna á vef-
slóðinni www.sagnabrunnur.is. Á
kortinu eru upplýsingablöðrur og
þysja þarf inn til að skoða kortið
og blöðrurnar í hærri upplausn.
Kortið er hluti af verkefninu
Fiskveiðar í strandþorpum í Norður
- Atlantshafi.
Kortið er hugsað fyrir heima-
menn, nemendur og ferðafólk til
upplýsingar um strandmenningu
og tengingu við nágrannaþjóðir. Í
tilkynningu frá Sagnabrunni segir:
„Um er að ræða lifandi og fjöl-
breyttan vef þar sem finna má ýmsar
upplýsingar um byggð og mann-
líf í Seyðisfirði með áherslu á sterk
tengsl þess við hafið og ströndina.
Þar má finna, auk skrifaðs texta,
hljóðupptökur með frásögnum af
einstökum atburðum, fjölda ljós-
mynda og kvikmyndir svo eitthvað
sé nefnt.“
Gerð kortsins var fjármögnuð með
styrkjum frá AVS - rannsóknarsjóði
í sjávarútvegi, Vinnumálastofnun,
Menningarráði Austurlands og
Brimberg. Í tilkynningunni segir að
vonast sé til að styrkir náist til þýð-
ingar á textum á kortinu af íslensku
á ensku fyrir sumarlok 2012 og að
ennfremur sé unnið að fjármögnun
gagnvirkra korta af sama meiði í
Noregi og Labrador í Kanada.
Þann 15. júní var opnuð í „Graphik
Werkstatt Neunteufel Kreilinger”
sýning á grafíkverkum Ríkharðs
Valtingojers myndlistarmanns
á Stöðvarfirði. Ríkharður sýndi
síðast í Vínarborg árið 1964 og
hann var þá nýlega útskrifaður úr
Listaakademíunni þar í borg. Á sýn-
ingunni eru 28 ný grafíkververk mest
litógrafíur/steinþrykk og einnig
nokkrar mezzotintur. Myndefnið er
aðallega tengt sjávargróðri úr stöð-
firskum fjörum. Að sögn Ríkharðs
mættu margir á opnunina en hún
mun standa til 13. júlí.
Ríkarður tekur oft þátt í alþjóð-
legum grafíksýningum og sem
stendur á hann verk á sýningunni
„World Art Print Annual“ í Sofíu
höfuðborg Búlagríu og á „10. Mini
Print International“ í Cataques á
Spáni.
Í Grafíksetrinu á Stöðvarfirði
er nú nýlokið námskeiði í litó-
grafíu en þátttakendur þar voru
sjö íslenskar myndlistarkonur.
Dvöldu þær á Stöðvarfirði í viku
og fengu innblástur úr umhverfinu.
Framhaldsnámskeið hefur verið
ákveðið og verður það á verkstæði
Grafíkfélagsins í Reykjavík í haust.
Það er mikil innistæða fyrir brosinu hjá þessum kátu Seyðfirðingum en
Huginn hefur ekki tapað leik í þriðju deildinni í sumar og trónir liðið
langefst í sínum riðli. Nú síðast sigraði liðið Björninn frá Grafarvogi með
miklum yfirburðum eins og sést á stigatöflunni. Stelpurnar á myndinni heita
Helena Lind Ólafsdóttir og Elísa Maren Ragnarsdóttir.
Gagnvirkt kort af Seyðisfirði:
Atlas Seyðisfjörður
Gagnvirkt kort af Seyðisf irði.
Taplausir og langefstir!
Ríkharður Valtingojer
sýnir í Vínarborg
Grafíklistamaðurinn Ríkharður Valtingojer.
Mynd: Einar Bragi