Vélstjóraritið - 01.07.1936, Blaðsíða 34

Vélstjóraritið - 01.07.1936, Blaðsíða 34
W.I.ST.TÓRARITIÐ 28 u n um það, að hraða ferðinni eins og hægt er. Með hvaða hraða verður skipið nú að ganga, þegar kolabirgðirnar eru 1400 tonn, til að ná á ákvörðunarstaðinn, og hve langan tíma tekur það? 4. í þríþensluvél er hlutfallið milli flatarmála háþrýsti- og lágþrýstibullu 7,1. Útþensluhlutfallið er 10,5, og bulluslagið er 1250 mm. Finnið hve marga mm há- þrýstibullan hefir farið frá enda slagsins á afskurðar-augnabliki háþrýstistrokks. Vélfræði II. Úrlausnartími 3y% klst. 1. Sýnið krosshaus fyrir einvirkan Dieselmótor. 2. Sýnið bullu með sambandsstöng fyr- ir báta-mótor. 3. Finnið hestöfl, eftir meðfylgjandi afl- mælislínum, fjórgengis Dieselmótors, sem hefir 6 strokka. Þvermál þeirra er 500 mm. Slaglengdin er 900 mm, og snún- ingshraðinn er 147. 4. Fjórir stuttir en sívalir steypujárns- stöplar, 200 mm í þvermál, bera vatns- kassa, og vegur hann tómur 4000 kg. Innanmál hans eru: Lengd 3,12 m, breidd 2,14 m og hæð 1,74 m. Hver er þunginn á mm2 í stöplunum, þegar kassinn er 5/G fullur af fersku vatni? Vélfræði III. Úrlausnartími 3Jú klst. 1. Sýnið eimstrokk án eimkápu, bullan er með Ramsbottoms-hringjum, en bullu- stöngin með asbestþétti. Skriðillinn, sem er tvíhólfa, stendur i toppstellingu. Ör- yggislokar eru bæði á botni og toppi. 2. Sýnið vatnshæðarglas. 3. Hitastig sjávarins er 25*/2°> en hita- stig svalavatnsins, þegar það kemur frá eimsvalanum, er 60°. Nú hækkar hitastig sjávarins um 41/)0. Hve mikið meira í % þarf nú af svalavatni, svo að hitastig þess, þegar það kemur frá eimsvalanum, haldist óbreytt? 4. Eimeyðsla vélar nokkurrar er 7 kg. á IHKT. Hinn sanni þrýstingur í katlin- um er 14 kg/cm2 (tilsvarandi hitastig er 194°), hitastig veitivatnsins er 70°, í eimnum er 5% vatn, kolin innihalda 85% af kolefni, 4% af vetni og 2% af sagga. Starfstig ketilsins er 0,7. Finnið: a) Brunagildi, bæði í hitaeiningum og meterkilogrömm. b) Kolefnagildið. c) Hinn nytsama hita. d) Hið sanna uppgufunargildi og e) Kolaeyðsluna á IIIKT. Stærðfræði I. Úrlausnartími 3 klst. 1. Stytt brotið: (x1—4x3y-f6x2y2—IxyH-y4) (x2-|-2xy-fy2) x4 —2x3y-f 2xy3—y4 2. Þversamtala þrístafaðrar tölu er 16; sé talan skrifuð í öfugri röð, vex hún um 396, en sé einingastafur tvöfaldaður, verður hann 5 stærri en samtala hundr- aðs og tugastafs.

x

Vélstjóraritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vélstjóraritið
https://timarit.is/publication/1718

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.