Vélstjóraritið - 01.07.1936, Blaðsíða 9

Vélstjóraritið - 01.07.1936, Blaðsíða 9
UTGEFflNDI: VÉLSTJÓRflFÉLflG ÍSLflNDS STOFNfiÐ 20.FEBRÚMR MEMBER OF THE iNTERNflTIONflL MERCflNTILE MflRINE OFFICERS’ flSSOCIflTION 1909 1. árg. Reykjavík, jan.—júlí 1936 1.—7. hefti NVTT RIT Stéttir sjómannanna, sem allt árið eru dreifðir víðsvegar, hafa í félagslegum efnum aðra aðstöðu og erfiðari en stétt- ir landvinnumanna, sem geta því nær alltaf, þegar þær vilja, haldið fjölsótta umræðufundi um stéttarmál sín; á því eiga sjómennirnir eigi kost nema mjög sjaldan. Það er því naumast óeðlilegt, þó að sundrung og ýmiskonar misskilningur eigi auðveldara með að festa rætur í sjómannafélögunum, og féiagslyndi eigi þar að sama skapi örðugra uppdráttar. Vélstjórastéttin er í þessum efnum jafnvel enn lakar sett en aðrar sjó- mannastéttir, og henni er þess nær alger- lega varnað, að halda fjölsótta umræðu- og kynningarfundi. Henni er því hin mesta nauðsyn á að hafa gott málgagn, þar sem félagarnir geta sem oftast látið í Ijós skoðanir sínar á prenti, og leitt sam- an hesta sína í félagslegum efnum. Þetta var forgöngumönnum vélstjóra- stéttarinnar ljóst fyrir löngu, og var því hafin útgáfa „Ársrítsins1'' fyrir 11 árum, til þess að reyna að bæta úr þörfinni, eftir því sem föng voru á. Var ritið lítið í fyrstu, en var aukið smám saman og hefir hin síðustu árin verið um 10—11 arkir lesmáls. Hafa í ritinu birtst smá- greinar um félagsmál, um framkvæmdir félagsins, störf stjórnarinnar, skýrslur o. fl. Eru allir á einu máli um það, að rit- ið hefir orðið stétt-inni til mikils gagns. Það hefir fært hina dreifðu félaga nær forgöngumönnunum og aukið samheldni og þó einkum sjálfstraust stéttarinnar í heild. Hafa ekki önnur jafn fámenn fé- lög sjómannastéttarinnar afkastað meira í þeim efnum. Hinsvegar hefir verið um það rætt hin síðustu ár, að rit, sem kæmi út aðeins einu sinni á ári, nægði ekki lengur; það næði ekki tilganginum. Þetta er og rétt; nauðsyn á umbótum er orðin brýn. Vélstjórastéttin hefir yfirleitt staðið vel saman um áhugamál sín og sótt fram með gætni, og mér er óhætt að fullyrða, að hún hefir vaxið að áliti og aukið menntun sína og þroska með ári hverju. Hefir fórnfýsi, víðsýni og samheldni markað stefnuna í aðalmálunum. Ein- strengingslegt kapp hefir yfirleitt sjald- an ráðið úrslitum mála, en meira borið á rólegri íhugun og lægni. Mun naumast á- litamál, að þesskonar starfshættir séu heillavænlegastir, þegar til lengdar læt-

x

Vélstjóraritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vélstjóraritið
https://timarit.is/publication/1718

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.