Vélstjóraritið - 01.07.1936, Qupperneq 22
VÉLSTJÓRARITIÐ
U
Þessu næst gerði Watt nokkurar rann-
sóknir til þess að ákveða eðlisrúmtak
eimsins og hitamagn það, sem þarf til
þess að eima vatn. Þetta hvorttveggja
fann hann nokkurnveginn rétt.
Jafnframt því sem Watt gerði þessar
rannsóknir, mældi hann eimeyðslu New-
comens vélarinnar og komst að þeirri
niðurstöðu, að rúmtak eimsins, sem veitt
var í strokkinn, væri 3—4 sinnum stærra
en rúmtak strokksins sjálfs; með öðrum
orðum: til þess að hita strokkinn upp í
hitastig vinnueimsins þurfti að eyða
eimi, sem var að rúmmáli 2—3 sinnum
stærri en rúmtak vinnustrokksins, og all-
ur sá hiti, sem hann innihélt, tapaðist
alveg.
Með öllum þessum athugunum komst
Watt að f)eirri niðurstöðu, að ómögulegt
væri að nota strokkinn bæði fyrir vinnu-
strokk og eimþétti, því til þess að koma
í veg fyrir það tap, sem myndaðist við
það, að eimurinn þéttist, er hann
streymdi inn í strokkinn, varð hann að
vera svo heitur, sem mögulegt var, og á
meðan þéttunartímabilið stóð yfir, varð
hitastigið að vera eins lágt og mögulegt
var, til þess að geta fengið sem mest
tóm og þar með sem mestan þrýstings-
mismun á milli lofts- og eimþrýstings í
strokknum.
Að öllu þessu athuguðu, ásamt því, að
útstreymishraði eimsins er mjög mikill,
jafnvel þó þrýstingsmismunurinn sé lít-
ill, fann Watt upp á því árið 1765, að
skilja þéttiholið frá eimstrokknum og að
viðhalda tómi í þéttiholinu með því að
dæla úr því vatni og lofti. Tengiliðinn
milli strokks og þéttihols gerði Watt úr
pípum, sem ýmist voru lokaðar eða opn-
ar, eftir því sem við átti. Þar með var
gátan ráðin. Nú var hægt að láta eiminn
þrýsta öðrum megin á bulluna, en hafa
lofttómt rúm hinum megin við hana, án
þess að kæla strokkinn. Watt smíðaði
þegar tilraunavél með strokk, þétti og
dælu, sem hann svo tengdi saman með
pípum og lokum. f stað þess að kæla
strokkinn, eins og áður var gert, smíð-
aði Watt hann með eimkápu, sem hann
lét eim streyma í gegnum til þess að
halda honum nógu heitum.
Þessi tilraunavél Watts er nú geymd í
Kensingtonsafninu í London og er ein af
þess dýrmætustu munum.
Með hvílíkri nákvæmni og skarp-
skygni Watt hefir rannsakað hitafræði-
lega eiginleika eimvélarinnar má ráða af
einkaleyfisskjali hans árið 1769, sem er,
án efa, eitt hið merkasta skjal, sem til
er úr sögu iðnfræðinnar, þar eð telja
má, að með því sé lagður hornsteinn
vélamenningarinnar fyrir meira en hálfu
öðru hundraði ára. Þar segir meðal ann-
ars svo:
„Mín aðferð til þess að minka eimnotk-
unina og þar með eldsneytiseyðsluna í
hitavélinni byggist á eftirfarandi fyrri-
komulagi:
1) Hylkinu, sem eimaflið vinnur í, til
þess að halda vélinni gangandi, og í
venjulegum hitavélum er nefnt sí-
valningur, en ég kalla hylki, verður
að halda jafnheitu og eimurinn er,
sem í það streymir, á meðan vélin
er í gangi, í fyrsta lagi með því, að
hafa utan um það kápu úr tré eða
öðrum slæmum hitaleiðara, í öðru. lagi
með því að nota eim eða annað heitt
efni til þess að hita það, og í þriðja
lagi með því að láta ekki vatn eða
aðra hluti, sem kaldari eru en eim-
urinn, komast í samband við það.
2) í vélum, sem vinna eingöngu eða að