Vélstjóraritið - 01.07.1936, Síða 26
VÉLSTJÓRARITIS
18
NÝJUNGAR 0 G VIÐBURÐIR
I VÉLFRÆÐI Q G VÉLGÆSLU
VELOXKETILLINN
Einhver allra merkilegasti eimketillinn,
sem gerður hefir verið síðustu árin, er
Veloxketillinn. Ketil í venjulegri merk-
ingu er þó naumast hægt að kalla hann,
með því að hann er í rauninni ekki ann-
að en tvö pípukerfi, annað fyrir vatn og
eim, en hitt fyrir eldsneyti og brennslu-
loft. Auk þess fylgja honum dælur og
súgvélar til þess að halda við hæfilegri
straumrás í báðum pípukerfunum.
Til þess að gefa lesendum ritsins dá-
litla hugmynd um gerð ketilsins, er birt-
ur hér lauslega þýddur útdráttur úr
grein um hann í sænska blaðinu „Maskin-
'befálsförbundets Tidskrift“.
Megintakmark ketilsmiða undanfarið
hefir verið það, að finna upp og smíða
stóra katla (anlággninger), sem unnið
gætu með meiri þrýstingi og hærra hita-
stigi en áður hefir þekst.
Þó að Benson- og Loefflerkatlarnir feli
í sér margar mjög skemmtilegar og gagn-
legar nýjungar, að því er snertir eim-
framleiðslu og temprun brunans, hefir
með þeim ekki verið gerð nein endurbót
á sjálfri brenslunni og hitayfirfærslunni.
Að því er snertir þessi tvö síðastnefndu
atriði er Veloxketillinn mjög frábrugð-
inn þeim ketiltegundum, sem áður hafa
verið notaðar. Grundvallarreglur hins
nýja ketils eru þessar:
1. Bruni eldsneytisins fer fram við
miklu hærri þrýsting en venjulega.
2. Breyting á þrýstingi þessurn í hraða
til þess að örva sem mest straum
reykloftsins. Hraði reykloftsins get-
ur orðið eins mikill og hraði hljóðs-
ins.
3. Notkun túrbínusúgvélar, sem knúin
er af reykloftinu og framleiðir þrýst-
ing í brunahólfinu, sem nefndur er
í 1. gr.
4. Notkun gastúrbínu milli tveggja
hitaeyðandi hluta af katlinum til
þess að fella hitamagn reykloftsins,
og verður kæling túrbínunnar þá ó-
þörf; en þrátt fyrir það verður eftir
nægur liiti í reykgasinu og hraði til
þess að knýja túrbínuna. Sá hiti,
sem þá er eftir, er leiddur gegnum
forketilinn og þá hluta ketilsins, sem
eftir túrbínuna koma.
5. Sérstök tæki til þess að skilja eim-
inn frá vatninu. Er það miðflótta-
aflsskiljari, er ekki hefir neina
hreyfanlega hluta. Streymir blanda
af eimi og vatni skábalt á sívala
veggi með svo miklum hraða, að
hún hringsveiflast með nægilegum
krafti til þess, að áhrif miðflótta-
aflsins skilji eiminn frá vatninu.
6. Vegna þess, hve ketillinn er efnislít-
ill og inniheldur lítið vatn, og af því
að hann er hvergi múraður, er hann
fljótur til og öfuggur við breytilegt
álag.
7. Vélknúin straumrás í þeim hluta ket-
ilsins, sem eimingin fer fram í.
8. Fullkomlega sjálfvirkur.
9. Lítill þungi.
10. Lítil fyrirferð.
11. Hátt notagildi, þó álag sé mjög mis-
munandi.
Kostir þessir hafa fengist með því að
nota samskonar forhleðslu, „super char-
ging“, og alment er notuð í dieselmótor-
um.