Vélstjóraritið - 01.07.1936, Side 21

Vélstjóraritið - 01.07.1936, Side 21
13 VÉLSTJÓRARITIÐ in tæki í taumana, því að einmitt þessi mótspyrna smiðanna í Glasgow varð til þess að skapa honum aðstöðu til að geta 'oyrjað á sínu mikla lífsstarfi. James hafði verið fenginn til þess að gera við nokkur áhöld fyrir háskólann í Glasgow, og varð það til þess, að hann fékk að setjast að í húsakynnum háskól- ans, en það gátu smiðirnir ekki ráðið við. Þar kom hann sér upp vinnustofu og búð og vann nú að áhaldasmíði og viðgerðum. Hann fékk aðgang að bókasafni skólans, sem hann notaði óspart, og komst í kynni við marga prófessorana og stúdenta, sem heimsóttu hann oft í vinnustofuna og ræddu við hann um ýmis iðnfræðileg málefni. James Watt hafði míkið gagn af kunningskap sínum við þessa menn, og höfðu sumir þeirra mikil áhrif á lífsstarf hans; meðal þeirra má nefna vísinda- manninn, prófessor dr, Joseph Black, sem meðal annars lagði grundvöllinn að þekkingu manna á þeim hita, sem bindst við bræðslu íss og uppgufun vatns, og ’stúdentinn John Robison, sem fyrstur vakti áhuga Watts fyrir eimvélinni. Um hina fyrstu heimsókn sína í vinnu- stofu Watts segir Robison á þessa leið: „Þegar ég var búinn að skoða hin vel gerðu áhöld, fór ég að tala við eiganda vinnustofunnar. Ég bjóst við að hitta smið, en hitti vísindamann. Ég var svo bamalegur að álíta mig ve! að mér í uppáhalds fræðigrein minni (stærðfræði og fræðilegri mekanik) og varð forviða, er ég komst að raun um, að herra Watt var miklu lærðari en ég í þessum grein- um, en hinn mikli áhugi hans á þessum efnum gerði honum kleift að tala við mig og aðra um þessa hluti“. Veturinn 1763—1764 fékk háskólinn James Watt gamla fyrirmynd af eimvél Newcomens til viðgerðar, og átti hann að gera hana svo úr garði, að hún væri nothæf. IJann byrjaði þegar á viðgerð- inni, en komst brátt að raun um, að þrátt fyrir það, að ketillinn virtist nógu stór í hlutfalli við strokkinn, gat hann samt ekki framleitt nógan eim til þess að knýja vélina, jafnvel ekki örfá bullu- slög, og að ótrúlega mikið kælivatn þurfti, til þess að hægt væri að halda vélinni gangandi. Þessar athuganir leiddu til þess, að Watt byrjaði nú að gera reglubundnar tilraunir og notaði til þess stóran strokk, er hann smíðaði úr tré; en hér fór á sömu leið; eimeyðslan var óhemju mik- il, og stafaði það mest af því, að eimur- inn þéttist svo ört, er í strokkinn kom, og ef notað var meira kælivatn til þess að fá meira tóm, jókst eimeyðslan til muna. Til þess að verða nokkurs vísari um orsakir þessarar miklu eimeyðslu, gerði Watt ýmsar tilraunir með eiminn með mismunandi þrýstingi, allt niður í und- irþrýsting’ og upp í 1,7 Atm. yfirþrýst- ing. Fyrst um sinn var það þó einkum „metningshitastigið“, sem hann rann- sakaði, og koma þær rannsóknir hans merkilega vel heim við þær rannsóknir og mælingar, sem Regnault gerði, um það bil 80 árum síðar. Watt fann það með þessum rannsókn- um, að hann gat ekki framleitt mikið tom, nema með því að kæla strokkinn mikið, en komst jafnframt að raun um, að eimeyðslan, sem þurfti til þess, að hita strokkinn aftur upp í það hitastig, sem eimurinn átti að vinna með í hon- um, var of mikil í hlutfalli við það afl, sem tómið framleiddi.

x

Vélstjóraritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vélstjóraritið
https://timarit.is/publication/1718

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.