Vélstjóraritið - 01.07.1936, Side 23

Vélstjóraritið - 01.07.1936, Side 23
15 VÉLSTJÓRARITIÐ nokkuru leyti með þéttun eimsins, verður að láta eiminn þéttast í sér- gtöku hylki, sem er laust við eim- hylkið, og þannig fyrir komið, að eimurinn geti streymt í það, þegar búið er að nota hann í eimhylkinu. Þetta hylki kalla ég eimsvala. Á meðan vélin vinnur, verður að halda eimsvalanum að minnsta kosti eins köldum og andrúmsloftið er, msð vatni eða öðrum köldum hlutum. 3) Öllu lofti og hinum þenjanlega eimi, sem ekki þéttast fullkomlega við kæl- inguna í eimsvalanum, verður að dæla úr eimhylkinu eða eimsvalanum með dælu, sem knúin er annaðhvort af vélinni sjálfri eða á annan hátt. 4) Ég hugsa mér í mörgum tilfellum að nota yfirþrýsting eimsins á sama hátt og loftþrýstingurinn er notaður nú í venjulegum hitavélum, til þess að hreyfa bullu eða annað, sem kem- ur í hennar stað, og framkvæma þannig vinnu. Ef svo stendur á, að ekki er til nægilegt vatn til þess að kæla eimsvalann, má knýja vélina með eimaflinu eingöngu, með því að láta eiminn streyma út í loftið, þegar búið er að nota hann“. Watt færði sér aldrei í nyt síðasta lið einkaleyfisins, því hann smíðaði eingöngu vélar með eimsvala, eins og kunnugt er. í fyrstu smíðaði Watt einvirkar vélar, sem mest voru notaðar til þess að knýja dælur í námum og víðar. Þessar vélar fóru þegar sigurför um allt landið, langt fram yfir þær vonir, sem Watt hafði gert sér, einkum í þeim héruðum, sem lítið var um kol í, því þær eyddu aðeins Vi eldsneytis á við Newcomensvélar og að- eins helming á við þær Newcomens-vélar, scm Smeaton hafði endurbætt. 1. mynd Tvívirk eimvél af James Watts gcrð með stjömuhjóli, nú geymd í Kensingtonsafnmu í London. Næsta skrefið var það, að Watt fór að smíða vélarnar tvívirkar og með hinu svonefnda „stjörnuhjóli“; er ein þeirra sýnd hér á 1. mynd, en 2. mynd sýnir Strokkur og eimskiptitæki úr tvívirkri eimvél (Watts). gegnumskurð af strokknum og eimskipt- ingunni í slíkri vél. Nokkuru síðar var svo stjörnuhjólsbúnaðinum breytt í sveif- arás og kasthjól. Þessar vélar komu fyrst

x

Vélstjóraritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vélstjóraritið
https://timarit.is/publication/1718

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.