Vélstjóraritið - 01.07.1936, Blaðsíða 30
VÉLSTJÓRARITIÐ
22
1. mynd.
Öryggislokar fyrir 50—100 atm. þrýsting.
Á lokahúsið með öryggislokanum e er
festur svonefndur stilliloki, D—H. Er
hann mjög lítill að flatarmáli, og verður
því auðvelt að stilla hann nokkurnveginn
nákvæmt. Er lokanum haldið að sætinu
á venjulegan hátt með fjöður. Hinn eig-
inlegi öryggisloki, C, hefir hæfilegan flöt
og þrýstist að sætinu með sjálfum ketil-
þrýstingnum frá A., þ. e. alveg öfugt við
það, sem venja er til. Sé lokinn vel slíp-
aður, ætti hann með þessu móti að verða
fullkomlega þéttur. Á lokastönginni er lít-
il bulla, F, og rennur hún í strokk. Efri
endi þessa strokks er í sambandi við lok-
ann D eftir pípunni E. Ef nú lokinn D
lyftist og sleppir út eimi, fer sá eimur
ekki út í loftið, heldur eftir pípunni E yf-
ir á bulluna F. Er hún lítið eitt stærri
að flatarmáli en öryggislokinn C og megn-
ar því að ýta honum niður. Eimurinn
streymir nú út í loftið um C og B, þar til
þrýstingurinn fellur, og jafnvægi er náð.
Lokinn D fellur að sætinu, og álagið á
bulluna F fellur, með því að sá eimur
streymir út um smágöt. Fjöðrin G dreg-
ur lokann C að sætinu, og eimþrýsting-
urinn heldur honum þéttum, eins og fyr
er sagt.
Önnur mynd til vinstri sýnir öryggis-
loka af nýju gerðinni, en til hægri gömlu
gerðina, sem þurfa mundi fyrir samskon-
ar þrýsting og ketilstærð. Eins og mynd-
irnar sýna, eru hinir nýju lokar allmiklu
minni og meðíærilegri og ættu að vera
léttari að stilla.
Hæðarglös.
Þriðja mynd sýnir hæðarglös fyrir há-
þrýstikatla. Er það málmgrind með inn-
greyptum glertöppum í tveim röðum, og
eru glertapparnir þannig feldir í grindina,
að vatnshæðin sést ávalt í gegnum þá.
Þá eru glertapparnir þannig í laginu, að
ketilþrýstingurinn spennir þá þétta, (sjá
gegnumskurðarmyndina til hægri).
V atnshæðarstillir.
Katlar með litlu vatni þurfa mjög ná-
kvæma og hraðvirka temprun á vatns-
hæðirmi. Einkum er það afar nauðsynlegt,
að réttri vatnshæð sé nákvæmlega haldið
á hinum nýju háþrýstikötlum, sem taka