Sambandstíðindi - 03.09.1981, Blaðsíða 2

Sambandstíðindi - 03.09.1981, Blaðsíða 2
Framhald af forsiðu. SlB eftir þvf aÖ geröardómur fjallaöi um ágreiningsatriÖin. KRÖFURNAR AÖalkrafan fyrir dóminum var sú, að laun hækkuÖu um allt aé 5.42% m.^v. 1.1. 1981. T kröfunni fólst, að jafnaé yrÖi hlutfall launahækkana f síÖasta samningi þannig, að lágmarks hækkun launaliÖar væri 6% auk þeirra 3ja % sem endursamið var um, en áöur var tekið af bankamönnum þann 1.7.1979. Bankarnir kröföust hins vegar sýknu fyrir dóminum af öllum kröfum SlB. DÖMURINN Meirihluta dómsins skipuðu þeir Atli Hauksson, Guðmundur Jóns- son og Guðmundur Skaftason. r niðurstöðu þeirra segir m.a.: 'Ekki þykir leitt f ljós, að launabreytingar þær, sem áttu ser stað hjá aðalviðmiðunarhóp- um fálagsmanna sóknaraðila eftir gerð kjarasamningsins frá 15. des . 19 80 , þ.e. BHM og BSRB, seu það verulegar, að þær gefi serstakt tilefni til almennrar hækkunar á launastig- anum. Er þá m.a. til þess lit- ið, að launahækkanir voru að hluta til ákveðnar til samræmis við þá launahækkun, sem var sam- ið um í heildarkjarasamningum, en samningar þessir voru niður- staða úr samningalotu, sem lengi hafði staðið með óhjákvæmilegum víxláhrifum milli samninga og kjaraákvarðana. Einnig er litið til niðurfell- ingar á 3% hækkun á launastiga hinn 1. júli 1979, sem sóknar- aðili telur að sfðan hafi verið samið um leiðrettingu á og sem ekki skuli koma til álita við mat á hækkun launastigans. Ahrif þessa atriðis á gerð kjarasamningsins frá 15. desem- ber verða ekki nægilega glöggt rakin til að á því verði byggt sers taklega. Hins vegar þykir mega líta til þess, að kjarasamningur aðilanna frá 15. des. 1980 var byggður á sjónarmiðum svonefndrar "launajöfnunarstefnu". Má sjá það af framlögðum gögnum í mál- inu, að hlutfallshækkun hærri launaflokkanna er töluvert minni en þeirra lægri. A þetta einkum við um 9. til 12. launa- flokk . Eftirfarandi kjarasamningar og kjaraákvarðanir hafa ekki byggt á þessari forsendu, held- ur hafa launahækkanir gengið yfir allan launastigann. 9. til 12. launaflokk skipa rúmlega 1/3 hluti bankamanna. Breyting á launum þessara starfsmanna hefir orðið með öðrum hætti en hjá viðmiðunar- aðilum og starfsmönnum í lægri launaflokkum sóknaraðila. Ennfremur virðast siðari ákvarðanir á kjörum bankastjóra og fleiri yfirmanna í bönkunum hafa tekið mið af hinum breyttu forsendum. Að þessu athuguðu þykir hæfi- legt að hækka grunnlaun frá og með 1. janúar 1981 um 2% Í 9. launaflokki og 2.5% Í 10. til 12. launaflokki." Málflytjandi af hálfu SIB fyrir gerðardómi var Benedikt E. Guðbjartsson og af hálfu bank- anna Guðmundur Agústsson. Fulltrúi SfB í dóminum, Svein- björn Hafliðason, skilaði sér- atkvæði og ennfremur fulltrúi bankanna, Guðmundur Karl Jóns- son. r seratkvæði Sveinbjörns Hafliðasonar segir, að fallast megi i meginatriðum á niðurstöðu meirihluta gerðardómsins, að öðru leyti en því að rétt og eðlilegt þyki að taka að fullu til greina aðalkröfu sóknaraðila.

x

Sambandstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sambandstíðindi
https://timarit.is/publication/1703

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.