Vélstjóraritið - 01.07.1936, Side 13
5
VÉLSTJÓRARITIÐ
unina, þ. e. lýsis- og mjölvinnslu, kemur
nýtt viðhorf. Fiskimjöl og lýsi eru nú
orðin svo stór hluti af aflaverðmæti
sumra skipanna, að það hlýtur að verða
okkar áhugamál, að koma þeim verðmæt-
um undir þann lið, sem % greiðast af.
Þess má geta, að uppsagnir munu hafa
litlar verið árið, sem leið. Þó skipin hafi
legið, þá hafa vélstjórarnir unnið á skipi
fyrir hið ákveðna kaup. Stöndum við þar
betur að vígi en aðrir skipverjar. Liggur
til þess fyrst og fremst sú ástæða, að
vinna er jafnan mikil í skipunum, og því
enginn hagur að því að láta vélstjórana
fara. 0g þá er uppsagnarfresturinn í
samningunum. Er hann okkur stórmikils
virði, síðan útgerð skipanna fór að verða,
svona slitrótt.
Að því er snertir vinnuna í skipunum,
á meðan legið er, þá er það höfuðskilyrði
fyrir samninga í framtíðinní, að hún sé
rækt vel. Það þarf að sannast bókstaf-
lega, að vélstjórarnir séu, eins og við
liöldum fram, betri og ódýrari en verk-
stæðismenn. Þar sem vinna og viðgerðir
eru, eins og mér er sagt, að sé í togur-
unum, undir svo ströngu eftirliti, þá hlýt-
ur þetta að koma í Ijós. Nú er ekki ólík-
lcgt, að nokkur breyting verði á útgerð
togaranna smám saman, og ný verkefni
komi í Ijós.
Þessi öldudalur, sem við erum nú í,
líður hjá, og betri tímar koma. En hvað
sem framundan er, og hvernig sem fé-
laginu tekst að búa í haginn fyrir stétt-
ina, þá megum við ekki missa sjónar á
því, að það er starf hinna einstöku og
rnatið á framkvæmdum þeirra, sem allt
byggist á; það er undirstaðan.
Samningur tókst árið, sem
Samningar leið, við Kaupfélag Eyfirð-
við K. E. A. inga um launakjör vél-
stjóranna á eimskipinu Snæfelli. —
Eru aukaatriði samningsins þau sömu og
í samningunum við Eimskipafél. Reykja-
víkur, en mánaðarkaup, lítið eitt lægra,
er miðað við stærð skipsins. Það er kr.
567,00 fyrir 1. vélstjóra og 435,00 fyrir
2. vélstjóra. Var haft til hliðsjónar, að
ódýrara er að búa á Akureyri. Var það
og aðalkrafa skipseiganda, að sú aðstaða
j-rði tekin til greina. Annaðist varafor-
rnaður samningsgerðina, og var yfirvél-
stjórinn með í ráðum. Er mér ekki ann-
að kunnugt, en að þeir, sem við samn-
ingana eiga að búa, séu sæmilega ánægðir.
Styrktarsjóður þessi var
Styrktarsjóður stofnaður með reglugerð
togara- 22. nóv. 1928 af togara-
vélstjóra. eigendum, og skyldi ið-
gjald vera 100,00 kr. á
mann eða mest 200,00 kr. á skip. Er
sjóðurinn nú orðinn um 35000,00 kr. inn-
borgaðar, og auk þess eru útistandandi
um 2—3 ára iðgjöld flestra skipanna. í
leglugerðinni er kveðið svo á, að þegar
sjóðurinn er orðinn 25000 kr., megi veita
fé úr honum til þurfandi sjóðfélaga.
Sjóðurinn hefir verið frá byrjun í
vörslu Tómasar Jónssonar lögfræðings, nú
borgarritara, og hefir hann innheimt ið-
gjaldið. Gekk innheimtan sæmilega, þar
til nú fyrir 2 árum. En nú virðist allt
komið í sjálfheldu. Útgerðarmenn telja
sér illa fært að greiða iðgjaldið sökum
fjárskorts. Þá hefir stjórn sjóðsins í
nokkur ár ekki verið starfhæf sökum
þess, að F. í. B. hefir ekki tilnefnt nýja
menn. En þeir, sem valdir voru í byrjun,
eru nú ýmist farnir úr F. f. B. eða hættir
að starfa þar. Eftir endurtekin tilmæli frá
okkar félagi voru í vetur tilnefndir í sjóð-
stjórnina þeir Geir Thorsteinsson og Þor-
geir Pálsson, og ætti nú sjóðstjórnin að