Vélstjóraritið - 01.07.1936, Page 31
23
VÉLSTJÓRARITIÐ
mjög lítið vatn. Temprun með flothylki
er ekki nógu nákvæm fyrir þessa katla.
Þegar eimnotkunin vex, fellur þrýsting-
urinn í yfirkatlinum; við það kemur ólga
í vatnið, meiri en áður, og hefir þau á-
SchniHB
lxrif á flothylkið, að það lokar í stað þess
að opna, þar til vatnið sjatnar. En þá
opnar það og hleypir tiltölulega köldu
vatni inn á ketilinn; eimingin í yfirkatl-
inum minkar, og stillirinn opnar enn meir
og eykur kælinguna í katlinum. Flothylk-
ið vinnur með öðrum orðum svo treglega,
að því er ekki að fullu treystandi til þess
að stilla vatnshæðina á þessum kötium.
Fjórða mynd sýnir stillitæki, sem auk
flothylkisins hefir þanpiötu (Membran),
og verður stilling veitilokans einkum fyr-
ir áhrif þanplötunnar.
Stillilokinn fyrir veitivatnið er merkt-
ur 1, 2 er kúluloki, 3 er þanplata, 4 er
tengipípa milli eimholsins og þanplötu-
hússins; 5 er eimholið (útstreymisop,
trektmyndað), 6 er loki, sem stillir álagið
á 1 (veitilokann); 7 er yfirhlaupsloki. Við
8 og 9 er hægt að hreyfa stengurnar að
flothylkinu með hendinni.
Stillilokinn (1) er gerður sem hol bulla,
misgild, grennri að neðarí, og að ofan
rennur hún í strokki. í rúminu framan við
lokann (bulluna) er þrýstingurinn jafn
veitivatnsþrýstingnum, og er það nokkru
hærra en þrýstingurinn á katlinum. Opið
á lokanum er stillt þannig, að þrýsting-
urinn innan við hann (ketilþrýstingur-
inn) er dálítið lægri en veitivatnsþrýst-
ingurinn framan við lokann. Þessi þrýst-
irigsmismunur veldur í rauninni' hreyf-
ingu lokans, sem annars er álagslaus.
Með kúlulokanum (2) má þó breyta álag-
inu á 1.
Dæluþrýstingurinn getur t. d., sé bull-
an lek, leitað á efri hlið lokans og ýtt
honum niður að sætinu. En jafnskjótt
og lokinn hreyfist niður á við, rekst kúlu-
lokinn (2) á stöng og spyrnist út úr
grópi á loka (1) miðjum; við það jafnast
þrýstingurinn milli dælu og ketils. Nú get-
ur dæluþrýstingurinn, sem vinnur á lok-
ann, opnað hann eftirleiðis, þar til kúlu-
lokinn lokar á ný. Á þennan hátt vinna
lokarnir, þar til jafnvægi hefir náðst, og
\'eitivatnið kemur með jöfnum straumi
inn á ketilinn.
Kúlulokinn hreyfist með dragstöng af
fíothylkinu og þanplötunni (3). Aðal-
hreyfinguna fær hann þó frá þanplötunni,
og er hún einnig tengd við flothylkið
með stöngum.