Vélstjóraritið - 01.07.1936, Blaðsíða 18
VÉLSTJÓRARITIÐ
10
ORÐlfl FRJflLST
A TÍMAMÓTUM
Mér finnst allt benda til þess, að V. S.
F. I. standi nú á tímamótum, þar sem
verið er að segja skilið við kyrstöðuna
og' afturhaldið, sem lamað hefir alla vora
starfsemi á undanförnum árum.
Nú höfum við fengið ný lög, sem eru
til mikilla bóta frá því, sem áður var.
Eitt af helstu nýmælunum í lögum
þessum er félagsritið, sem gefa á út
mánaðarlega. Þetta rit er tilvalinn tengi-
liður á milli félagsmanna, þar sem þeír
geta rætt þar áhugamál sín og önnur vel-
ferðarmál stéttarinnar.
Þið ungu félagar, sem enn hafið ekki
tekið virkan þátt í starfsemi félagsins,
komið nú fram á sjónarsviðið með á-
hugamál ykkar og tillögur! Iijálpið til að
afmá öll ellimörk af félagi voru, svo það
geti ætíð komið fram sem djarfur aðilji
með heiðarlegum vopnum í hverri bar-
áttu, hvort heldur sem hún er háð út á
við eða inn á við.
Verkefnin eru æði mörg, sem ekki þola
neina bið. Má þar meðal annars nefna
aldursfestu vélstjóra.
V. S. F. 1. hefir ekki nægilega tryggt
það, að fullnægt sé þeirri siðferðislegu
skyldu, að láta vélstjóra hækka hjá út-
gerðarfélögum, sem þeir vinna hjá, eftir
starfsaldri þeirra, svo framarlega sem
þeir eru til þess færir.
Það verður að vítast, þegar meðlimir
stjórnarinnar nota sér aðstöðu sína til
þess að fótumtroða rétt hinna, sem eldri
eru, og troða sér framar, en þeir eiga
siðferðislega kröfu til að vera.
Það er gott að hafa sæmileg laun, en
það er ekki minna um það vert, að vera
öruggur í atvinnu sinni og eiga rétt á
að hækka eftir starfsaldri.
Ég tel það óverjandi úrræðaleysi hjá
sumum meðlimum stjórnar V. S. F. 1.,
að þeir virðast hyggja, að ekkert sé við
því hægt að gera, þó að útgerðarmenn
reki sína elstu og bestu menn úr þjónustu
sinni eða setji þá niður í lökustu stöð-
urnar, sem þeir hafa yfir að ráða, ef
þeim hefir aðeins verið sagt upp með lög-
legum fyrirvara.
Það verður að gera þá kröfu til allra
útgerðarfélaga, að ef þau þurfa að fækka
vélstjórum í þjónustu sinni, þá verði það
mennirnir, sem eru í lægstu stöðunum,
sem látnir verði víkja fyrir hinum, sem
eldri eru og búnir að vinna sig upp hjá
félaginu.
Annað er það, sem V. S. F. í. þarf að
vinda bráðan bug að, og það er að semja
við verslanir um afslátt af vöruverði
fyrir vélstjóra, og jafnvel að stofna
neytendafélag innan V. S. F. 1., sem eigi
svo kröfu á innflutnings- og gjaldeyris-
leyfi í hlutfalli við meðlimafjölda.
Þessi innflutnings- og gjaldeyrisleyfi
ínætti svo afhenda þeim kaupmönnum,
sem við semjum við. Með þessu móti
gætum við fengið miklu meiri afslátt af
vörunum, því þetta er sama sem aukin
verslun hjá þeim kaupmönnum, sem við
er skipt, og munu þeir því teygja sig svo
langt, sem auðið er, til samkomulags.
Þetta er eitt af þeim mörgu sporum,
sem við þurfum að stíga, stéttinni til
heilla. Markmiðið á að vera, að gera alla
vélstjóra andlega og efnalega sjálfstæða
og nýta borgara þjóðfélagsins.
Magnús Guðbjartsson.