Vélstjóraritið - 01.07.1936, Blaðsíða 33
25
VÉLSTJÓRARITIÐ
eimeyðslunnar.Misfellur, sem verða kunna
á því, jafnar flothylkið. Hreyfingar þess
berast yfir á stengurnar að kúlulokanum,
óháðar þanplötunni, og koma þannig í veg
fyrir, að ketillinn fái of mikið eða of
lítið vatn. Með þessum tækjum verður
aðstreymi veitivatnsins ekki eingöngu háð
breytingum á vatnshæðinni í katlinum,
heldur fer það einnig eftir álaginu eða
orkuþörfinni. Með því verður stillingin
fijótvirkari og nákvæmari en með flot-
hylkinu einu saman.
Mannsmugulokin.
í háþrýsti-hólkkötlum (Tromlekedler)
ei ekki hægt að smíða botninn í hólkinn
^érstaklega og hnoða hann síðan við,
heldur verður að smíða hann úr einu og
samá stykki. En hreinsunarop verða þó á
þeim að vera. Á Wagner—Bauer-kötlun-
um eru hreinsunaropin kringlótt með
laggaskrúfum innan í opinu, sjá 5. mynd.
f opið er svo skrúfuð hringró (1) með
kraga fyrir naglana (2), sem draga hið
eiginlega lok (3) að rónni (1). Fyrir þétti
er hafður nikkelhringur (4) ; þéttiflötur-
inn í rónni og lokinu er sniðrendur
(konisk), þannig að nikkelhringurinn
pressast út að sléttum mannsmugu-
veggnum. Naglarnir (2) eru til þess að
stilla lokið við ásetninguna. Að öðru leyti
þéttist lokið af eimþrýstingnum, með því
að það þrýstir nikkelhringnum á milli
skáflatanna og opsins, og þrýstir auk
þess laggaskrúfunum fast í. Eru lok þessi
vel þétt, og auðvelt að losa þau. Nikkel-
hringurinn er lítillega sniðrendur að ut-
an, svo að léttara sé að Josa hann, þar
eð hann aflagast nokkuð við notkunina.
Þversláin, sem sýnd er á myndinni, er
höfð til þess að losa róna úr lokinu, þeg-
ar búið er að taka naglana (2), og einnig
Ý M I S L E G T
FRfl VÉLSTJÓRflSKÖLflNUM
Vélstjóraprófið 1936.
Undir það gengu 12 nemendur og stóð-
ust það 8 og hlutu þær aðaleinkunnir er
hér segir:
Prófskírt.
206. Brynjólfur Brynjólfsson . 95 stig
207. Sigurður Sigurðsson . . . 93 —
208. Björn Magnússon . . . . 62 —
209. Daníel T. E. Vestmann . . 98 —
210. Jón Ó. Guðsteinsson . . . 51 —
211. Guðmundur Valgrímsson 52 —
212. Stefán Hólm Jónsson . . 66 —
213. Einar Jónsson.............66 —
Hæsta aðaleinkunn er 119 stig, lægsta
51 stig.
Fara hin skriflegu úrlausnareíni hér á
eftir.
Vélfræði I.
Úrlausnartími 3l/> klst.
1. Sýnið aukaketil með Galloway-pípum.
2. Sýnið öryggisloka fyrir eimketil.
3. Gufuskip nokkurt fer með 16 mílna
hraða og eyðir þá 145 tonnum af kolum
á sólarhring. Þegar skipið á eftir 2600
mílur til ákvörðunarstaðar, kemur s k i o-
til þess að spenna út lokið og nikkel-
hringinn. Þegar lokið er komið á sinn
stað, er sláin tekin burtu.
Eftir „Norsk Maskintidende“.
Hallgr. Jónsson.