Vélstjóraritið - 01.07.1936, Blaðsíða 10
VÉLSTJÓRARITIÐ
2
ur. Hingað til hafa þeir og byggst á
kunnugleik og gagnkvæmu trausti félags-
manna. En með fjölgun félagsmanna
breytist aðstaðan í þessum efnum. Hætt-
an á innbyrðis sundrung eykst. Stjórnin
og aðrir forgöngumenn fjarlægjast hina
almennu félaga, vegna þess hve sjaldan
þeir eiga kost á að talast við um áhuga-
málin, og samvinnan verður slitróttari.
Á þessu á hið nýja rit að ráða bót. Það
er auðsætt, að „Ársritið“ nægir ekki
lengur.
Til þess að bæta úr þessari þörf hefir
félagið nú ráðist í að gefa út mánaðar-
rit það, er hér birtist. Er þess að vænta,
að félagarnir taki því vel og láti ekki
standa á sér að leggja því lið. Menn
þurfa að gera sér ijóst, að það er vegna
hinna dreifðu félaga, að í þetta er ráð-
ist-. Og gagnsemi ritsins fer að mestu
eftir því, hvort þeir færa sér það í nyt.
Ritið er fyrst og fremst vettvangur fyr-
ir umræður um félagsmál. Að sjálfsögðu
flytur það, eins og „Ársritið“ hefir gert,
skýrslur og reikninga og tilkynningar frá
félagsstjóminni. Ennfremur verða í því
greinar um vélfræðileg efni, eftir því
sem ástæður leyfa. Stærð ritsins er áætl-
uð fyrst um sinn 1 örk á mánuði, en
verður að sjálfsögðu hagað eftir því, sem
efni eru til, og þörf krefur.
Til þess að fyrirbyggja allan misskiln-
ing skal skýrt frá því, að upp verður
tekin sú regla, að birta aðeins greinar,
undirritaðar með fullu nafni höfundarins.
Og að sjálfsögðu gerir ritstjórinn kröfu
til þess, að allrar kurteisi sé gætt í orða-
vali, þó um ádeilugreinar sé að ræða. Um
efnisval og skoðanir eru menn vitanlega
sjálfráðir, að svo miklu leyti sem það á
við málefni stéttarinnar, enda ber hver
höfundur ábyrgð á sínum skrifum. Það
FÉLflGSMAL
SKYRSLfi
UM 5TflRFSEMI VÉLSTJÓRflFÉLflG5 ÍSLflNDS
ÁRIÐ 1935-1936
Á þeim hefir ekki orðið
Fjármálin. nein stórvægileg breyting.
Bókfærðar eignir fél. hafa
nokkuð aukist. Innheimtan hefir gengið
aálítið betur en árið áður, og er það
góðs viti í versnandi árferði. Sem betur
fer, er atvinnuleysið enn ekki farið að
þjaka okkar stétt neitt verulega, þó
nokkrir félagar hafi, því miður, töluvert
af því að segja.
Þar sem nú eru væntanlegar tillögur
verður að vera stéttinni metnaðarmál, að
ritið sé vel úr garði gert, enda ekki á-
stæða til að efast um, að svo geti orðið.
Góðir félagar! Ritið á að vera okkur í
funda stað, og í dálkum þess ræðum við
og berum saman bækur okkar um dægur-
mál stéttarinnar. Takið því penna í hönd
í tómstundunum. Skrifið upp hugleiðing-
ar ykkar um félagsmálin, um fræðileg
efni, um starfið við vélarnar á sjó og
landi, um viðburði og um úrræði á al-
vörustundunum o. fl. Sendið síðan grein-
arnar ritstjóranum, og hann mun koma
þeim á framfæri. Látið það ekki aftra
ykkur, þó þið séuð ekki vel sterkir í
réttritun; það er ekkert tiltökumál. Fé-
lagið mun tryggja sér málfróðan mann
til þess að slípa af agnúana, sem á kunna
að verða. En rúmsins vegna þurfa grein-
arnar að vera stuttar og gagnorðar, enda
fer jafnan best á því.
Hallgr. Jónsson.