Vélstjóraritið - 01.07.1936, Blaðsíða 12
VÉLSTJÓRARITIÐ
4
Svo kölluð samvinnuút-
Ráðningar gerð hefir verið reynd á
í skiprúm. allmörgum stöðum, síðan
halla tók undan fæti fyrir
einkaútgerðinni. Því miður hefir þetta af
ýmsurn ástæðum ekki viljað lánast.
Það nýjasta í þessum efnum er það, að
einstaklingar eða nokkrir menn, og stund-
um jafnvel bæjar- og hreppsfélög, festa
sér skip til útgerðar. Er síðan gerð krafa
til þess, að einkum yfirmenn á skipunum
leggi fram svo eða svo mikið hlutafé í
fyrirtækið, enda fái þeir ekki atvinnu að
öðrum kosti. Nú væri ekkert við þessu
að segja, ef allt væri vel í garðinn búið,
skipið gott og ekki of dýrt, menn sam-
hentir, og þeim trygð þátttaka í stjórn
fyrirtækisins o. s. frv. En þetta mun nú
ekki ávalt vera svo. Jafnvel sveita- og
og' bæjarfélög leggja nú kapp á að ná
eignarhaldi á skipum til útgerðar í at-
vinnubótaskyni, og er það þá vitanlega
aðalmarkmiðið, og getur verið vel rétt-
lætanlegt, þó vonin sé nauðalítil um, að
framlagt fé í fyrirtækið gefi beinan arð.,
Nokkrir félagar hafa af þessum ástæð-
um verið sviptir atvinnu. Þeir hafa ekki
viljað leggja fram fé í þessi vafasömu
fyrirtæki, eða ekki haft það til. Aðrir fé-
lagar hafa þá boðið betur, lagt nokkuð
af mörkum og hlotið atvinnuna. Þetta er
mjög varhugavert. Oftast mun hið fram-
lagða fé ganga til þurðar og verða með
því einskonar meðgjöf eða kauplækkun.
Hér er stofnað til samkeppni um atvinn-
una á mjög óviðeigandi hátt, því starf-
hæfni kemur ekki til greina, en báðir
keppendurnir munu venjulega skaðast.
Ég vil vekja athygli félagsmanna á þessu
sérstaklega. Það er illa farið, ef atvinnu-
tregðan verður til þess að koma á eins-
konar undirboði. Því þó að svo sé látið
heita, að kauptaxta félagsins sé fylgt, þá
verður hið framlagða hlutafé einskonar
fvrirfram greidd afföll, þar eð hagnaðar-
vonin, að minnsta kosti á gömlum skip-
um og gengnum úr sér, er nú sem stend-
ur mjög lítil.
Það er að mínu áliti full nauðsyn á, að
þetta ráðningamál sé tekið fastari tökum.
Skrifstofan þarf að fá vitneskju um þess-
ar vafasömu ráðningar, einkum þar sem
vélstjórum er þröngvað til framlaga, og
er þá ekki vonlaust, að hægt sé að hindra
þessi undirboð. Þeir, sem álíta sig órétti
beitta, þurfa að kvarta í tíma til skrif-
stofunnar, og mundi þá tekinn upp sú að-
ferð, að gera þá kröfu til þeirra, sem
vildu ráða sig á skip, sem deilt væri um,
að þeir öfluðu sér áður vitneskju á skrif-
stofunni.
Ekki hefir félagsstjórnin
Launakjör séð sér fært að halda til
togara- streitu tillögum þeim til
vélstjóra. nýrra samninga, sem lagð-
ir voru fram í fyrra.
Liggja til þess ýmsar ástæður. Útaf sarn-
þykt, sem gerð var á félagsfundi í vetur
um mannfjölgun í vélarúmi, náðum við
tali af tveim fulltrúum frá F. í. B. og
ræddum við þá um málið. Varð árangur
þess ekki annar en sá, að við fengum
fyrirheit um það, að lögskráð skyldi
verða upp á sömu kjör og áður. En um
kjarabætur í nokkurri mynd eða aukinn
mannafla þýddi ekki að ræða.
Ég hefi rætt þetta mál við nokkra tog-
aramenn, og yfirleitt fundist þeir vera
nú þeirrar skoðunar, að á meðan ástand
ílotans batnaði ekki frá því, sem nú er,
þá mundi naumast gerlegt að bera fram
kröfur um aukin fríðindi.
Hins ber þó að gæta, að með hinum
nýju og breyttu vinnuháttum við verk-