Vélstjóraritið - 01.07.1936, Blaðsíða 24

Vélstjóraritið - 01.07.1936, Blaðsíða 24
VÉI.STJÓKARITIÐ 16 á markaðinn árið 1782 og voru að stærð frá 10—50 hestöfl, með 25—16 snúning- um á mínútu. Það má telja víst, að þess- ar síðustu breytingar hafi átt mikinn þátt í því, að gera eimvélina eins al- menna og raun varð á, því að upp frá þessu var farið að nota eimvél Watts sem aílvél við flestar greinar iðnaðarins, nærri um allan heim. Árið 1784 fékk Watt einkaleyfi á því að láta eiminn þenjast út í vinnustrokknum, en þá aðferð notaði hann eingöngu í dælu- vélunum. Hinar tvívirku vélar með kast- hjólinu lét hann vinna með fullum eim- þrýstingi slagið á enda. Það er sagt, að margir af merkustn hugvitsmönnum heimsins hafi oft átt við þröngan kost að búa, og var Watt engin undantekning í þeim efnum, enda voru tilraunir hans og rannsóknir kostnaðar- samar; var hann stundum svo félaus, að iiann var að því kominn að leggja árar í bát, en árið 1773 fékk hann í félag með sér einn af mestu iðjuhöldum Englands, að nafni Matthew Boulton, sem átti stór- ar verksmiðjur, er veittu um 800 manns atvinnu. Boulton kom fljótt auga á, hve eim- vélin var heiminum mikils virði, og var því fús á að fórna því fé, sem þurfti, til þess að gera hugmyndir Watts að gang- færum vélum. Hann setti þó það skilyrði fyrir fjárframlögum sínum, að einkaleyf- ið, sem upphaflega var veitt til 14 ára, yrði framlengt, og Watt tókst árið 1775 fyrir tilstilli vina sinna, að fá enska þing- ið til að framlengja það um 25 ár, eða til ársins 1800. Þar með var hin fjárhags- lega hlið tryggð. Eins og gefur að skilja, voru erfiðleik- arnir við smíði vélanna mjög miklir, þar sem allar vinnuvélar smiða voru þá svo ófullkomnar, að oft lá við sjálft, að fram- kvæmdir stöðvuðust á því, að ekki var hægt að smíða hluta vélanna á réttan hátt. Watt gat lítið fengist við þetta, því hann hafði nóg að gera við að undirbúa gerð vélanna og reikna þær út. Þessvegna fékk hann því til leiðar komið árið 1777, að verkfræðingurinn William Murdock var ráðinn til verksmiðjunnar til þess að sjá um smíði vélanna; var þessi maður emstakur dugnaðarmaður á því sviði, að sigrast á þeim teknisku erfiðleikum, sem voru á smíði vélanna og uppsetningu. Það er sagt, að margir ötulir verk- fræðingar hafi gert tilraunir til þess, að smíða eimvélar, án þess að brjóta í bága við einkaleyfi Watts, á meðan það var í gildi, t. d. með því að láta eiminn þenj- ast út í fleiri en einum strokki, en það tókst aldrei, einkum vegna þess, að þeir komust aldrei fram hjá 2. og 4. lið einka- leyfisins. Þegar einkaleyfistími Watts var út- runninn, dró hann sig í hlé frá verk- smiðjunum, en vann samt stöðugt að nýj- um uppfinningum, og sagt er, að margir hafi sótt til hans þekkingu og ráð, sem hann var fús á að gefa hverjum, er til hans leitaði um slíka hluti. Það hefir orðið hlutskipti flestra mikil- menna og brautryðjenda í heiminum, að eiga erfitt uppdráttar. Samtíðarmenn þeirra hafa sjaldan skilið þá, og hugsjón- ir þeirra hafa ekki samrímst eiginhags- munurn ýmissa mikilsmegandi manna, sem hafa þessvegna beitt áhrifum sín- um gegn hinum nýju framförum. James Watt fór ekki, frekar en aðrir hugsjónamenn, varhluta af skilningsleysi samtíðar sinnar og eigingirni og þröng- sýni þeirra, sem þóttust hafa mestan hag af þekkingarleysi manna og kyrstæðu at-

x

Vélstjóraritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vélstjóraritið
https://timarit.is/publication/1718

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.