Vélstjóraritið - 01.07.1936, Side 25
17
VÉLSTJÓRARITIP
hafnalífi, en fáir munu hafa unnið svo
niikilvæga sigra í lífsbaráttunni og getað
að lokum litið yfir jafn mikilfenglegt
æfistarf sem hann.
James Watt lést 19. ágúst 1819, 83
ára að aldri, og er grafinn í Handsworth,
en í Westminster-kirkjunni í London er
honum reistur veglegur minnisvarði.
Á fótstallinn er þetta letrað:
Eigi til að forða við gleymsku því nafni,
scm uppi mun vera, meðan lögð cr stund
á friðsamlega iðju,
heldur til að bera því vitni,
að maimkynið hcfir lærí að hciðiTi
þá menn,
sem mestar verðskulda þakkimar,
reisti konungurinn,
ráðgjafar hans og margir
aðalsmenn vorir og ríkisborgarar
þetta minnismerki iim
James Watt,
sem neytti snilldargáfu sinnar,
er hann hafði þroskað með visindarannsóknum,
til endurbóta á
eimvélinni
og jók með því við auðæfi föðurlands síns,
gerði mennina máttugri
og ávann sjálfum sér heiðurssess
meðal ágætustu vísindaiðkara
og sannra Velgerðanranna vcraldar.
Fæddur í Greenock 1736.
Andaðist í Heathfield í Staffordshire 131!).
Þorst. Loftsson.
Þegar gerð var heyrinkunn breyting á
félagsstjóminni á aðalfundinum síðasta,
datt mér í hug máltækið: „Þess ber að
geta, sem gert er“. En ég vil bæta við:
„En lengst ber að minnast þess, sem vel
er gert og af góðum hug“.
G. J. Fossberg, sem nú fór úr stjórn-
inni eftir langt, og mér er óhætt að segja
gott starf, hefir átt hlut að mörgum
nytjamálum, sem félagið hefir haft með
höndum, og jafnan lagt gott til. Eru til-
lögur hans jafnan vel hugsaðar og
glöggar og hljóta því að vekja athygli.
Er mér Ijúft að minnast þess, hve Foss-
berg hefir oft á stjórnarfundum tekist
að greiða úr þrætum og auðvelda af-
greiðslu mála. Þeir, sem eiga þannig hlut
ao málum, verða jafnan áhrifaríkir og
marka spor, sem lengi gætir. Fossberg á
vissulega þökk skilið fyrir öll sín ómök
fyrir Vélstjórafélagið.
Ekki er ég heldur í neinum vafa um
það, að Fossberg mun eftirleiðis jafn
boðinn og búinn til þess að taka þátt í fé-
iagsstörfum, þó ekki eigi hann sæti í
stjórninni, og fáir munu áhrifameiri um
vöxt félagsins okkar og viðgang, en hann.
Hallgr. Jónsson.