Vélstjóraritið - 01.07.1936, Qupperneq 29
21
VÉLSTJÓRARITIÐ
urnar (3) og- aftur til skiljarans (4) með
’nraða, sem er um 10 sinnum meiri en
eimingarhraðinn með fullu álagi.
Vatnið streymir inn í skiljarann um
stútinn (9) skáhalt á innveggina. Stút-
urinn er mjórri en nokkur önnur pípa í
kerfinu, svo að nægilegur þrýstingur
myndast í leiðningunni, áðui en vatnið
fer gegnum stútinn. Þessi þrýstingur
breytist í hraða, og þyrlast vatns- og
eimblandan við það með veggjunum inn-
an í hólknum. Fellur vatnið við það niður
um mjó op í neðri hluta skiljarans, en
eimurinn leitar út frá miðju (centrum)
og streymir út í yfirhitarann (5) og yf-
irhitast þar nægilega til notkunar í eim-
túrbínu.
Ketill sá, sem sýndur er á mynd 4, upp-
settur með öllum tilheyrandi tækjum í
prófrúminu, framleiðir 55000 lbs af eimi
á kl.st. með 284 lbsD” þrýstingi og 371
° C heitan.
Þá gefur blaðið margháttaðan saman-
burð í töfluformi á Veloxkatli og vatns-
pípukötlum þeim, sem notaðir eru í hin-
um ítölsku risaskipum „Rex“ og „Conte
di Savoia“, og ameríska skipinu „Man-
hattan“. Er sá samanburður Veloxkatl-
inum í hag í flestum atriðum. Því miður
er taflan fyrirferðarmeiri en svo, að
hægt sé að birta hana hér.
Sökum þess hve ketillinn er efnislítill,
eins og áður er sagt, svo og vegna þess,
að vatnsmagnið hefir í sama tilgangi ver-
ið haft svo lítið sem mögulegt var, er
hægt að hita ketilinn á óvenjulega
skömmum tíma. Sama á við um álags-
breytingar; með hinu sjálfvirka kerfi er
hægt að breyta úr hálfu í fult álag og
öfugt á 20 sek. Jafnvel þó lokað sé fyrir
hann með fullu álagi, blæs ekki af honum.
Hallgr. Jónsson.
BÚNAÐUR HAÞRÝSTIKATLA
í „Ársritinu“ 1933 var birt grein um
háþrýstieim, eiginleika hans og notkun,
og var það tekið eftir blaði þýsku vél-
stjóranna. Með því að mikið hefir verið
ritað um þetta efni í eriend tímarit upp
á síðkastið, þykir rétt, svo sem til viðbót-
ar við hið fyrnefnda, að birta sýnishorn
af búnaði katla þeirra, er frimleiða há-
þrýstieim. Einn hinn merkilegasti slíkra
katla er og sýndur á öðrum stað í ritinu.
Aukin notkun lágþrýstieims, svo og
smíði hæfilegra tækja þar tíl er eitt af
þeim skrefum, er tækniþróunin hefir tek-
íð hin síðari árin. og í rauninni micg
merkileg. Hinn stórmikli vinningur við
hagnýtingu háþrýstieimsins í samanburði
við venjulegan eimþrýsting (um 14 atm.)
hefir mjög ýtt undir leitina að vandaðn
og sterkari efnum, málmum og málm-
blöndum, svo og nothæfum tækjum. Hef-
ir iðnaðurinn numið stór lönd á þessu
sviði, og það hefir vitanlega örvað tækni-
þróunina alment og komið víða að miklu
gagni. Háþrýstieimurinn, 30—40 atm. og
jafnvel enn hærri, er nú víða notaður í
skipum með góðum árangri. Eru þá vit-
anlega einungis notaðir eimpípukatlar.
Ýmsar nýjar gerðir af þeim hafa verið
smíðaðar. Má þar til nefna Benson-ketil-
inn. Er í honum framleiddur eimur við
225 atm. þrýsting, en lækkaður allmikið,
áður en hann kemur í vélarnar. Hefir
skipasmiðjan Blom & Voss í Hamborg
gert tilraunir með þesskonar ketil í skipi,
og tilsvarandi vélar, og tekist vel. Frá 30
og upp í 60 atm. þrýstingur virðist nú
mest notaður í kötlum hinna stóru og
hraðskreiðu skipa. Fara hér á eftir
nokkrar myndir af búnaði þeirra.