Vélstjóraritið - 01.07.1936, Qupperneq 11
3
VÉLSTJÓRARITIO
um nokkura lækkun félagsgjaldanna, sem
eflaust verða samþykktar, er vonandi, að
félagsmenn geri sér far um, að standa í
skilum framvegis.
Reynsla er nú fengin fyrir því, að
tekjur félagssjóðsins nægja ekki fyrir
kostnaðinum við félagshaldið; verður
ekki ekki hjá því komist, að styrktar-
sjóður greiði skrifstofukostnaðinn að sín-
um hluta. Þetta hefir hann og gert hin
síðari ár, en tillag hans hefir verið oi
lítið, og þarf því að auka það. Þá má
geta þess, að það fer töluvert í vöxt, að
skrifstofan annist innheimtu á kaupeftir-
stöðvum félagsmanna hjá útgerðarmönn-
um, er illa geta borgað, eða tregðast við
að borga. Hefir þetta án efa komið sér
vel fyrir þá félaga, sem hlut eiga að máli.
Útistandandi skuldir voru í fyrra kr.
18990,35, en um síðustu áramót krónur
18145,51, og er það kr. 844,84 lækkun.
Þó þetta sé ekki mikil lækkun, þá er hún
spor í rétta átt, þegar einnig er tekið til-
lit til vaxtar félagsins. Nokkuð meiri festa
er og að smákomast á innheimtuna, þó
enn vanti mikið á, að vel sé. Þá hefir
skuldum nokkurra félaga verið breytt í
víxillán, og innheimtast þær betur með
því móti. Innborguð iðgjöld hafa numið
rúmum 4000 kr. meira en árið áður, og
stafar það sumpart af fjölgun félaga.
Veittir styrkir voru kr. 174,05 minni en
árið áður. En gjafir voru aftur á móti
kr. 181,50 meiri; eru þær teknar úr fé-
lagssjóði. Voru þær árið, sem leið, 500 kr.
til einnar ekkju, og 400 kr. til jólagjafa,
en þær eru orðnar nokkurnveginn föst
venja.
Bókfærðar eignir styrktarsjóðsins hafa
aukist um 8111,15 kr., og er hann nú alls
100955,33 kr. Aukning Valdimarssjóðsins
er 618,26 kr., og er hann við áramótin
17451,63 kr. Þá er Húsbyggingarsjóður-
inn með 63,44 kr. hækkun og er að upp-
hæð 1651,29 kr. Félagssjóður hefir aftur
á móti rýrnað um 1693,95 kr. og er nú
6768,54 kr. Alls nema bókfærðar eignir
féiagsins 126826,79 kr.
Með samþykkt síðasta að-
Fasteigna- alfundar um það, að tak-
og víxillán marka hverja lánveitingu
úr styrktar- við 3000 kr. til hvers, er
sjóði. lánastarfseminni í raun-
inni komið inn á nýjar
brautir. Það hefir reynst svo, enda fyrir-
fram vitað, að erfitt er að fá 1. veðrétt
í fasteign fyrir svo lágum upphæðum,
og jafnvel ekki 2. veðrétt heldur. Nú er
féiagsstjórninni það áhugamál, að tryggja
lánin sem best, og telur hún ekki gerlegt
að lána út á 2. veðrétt, nema þar sem
rnjög lítið hvílir á 1. veðrétti. Tel ég
naumast líklegt, að þessi samþykt verði
til þess, að fleiri félagar njóti góðs af
lánastarfsemi félagsins.
Þá hafa víxillánin samanlögð náð því
hámarki, sem ákveðið er. Mörg þeirra eru
lág og endurnýjast tiltölulega fljótt, og
ætti því jafnan að vera eitthvað af þeim
til reiðu.
Sökum annríkis gat Ellert
Nýr endur- Árnason ekki tekið þátt í
skoðandi. endurskoðun reikning-
anna að þessu sinni. Var
því í samráði við hinn endurskoðandann,
Þorstein Loftsson, farið fram á það við
Erling Þorkelsson, að hann ynni að end-
urskoðuninni; varð hann við þeim tilmæl-
um. Endurskoðunin er nú orðin svo mik-
ið verk, að ekki má velja aðra til þess en
þá, sem nokkurn tíma hafa afgangs frá
daglegum störfum.